Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Jóhanna Dagmar Pálsdóttir (1930-2013) Sveðjustöðum
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
27.4.1930 - 4.10.2013
Saga
Jóhanna Dagmar Pálsdóttir fæddist á Sveðjustöðum í Miðfirði í V-Húnavatnssýslu 27. apríl 1930.
Var á Sveðjustöðum, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var í Vinaminni, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1957. Húsfreyja í Brúarholti, síðar bús. í Keflavík.
Jóhanna ólst upp á Sveðjustöðum með móður sinni og systkinum en föður sinn missti hún mjög ung.
Í mars 2013 flyst Jóhanna á Hjúkrunarheimilið Garðvang og lést þar 4. október 2013.
Útför Jóhönnu fór fram frá Keflavíkurkirkju 11. október 2013, og hófst athöfnin kl. 14.
Staðir
Árið 1959 byggðu þau Stefán nýbýlið Brúarholt og flytja þangað tveimur árum síðar. Stunduðu þau þar fjárbúskap.
Árið 1991 flytja þau að Miðgarði 14 í Keflavík.
Réttindi
Stundaði barnaskóla í farskóla sem var á bæjunum í sveitinni og framhaldsnám í Reykjaskóla 1946 til 1948.
Var við nám við Húsmæðraskólann á Blönduósi 1950-1951.
Starfssvið
Í Miðfirði tók Jóhanna þátt í ýmsum félagsstörfum, meðal annars kvenfélaginu Iðju og var formaður þess í nokkur ár. Var hún félagi í leikfélaginu Gretti og söng í kirkjukór Melstaðarsóknar til margra ára. Einnig vann hún um tíma í sláturhúsi Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga og svo á saumastofunni á Laugarbakka.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru hjónin á Sveðjustöðum, Vinbjörg Ásta Jóhannsdóttur, f. 17. ágúst 1893, d. 10. janúar 1980 og Páll Theodórsson, f. 17. nóvember 1882, d. 20. desember 1939. Jóhanna var 3. í aldursröð 5 systkina. Elstur er
1) Friðrik Theódór Pálsson f. 10. nóvember 1926, giftur Lilju Lárusdóttur.
2) Arndís Pálsdóttir f. 28. janúar 1929, d. 10. maí 2007, gift Ragnari Benediktssyni.
3) Lára Pálsdóttir f. 31. ágúst 1933, d. 31. ágúst 1993, gift Jóni Jónssyni.
4) Finnbogi Pálsson f. 24. júní 1937, var giftur Ingu Helgu Jónsdóttur, nú sambýliskona Unnur Knudsen.
Jóhanna eignaðist soninn
1) Pál Björgvin Hilmarsson f. 13. apríl 1951, með Hilmari Daníelssyni, f. 6. desember 1931, flugmanni sem lést í flugslysi 24. maí 1959. Páll er kvæntur Signýju Eggertsdóttur, þau eiga þrjú börn og sex barnabörn.
Jóhanna giftist árið 1956 Stefáni Eggerti Péturssyni, f. 23. júní 1932, syni hjónanna Péturs Jóns Vermundssonar og Pálínu Skarphéðinsdóttur. Þau eignuðust fimm börn,
2) Pétur Skarphéðinn Stefánsson f. 22. febrúar 1957, eiginkona Sæbjörg Brynja Þórarinsdóttir, þau eiga þrjú börn og sex barnabörn.
3) Lovísa Guðlaug Stefánsdóttir f. 25. apríl 1959, eiginmaður Indriði Þórður Ólafsson, þau eiga tvö börn.
4) Ásta Pálína Stefánsdóttir f. 25. apríl 1959, eiginmaður Gunnar Már Yngvason, þau eiga tvö börn og eitt barnabarn.
5) Stúlka andvana fædd 25. apríl 1959.
6) Hrönn Stefánsdóttir, f. 1. febrúar 1965, eiginmaður Jósef Hólmgeirsson, þau eiga eitt barn. Jósef á eitt barn frá fyrri sambúð og þrjú barnabörn.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Jóhanna Dagmar Pálsdóttir (1930-2013) Sveðjustöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Maintained by
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 5.3.2021
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði 5.3.2021
Mbl 11.10.2013. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1483080/?item_num=2&searchid=3835000a66b028e475784478706b6204e343665e
Athugasemdir um breytingar
Stafræn eining metadata
Aðgengi
Heiti skjals
Jhanna_Dagmar_Plsdttir1930-2013Svejust____um.jpg
Latitude
Longitude
Gerð miðla
Mynd
Mime-type
image/jpeg