Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Ingibjörg Sigurðardóttir (1898-1995) Hausthúsum
Hliðstæð nafnaform
- Ingibjörg Sigurðardóttir (1898-1995) frá Hausthúsum
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
20.4.1898 - 8.1.1995
Saga
Ingibjörg Sigurðardóttir fæddist í Garðinum 20. apríl 1898 og ólst upp í Hausthúsum. Hún lést á Garðvangi, dvalarheimili aldraðra í Garði, 8. janúar síðastliðinn. Inga var trúuð og sótti ævinlega kirkju meðan heilsan leyfði. Hún var traustur félagi í kvenfélaginu Gefn og slysavarnadeild kvenna hér í Garðinum. Var hún heiðursfélagi beggja þessara félaga.
Barngóð var Inga svo eftir var tekið, og voru oft börn yfir sumartíma í Hausthúsum. Inga og Bjarni bróðir hennar tóku einnig lítinn móðurlausan dreng í fóstur, Reyni Gíslason. Veit ég að Inga bar mikla umhyggju fyrir þessum dreng.
Í mörg ár var Inga með börn í stafaskóla. Mín yngri börn fengu að njóta kennslu hjá henni. Minnast þau enn hvað gott var að læra hjá Ingu og oft stakk hún að þeim kandísmola eða öðru góðgæti.
Sigurður faðir Ingu dó af slysförum, þá á góðum aldri, og var hans sárt saknað. Jórunn móðir hennar lifði í hárri elli í skjóli Ingu og Bjarna. Kom það í hlut Ingu að hjúkra henni þar til yfir lauk. Var það gert af mikilli umhyggju. Þá naut Inga ekki þeirra þæginda sem þykja sjálfsögð í dag. Trúlega hefur það verið erfitt, en aldrei kvartaði hún, heldur vann sín verk af trúmennsku.
Útför hennar fór fram frá Útskálakirkju 13. janúar.
Staðir
Hausthús í Garði:
Réttindi
Starfssvið
Smábarnakennari:
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru Sigurður Bjarnason og Jórunn Þórðardóttir. Tvo bræður átti hún, Þórð, sem er látinn, og Bjarna, sem dvelst á Garðvangi, og þar dvaldist Ingibjörg einnig undanfarin ár.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Ingibjörg Sigurðardóttir (1898-1995) Hausthúsum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 23.5.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
Íslendingabók
mbl 25.1.1995. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/174418/?item_num=65&searchid=1d15f5032100b4983a16b3178466d65cdf0c554e
FamSearch. https://www.familysearch.org/tree/person/details/M3ZF-9C8
Sveinbirningar, handrit í vörslu Héraðsbókasafnsins á Blönduósi.