Ingibjörg Þórhallsdóttir (1933-2004) Ánastöðum

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Ingibjörg Þórhallsdóttir (1933-2004) Ánastöðum

Hliðstæð nafnaform

  • Ingibjörg Marsibil Þórhallsdóttir (1933-2004) Ánastöðum

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

25.4.1933 - 13.5.2004

Saga

Ingibjörg Marsibil Þórhallsdóttir fæddist á Ánastöðum á Vatnsnesi 25. apríl 1933. Hún andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 13. maí síðastliðinn. Ingibjörg ólst upp í þessum stóra strákahópi og gekk í barnaskóla sveitarinnar, sem þá var farskóli. Hún fór strax á unglingsárum að vinna utan heimilis í átthögum sínum og svo lá leið hennar til Reykjavíkur, eins og svo margra unglinga úr sveitunum. Þar starfaði hún á nokkrum stöðum, en líklega lengst hjá saumastofunni Dúki.
Framan af dvöl sinni í Reykjavík bjó hún í leiguhúsnæði, en eignaðist svo íbúð á Garðsenda 12 og var þar heimili hennar til æviloka. Ingibjörg var ógift og barnlaus.
Útför Ingibjargar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Staðir

Ánastaðir á Vatnsnesi: Reykjavík:

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru hjónin Ólöf Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 21. júlí 1903, d. 11. apríl 1997, og Þórhallur Lárus Jakobsson, f. 21. nóvember 1896, d. 24. mars 1984. Þau bjuggu á Ánastöðum frá 1923 til 1983, eða í 60 ár.
Þau Ólöf og Þórhallur eignuðust átta börn, sjö syni og svo Ingibjörgu sem var eina stúlkan í barnahópnum. Bræður hennar eru:
Ólafur Þórður, f. 2. júní 1924, Eggert Óskar, f. 1. júlí 1926, Jakob Gísli, f. 26. nóvember 1928, Guðmundur Stefán, f. 17. apríl 1931, Ingileifur Steinar, f. 21. nóvember 1936, d. 19. febrúar 1989, Jón Þór, f. 1. mars 1939, d. 1. janúar 1978, og Björn Ingi Guðmann, f. 9. september 1940.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Eggert Óskar Þórhallsson (1926) Ánastöðum (1.7.1926 -)

Identifier of related entity

HAH03080

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Eggert Óskar Þórhallsson (1926) Ánastöðum

er systkini

Ingibjörg Þórhallsdóttir (1933-2004) Ánastöðum

Dagsetning tengsla

1933 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Stefán Þórhallsson (1931-2020) Syðri-Ánastöðum (17.4.1931 - 8.10.2020)

Identifier of related entity

HAH04136

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Stefán Þórhallsson (1931-2020) Syðri-Ánastöðum

er systkini

Ingibjörg Þórhallsdóttir (1933-2004) Ánastöðum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01497

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 23.6.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir