Ingibjörg Jónsdóttir (1922-2006)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Ingibjörg Jónsdóttir (1922-2006)

Parallel form(s) of name

  • Ingibjörg Jónsdóttir (1922-2006) Hálsi í Kjós

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

31.12.1922 - 18.11.2006

History

Ingibjörg Jónsdóttir ljósmóðir fæddist á Gemlufalli í Dýrafirði hinn 31. desember 1922. Hún andaðist á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund hinn 18. nóvember síðastliðinn.

Places

Gemlufall í Dýrafirði: Ingibjörg ólst upp á Gemlufalli, ferjustaðnum vestur yfir Dýrafjörð. Í æsku gekk Ingibjörg í öll bústörf ásamt systkinum sínum og foreldrum. Eftir skólagöngu heima í héraði hélt hún til náms í ljósmóðurfræðum og tók embættispróf frá Ljósmæðraskóla Íslands árið 1947. Heima í héraði setti Ingibjörg upp starfsstöð að Gemlufalli og fetaði þannig í fótspor ömmu sinnar Sigríðar Kristínar Jónsdóttur sem var starfandi ljósmóðir í Dýrafirði á árunum 1885 til 1910.

Ingibjörg var húsfreyja að Hálsi í Kjós og stýrði þar stóru heimili allt til ársins 2000 er hún flutti á Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund í Reykjavík. Ingibjörg var alla ævi mjög félagslynd og starfaði fyrir vestan með Ungmennafélagi Mýrarhrepps og síðar með Kvenfélagi Kjósarhrepps. Ingibjörg tók einnig virkan þátt í ýmsum félagstörfum með bónda sínum Gísla og var mikið um gestakomur á heimili þeirra.

Útför Ingibjargar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Legal status

Embættispróf frá Ljósmæðraskóla Íslands árið 1947. Háls í Kjós til 2000: Elliheimilið Grund:

Functions, occupations and activities

Ljósmóðir:

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson bóndi, ferjumaður og símstöðvarstjóri frá Hólum í Þingeyrarhreppi og Ágústa Guðmundsdóttir frá Brekku, einnig í Þingeyrarhreppi.
Systkini Ingibjargar eru Sigríður Kristín, f. 6. október 1917, d. 17. febrúar 1999, gift séra Eiríki J. Eiríkssyni, Nanna Valborg, f. 28. maí 1919, d. 8. júní 1919, Jónína, f. 11. júní 1920, gift Pétri Sigurjónssyni húsasmið, Elín, f. 29. júní 1921, gift Oddi Andréssyni bónda og Guðmundur, f. 7. september 1924, d. 16. ágúst 1983, kvæntur Steinunni Jónsdóttur talsímaverði.
Fóstursystkini Ingibjargar voru Ragnheiður Stefánsdóttir, f. 27. október 1911, d. 28. nóvember 1985, gift Steinþóri Árnasyni og Skúli Sigurðsson, f. 8. september 1932, núverandi bóndi á Gemlufalli, kvæntur Ragnheiði Jónsdóttur.
Árið 1950 giftist Ingibjörg Gísla Andréssyni bónda og hreppstjóra frá Hálsi í Kjós, f. 14. nóvember 1917, d. 1. mars 1987.
Börn þeirra eru:
1) Guðmundur fyrrv. skrifstofumaður, f. 21. september 1950, maki Nína Björnsdóttir, f. 4. júní 1949, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru a) Ingvar Mar, f. 29. mars 1972, d. 1. apríl 1972. b) Gunnar Freyr, f. 11. mars 1974, maki Helma Rut Einarsdóttir. Börn þeirra eru María Nína, f. 9. október 2000 og Aron Atli, f. 27. ágúst 2004. c) Ívar Örn, f. 25. mars 1976. d) Björn Óli, f. 4. júní 1980, maki Ingibjörg Ösp Sigurjónsdóttir. e) Hildur Inga Rós, f. 6. ágúst 1982.
2) Jón bóndi, f. 19. desember 1951, maki Sólrún Þórarinsdóttir, f. 24. janúar 1950. Börn þeirra eru a) Kristín búsett í Finnlandi, f. 3. febrúar 1967, maki Henry Crister Erikson. Börn þeirra eru Sara Viena Erikson, f. 4. mars 1991, Ina Mari Erikson, f. 29. október 1992 og Jón Henrik Erikson, f. 17. janúar 1998. b) Ingibjörg, f. 24. mars 1970, maki Axel Jóhannsson. Sonur þeirra er Jóhann, f. 1. ágúst 2000. c) Þórarinn, f. 22. mars 1971.
3) Halldór, búfræðikandídat búsettur í Noregi, f. 15. júlí 1954, maki Vilborg Sigurðardóttir, f. 15. október 1960. Börn þeirra eru a) Valberg Gunnar Birgisson, f. 22. nóvember 1977, maki Paulina Birgisson. Dóttir þeirra er Julia Casandra Birgisson, f. 2. apríl 2003, b) Sigrún Ólöf Halldórsdóttir, f. 5. janúar 1979, maki Sajed Ali, c) Andrés Kristján Halldórsson, f. 24. júlí 1982, d. 26. júlí 1982, d) Rannveig Ósk Halldórsdóttir, f. 28. maí 1985, maki Torbjörn Dahle, e) Harpa Hrönn Halldórsdóttir, f. 14. apríl 1986, maki Örjan Tveteraas, og f) Gísli Már Halldórsson, f. 15. október 1991.
4) Guðrún hjúkrunarfræðingur, f. 11. febrúar 1956, d. 10. ágúst 1990, maki Sigurður Kristján Runólfsson, f. 4. júní 1952. Börn þeirra eru a) Elvar Gísli, f. 30. desember 1977, d. 26. febrúar 1983 og b) Lilja, f. 14. júlí 1981, maki Kristján Atli Ragnarsson.
5) Ágústa matvælafræðingur, f. 4. janúar 1958. Dóttir hennar er Þórunn Sigurðardóttir, f. 16. ágúst 1980.
6) Sigríður Kristín iðjuþjálfi, f. 29. mars 1959, maki Eysteinn Gústafsson, f. 10. júlí 1954.
7) Gísli Örn búfræðingur, f. 14. maí 1961. Dóttir hans er Inga Guðrún, f. 4. nóvember 1992.
8) Andrés Freyr húsasmíðameistari, f. 2. nóvember 1962, maki Svana Lísa Davíðsdóttir, f. 8. apríl 1960, var áður í sambúð með Ingu Önnu Gunnarsdóttur, f. 13. nóvember 1964. Börn Andrésar og Ingu eru: a) Þóra Björg, f. 27. desember 1983, maki Guðjón Rúnar Sveinsson. Þóra Björg á soninn Andrés Blæ Oddsson, f. 20. febrúar 2003 og saman eiga þau dótturina Ingu Dís Guðjónsdóttur, f. 21. mars 2006, b) Sandra Ýr, f. 28. ágúst 1988. Fyrir átti Svana Lísa börnin Söru Ósk Rodriguez Svönudóttur, f. 16. apríl 1987 og Kristófer Rodriguez Svönuson, f. 8. október 1988.
9) Hjörtur rafiðnfræðingur, f. 25. mars 1965, maki Guðrún Ingadóttir, f. 16. mars 1965. Synir þeirra eru Björgvin, f. 16. júní 1995 og Ingvar, f. 17. júní 1999.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01491

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 23.6.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places