Ingiberg Egilsson (1934-2007) flugvirki Garðabæ

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Ingiberg Egilsson (1934-2007) flugvirki Garðabæ

Hliðstæð nafnaform

  • Ingiberg Hjálmar Egilsson (1934-2007) flugvirki Garðabæ
  • Ingiberg Hjálmar Egilsson flugvirki Garðabæ

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

29.1.1934 - 18.10.2007

Saga

Ingiberg Hjálmar Egilsson flugvirki fæddist í Keflavík 29. janúar 1934. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 18. október 2007.
Ingiberg og Hrönn bjuggu lengstum í Aratúni 34 þar sem þau byggðu hús sitt.
Útför Ingibergs var gerð frá Digraneskirkju 31.10.2007 og hófst athöfnin klukkan 13.

Staðir

Keflavík; Garðabær; Kópavogur:

Réttindi

Þá stundaði hann flugvirkjanám við Spartan School and Aeronautics í Tulsa Oklahoma í Bandaríkjunum 1957 til 1959.

Starfssvið

Lagaheimild

Ingiberg starfaði sem leigubílstjóri á Aðalstöðinni í Keflavík árin 1956 og 1957.
Hann var flugvirki hjá Flugfélagi Íslands frá 1959 til 1971 og flugvélstóri hjá Flugfélaginu og síðar Flugleiðum frá 1971 til 1991. Þá starfaði hann sem flugvirki á viðhaldsdeild Flugleiða á Keflavíkurflugvelli frá 1991 til 2001.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar Ingibergs voru hjónin Egill Eyjólfsson múrarameistari, f. 17. febrúar 1906, d. 19. apríl 1976, og Helga Þórarinsdóttir, f. 1. janúar 1905, d. 17. febrúar 1969. Systkini Ingibergs eru:
1) Jón Árni Egilsson f. 31. ágúst 1927, d. 1. apríl 2006. Rafvirkjameistari, síðast bús. í Reykjavík. Var í Keflavík 1930.
2) Haukur Þórir Egilsson f. 19. mars 1929, d. 16. febrúar 1992. Var í Keflavík 1930. Síðast bús. í Keflavík.
3) Ingibjörg Egilsdóttir f. 4. júlí 1930, d. 17. apríl 1931. Keflavík
4) Kristinn Bjarni Egilsson f. 24. mars 1935 - 5. júlí 2010. Bifvélavirki.
5) Lýdía Guðrún Egilsdóttir f. 22. október 1941.

Ingiberg kvæntist 9. júlí 1960 Hrönn Jóhannsdóttur, f. á Akureyri 1. september 1939. Hún er dóttir hjónanna Ágústu Petru Hinriksdóttur, f. 6. október 1904, d. 12. október 1985 og Jóhanns Jónssonar, f. 27. september 1907, d. 16. janúar 1960. Börn og afkomendur Ingibergs og Hrannar eru:
1) Jóhann Ingibergsson f. 19. nóvember 1960, maki Kristín Andrea Einarsdóttir, f. 17. janúar 1966, dætur þeirra eru Ásdís Erla, f. 25. júlí 1997, og Sigrún Björk, f. 9. maí 2000.
2) Anna Ingibergsdóttir f. 28. mars 1963, maki Ari Jóhannsson, f. 5. apríl 1962.
3) Arna Ingibergsdóttir f. 24. febrúar 1968, maki Eyþór Einar Sigurgeirsson, f. 14. maí 1968, synir þeirra eru Einar Ingi, f. 30. september 1997, Sigurgeir Daði, f. 3. maí 2002, og Bjartur Snær, f. 24. júní 2007.
4) Elfa Ingibergsdóttir f. 4. ágúst 1975, maki Elvar Jónsson, f. 13. september 1973, börn þeirra eru Anna Karen, f. 25. apríl 2001, og Hlynur Freyr, f. 19. ágúst 2004.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Hrönn Jóhannsdóttir (1939) Kópavogi (1.9.1939 -)

Identifier of related entity

HAH05137

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Hrönn Jóhannsdóttir (1939) Kópavogi

er maki

Ingiberg Egilsson (1934-2007) flugvirki Garðabæ

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH05131

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 5.10.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir