Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Húnaver félagsheimili
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1957 -
Saga
Þegar ungmennafélagið var stofnað var húsakostur til samkomuhalds í sveitinni næsta ófullkominn. Þinghúsið í Bólstaðarhlíð var lítið og víðs Ijarri að svara þcim kröfum, sem sýnt var að framtíðin mundi gera til slíkra bygginga.
Voru á þeim árum uppi í sveitinni ýmsar ráðagerðir um stækkun hússins og breytingar. En aðrir vildu byggja nýtt hús og voru ungmennafélagar yfirleitt í þeim flokki. Varð þetta mál Fljótt ofarlega á baugi hjá félaginu, en löng bið varð á raunhæfum aðgerðum. Á sínum fyrstu árum byggði félagið hesthús austan við þinghúsið í Bólstaðarhlíð og afhenti sveitinni að gjöf, svo að menn gætu hýst hesta sína, er þeir kæmu til mannfunda. Var þetta töluvert átak af ungu félagi með lítinn sjóð, þó að breyttir tímar hafi gert þessa Framkvæmd lítils virði. Nokkru fyrir 1950 voru sett lög um félagsheimilasjóð, er miðuðu að þvi að ríkið greiddi 40% kostnaðar við félagsheimilabyggingar. Það varð til þess að mörg sveitarfélög fóru að hraða frambúðarlausn sinna samkomumála. Harðnaði nú áróðurinn fyrir byggingu félagsheimilis í sveitinni um allan helming og voru ungmennafélagar þar framarlega í flokki.
Í nóvember 1951 komu fulltrúar frá Bólstaðarhlíðarhreppi og þremur félögum saman á fund og undirrituðu samvinnusamning um byggingu félagsheimilis. Var Bólstaðarhlíðarhreppur með 1/6 eignarhluta í heimilinu, en U.M.E.B., kvenfélagið og búnaðarfélagið með 1/6 hvert. Framkvæmdir við félagsheimilisbygginguna hófust sumarið 1952 og vorið 1957 var þeim lokið, húsið vígt og gefið nafnið Húnaver.
Alls greiddi U.M.F.B. kr. 150 þús. sem framlag til byggingarinnar, en kostnaður alls var um 2 millj. kr. Ekki þarf að fara í grafgötur með hvaða átak þetta var fyrir fámenna og frekar harðbýla sveit. Ekki var af gildum sjóðum að státa, hvorki hjá sveitarfélaginu sjálfu né einstökum félögum. Það sem gerði gæfumuninn, var samhugur sveitarbúa sjálfra. Þeir vildu skapa félagsstarfsemi sinni starfhæfan grundvöll og kusu þess vegna að leggja á sig nokkrar byrðar, svo að takmarkið mætti nást. Þótt margir haldi því fram og vafalaust stundum með réttu, að félagsheimilin séu tvíeggjað vopn í menningarsókn sveitanna, eru þau ómótmælanlega undirstaða allrar nútíma félagsstarfsemi. Hitt er svo annað mál að margt mætti betur fara í skemmtanalífi nútímans, en afturhvarf til liðins tíma er óhugsandi. Á þessu sviði sem öðru er þýðingarlaust að berjast gegn sinni eigin samtíð. Því aðeins er hægt að hafa áhrif á gang málanna að menn geri sér grein fyrir hvert straumurinn liggur. Síðan Húnaver var reist hefur verið gerður íþrótta- og skeiðvöllur í nágrenni þess í félagi við Hestamannafélagið Óðin.
Staðir
Bólstaðarhlíðarhreppur; Þinghúsið í Bólstaðarhlíð; Bólstaðarhlíð; U.M.E.B; Kvennfélag Bólstaðarhlíðarhrepps; Búnaðarfélag Bólstaðarhlíðarhrepps; Hestamannafélagið Óðinn:
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 19.2.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Guðmundur Paul