Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Hulda Helgadóttir (1930-1995) Reykjavík
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
4.9.1930 - 1.5.1995
Saga
Hulda Helgadóttir var fædd í Vestmannaeyjum 4. september 1930. Hulda fluttist með foreldrum sínum frá Vestmannaeyjum fjögurra vikna gömul, ólst upp og bjó í Reykjavík til dauðadags.
Hún lést í Landakotsspítala 1. maí 1995. Banamein hennar var krabbamein. Útför Huldu fór fram frá Bústaðakirkju 11.5.1995 og hófst athöfnin kl. 13.30. Jarðsett var í Fossvogskirkjugarði.
Staðir
Réttindi
Hulda stundaði nám ásamt Fjólu tvíburasystur sinni í Húsmæðraskólanum á Blönduósi veturinn 1948 og 1949.
Starfssvið
Hún vann á lögfræðiskrifstofu Inga R. Helgasonar í 28 ár, frá 1953 til 1981, og þremur árum betur eftir að Guðjón Ármann Jónsson tók við rekstri skrifstofunnar. Frá árinu 1989 vann Hulda skrifstofustörf hjá Vélalandi hf. Þ. Jónssyni, einkum við bókhald.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar Huldu voru Eyrún Helgadóttir verkakona, f. 16.5. 1891, d. 31.5. 1980, og Helgi Guðmundsson, verkamaður og sjómaður, f. 8.10. 1881, d. 31.3. 1937. Hulda var yngst sex systkina ásamt tvíburasystur sinni Fjólu, Eldri systkini hennar:
1) Guðmundur, f. 6.11. 1911, d. 13.2. 1999, eftirlifandi kona hans er Elsa Guðmundsdóttir, f. 22.7. 1935,
2) Guðlaug, f. 9.11. 1913, d. 8.2. 1988, gift Ragnari Elíassyni, f. 1.11. 1909, d. 13.10. 1991,
3) Sigdór, f. 18.1. 1917, d. 30.3. 2012, kvæntur Guðrúnu Eggertsdóttur, f. 18.2. 1922, d. 7.5. 2010,
4) Ingi Ragnar, f. 29.7. 1924, d. 10.3. 2000, eftirlifandi kona hans er Ragna M. Þorsteins, f. 5.12. 1938.
5) Fjóla Helgadóttir 4.9.1930 - 1.7.2015. Var á Klapparstíg 42, Reykjavík 1930. Var í Reykjavík 1945. Húsfreyja í Reykjavík.
Maður Huldu 27. desember 1969; Pálmi Sigurðsson fyrrverandi flugstjóra, f. 7. mars 1934, og bjuggu þau í Akraseli 6 hér í borg síðan 1974. Þeim varð ekki barna auðið, en Pálmi átti þrjú börn af fyrra hjónabandi og er eitt þeirra á lífi, Sigríður Ósk, f. 18. september 1963, gift Guðlaugi Ágústssyni.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Maintained by
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 26.4.2021
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði 26.4.2021
Íslendingabók
Mbl 11.5.1995. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/198270/?item_num=25&searchid=6d395fdba023e9cca0c9e6c8458d4aeda4aa0532