Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Hulda Gísladóttir (1913-1993)
Hliðstæð nafnaform
- Hulda Gísladóttir (1913-1993) frá Eiríksstöðum
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
8.8.1913 - 14.8.1993
Saga
Hulda Gísladóttir, andaðist á heimili sínu á Sauðárkróki að morgni 14. ágúst, þá nýorðin áttræð. Þótt búast megi við því að maðurinn með ljáinn sé ekki langt undan þegar aldrað fólk á í hlut, þá kom andlát hennar á óvart eins og svo oft vill verða. Helgina áður hafði hún haldið upp á afmæli sitt í Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju af skörungsskap og þangað sóttu hana heim margir ættingjar og vinir. Hulda var fædd á Bólstað í Svartárdal í Húnavatnssýslu. Um tvítugt fluttist Hulda búferlum til Siglufjarðar. Þar giftist hún og stofnaði heimili.
Staðir
Bólstaður í Svartárdal A-Hún.: Siglufjörður: Sauðárkrókur:
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Dóttir hjónanna Gísla Ólafssonar skálds frá Eiríksstöðum í sömu sveit og konu hans Jakobínu Þorleifsdóttur sem ættuð var úr Ísafjarðardjúpi. Hún var elst þriggja barna þeirra, en hin voru Guðrún, sem síðast bjó í Reykjavík en er nú látin, og Ólafur sem býr á Sauðárkróki.
Á Siglufirði giftist hún og stofnaði heimili með Antoni Ingimarssyni sem lengst af var sjómaður á Siglufirði en dvelur á öldrunarheimili á Sauðárkróki. Þau eignuðust fjóra syni en slitu síðar samvistir.
Þrír þeir elstu,
1) Sigurður,
2) Ingimar og
3) Gísli, luku allir iðnnámi og búa á Sauðárkróki.
Yngstur þeirra er
4) Ólafur, bifreiðastjóri í Reykjavík.
Hulda eignaðist síðar tvö börn með Hilmari Jónssyni frá Tungu í Fljótum, þau
5) Hilmar, sem er kjötiðnaðarmeistari á Sauðárkróki, og
6) Sigurlínu sem er hjúkrunarfræðingur í Reykjavík. Hilmar faðir þeirra lést árið 1954 og sama ár flutti Hulda til Sauðárkróks þar sem hún bjó allar götur síðan.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Hulda Gísladóttir (1913-1993)
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 21.6.2017
Tungumál
- íslenska