Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Hrólfur Herbert Jakobsson (1911-1996) Sóllundi Skagaströnd
Hliðstæð nafnaform
- Hrólfur Herbert Jakobsson (1911-1996) Skagaströnd
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
27.4.1911 - 27.12.1996
Saga
Hrólfur Jakobsson var fæddur á Neðri-Þverá í Vesturhópi 27. apríl 1911. Hann lést á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Skagaströnd hinn 27. desember síðastliðinn.
Sigurbjörg móðir hans bjó eitt ár á Neðri-Þverá eftir lát Jakobs en fór með Hrólf til Blönduóss haustið 1923 og gekk hann í barnaskólann þar næsta vetur. Næsta ár var Hrólfur til heimilis á Ánastöðum hjá Þórhalli bróður sínum og var eitthvað í barnaskólanum á Hvammstanga veturinn 1924-1925. Hann fermdist í Kirkjuhvammskirkju vorið 1925 en fór strax eftir fermingu að Geitafelli á Vatnsnesi til Gunnlaugs Skúlasonar og Auðbjargar Jakobsdóttur og var þar í þrjú ár.
Næst lá leið Hrólfs til Skagastrandar og var hann næstu árin til heimilis hjá Helga Gíslasyni föðurbróður sínum og Maríu konu hans og síðar Axel Helgasyni. Eftir að Hrólfur kom til Skagastrandar vandist hann allri algengri vinnu bæði á sjó og landi. Hann fór svo að fara suður til vertíðarstarfa og var fyrstu vertíð sína 1933 í Grindavík. Alls var hann sjö vetrarvertíðir fyrir sunnan, þar af fimm í Vestmannaeyjum. Sjö sumur stundaði hann síldveiðar við Norðurland, fyrst 1935 og síðast 1941. Upp úr þessu fór Hrólfur að vinna við byggingu frystihússins á Hólanesi og vann svo í því húsi til vorsins 1948. Þá hafði hann fengið full fiskmatsréttindi og gerðist verkstjóri í frystihúsi Kaupfélags Skagstrendinga. Hrólfur var svo verkstjóri við það hús til ársloka 1969, að undanteknum þremur árum sem hann vann önnur störf. Þá voru Kaupfélag Skagstrendinga og Kaupfélag Húnvetninga sameinuð. Varð Hrólfur þá starfsmaður þess félags og vann við ýmis afgreiðslustörf þar til hann hætti störfum að fullu árið 1980.
Hrólfur stofnaði heimili með Sigríði Björnsdóttur, f. 14. september 1920. Bjuggu þau fyrst í húsi Björns Þorleifssonar og Vilhelmínu Árnadóttur, en þau voru foreldrar Sigríðar. Þá voru þau nokkur ár í húsi er nefnt var Goðhóll. Þau keyptu svo árið 1952 húsið Sóllund og var þar heimili þeirra þar til Sigríður dó langt um aldur fram 17. júní 1979. Þau Hrólfur og Sigríður eignuðust eina dóttur, Sylvíu, f. 1. september 1943. Maður hennar er Pétur Eggertsson og eiga þau þrjá syni.
Útför Hrólfs fer fram frá kirkjunni á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Staðir
Neðri-Þverá í Vesturhópi: Blönduós: Ánastaðir: Skagaströnd:
Réttindi
Starfssvið
Sjómaður: Fiskmatsmaður:
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru Jakob Gísli Gíslason, f. 20. apríl 1864 á Mástöðum í Vatnsdal, d. 26. mars 1922 á Neðri-Þverá, og Sigurbjörg Árnadóttir, f. 10. júní 1865 á Undirfelli í Vatnsdal, d. á Blönduósi 25. febrúar 1932.
Systkini Hrólfs sem upp komust voru þrettán, níu bræður og þrjár systur. Öll eru þau nú látin nema Ásgeir, f. 15. september 1905. Hin voru Þorlákur, f. 1888, d. 1975, Árni Björn, f. 1889, d. 1938, Ingvar Helgi, f. 1891, d. 1939, Lilja Guðrún, f. 1892, d. 1981, Jórunn, f. 1894, d. 1969, Ágúst Frímann, f. 1895, d. 1984, Þórhallur Lárus, f. 1896, d. 1984, Ingibjörg, f. 1898, d. 1975, Gísli Emil, f. 1900, d. 1988, Guðmann, f. 1902, d. 1934, og Jakob Sigurbjörn, f. 1907, d. 1980.
Hrólfur stofnaði heimili með Sigríði Björnsdóttur, f. 14. september 1920. Bjuggu þau fyrst í húsi Björns Þorleifssonar og Vilhelmínu Árnadóttur, en þau voru foreldrar Sigríðar. Þá voru þau nokkur ár í húsi er nefnt var Goðhóll. Þau keyptu svo árið 1952 húsið Sóllund og var þar heimili þeirra þar til Sigríður dó langt um aldur fram 17. júní 1979.
Þau Hrólfur og Sigríður eignuðust eina dóttur,
Sylvíu, f. 1. september 1943. Maður hennar er Pétur Eggertsson og eiga þau þrjá syni.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Hrólfur Herbert Jakobsson (1911-1996) Sóllundi Skagaströnd
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Hrólfur Herbert Jakobsson (1911-1996) Sóllundi Skagaströnd
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 21.6.2017
Tungumál
- íslenska