Hörður Valdimarsson (1925-2006)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Hörður Valdimarsson (1925-2006)

Hliðstæð nafnaform

  • Hörður Valdimarsson (1925-2006) frá Páfastöðum

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

9.2.1925 - 3.7.2006

Saga

Hörður Valdimarsson fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1925. Hann lést mánudaginn 3. júlí síðastliðinn. Hörður ólst upp í Reykjavík til sjö ára aldurs, þá fluttist hann með foreldrum sínum að Hornbjargsvita þar sem Valdimar var vitavörður frá 1932 til 1936. Guðrún móðir Harðar og þrír bræður hans létust þar í september 1935. Eftir að Valdimar fór frá Hornbjargsvita leystist heimilið upp og fóru systkinin í fóstur. Hörður fór til Holtastaða í Langadal til hjónanna Jónatans Líndal og seinni konu hans, Soffíu Líndal, þar sem hann var til fullorðinsára. Hörður fór til búfræðináms á Hvanneyri í Borgarfirði og lauk því námi 1944. Árið 1950 hóf Hörður störf í lögreglunni í Reykjavík og lauk námi frá Lögregluskólanum 1951. Hörður var varðstjóri í slysarannsóknardeild árið 1971. Hann var kennari við lögregluskólann frá 1968-1972. Hörður starfaði mikið að umferðaröryggismálum og var formaður klúbbsins Öruggur akstur um tíma. Hann var félagi í Lögreglukórnum um langt skeið og í stjórn hans. Árið 1972 fluttu þau hjón austur að Akurhóli þar sem Hörður tók við starfi aðstoðarforstöðumanns við vistheimilið að Gunnarsholti. Þar starfaði hann til ársins 1995 þegar hann fór á eftirlaun. Þau hjón fluttust árið 1999 til Hellu þar sem þau hafa búið síðan. Hörður hefur starfað mikið í Lionshreyfingunni frá því hann fluttist austur, var formaður klúbbsins um tíma, umdæmisstjóri 1981-1982 og fékk heiðursviðurkenningu Melvin Jones árið 1985. Hann starfaði mikið að málefnum aldraðra á Rangárvöllum og var virkur í stjórn þeirra samtaka og varaformaður í þrjú ár.

Staðir

Reykjavík: Hornbjargsviti 1932-1936: Holtastaðir í Langadal: Reykjavík: Akurhóll Rang. 1972: Hella 1999:

Réttindi

Búfræðingur frá Hvanneyri 1944: Lögregluskólinn 1951: Umdæmisstjóri Lions 1981-1982:

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru hjónin Valdimar Stefánsson múrari frá Páfastöðum í Skagafirði, f. 1.8. 1896, d. 25.4. 1988, og Guðrún Vilhjálmsdóttir frá Meiri-Tungu í Holtum, f. 13.2. 1901, d. 2.9. 1935. Hörður var næstelstur af tíu systkinum. Systkini Harðar eru Þráinn, f. 1923, Vilhjálmur, f. 1926, Stefán, f. 1926, látinn, Ásdís, f. 1928, Erla, f. 1929, Hrafnhildur, f. 1931, Stefán Jóhann, f. 1934, Sverrir, f. 1935, látinn, og Haukur, f. 1935, látinn.
Hörður kvæntist hinn 13.2. 1951 Jórunni Erlu Bjarnadóttur, f. í Reykjavík 25.6. 1930. Foreldrar hennar voru hjónin Gyða Guðmundsdóttir, f. 30.7. 1907, d. 25.12. 1992, og Bjarni Guðmundsson, f. 7. 9. 1906, d. 25.10. 1999.
Börn Harðar og Erlu eru:
1) Bjarni Rúnar, f. 14.10. 1950, maki Inga Guðmundsdóttir, f. 28.7. 1952. Synir Bjarna eru Hörður, f. 21.4. 1967, Valur, f. 10.2. 1970, Örvar, f. 4.5. 1973, Þórir 10.4. 1977, og Hlynur, f. 14.3. 1983, d. 5.6. 2002.
2) Guðrún Bryndís, f. 30.10. 1953, maki Sigurður Héðinn Harðarson, f. 16.2. 1963. Synir Guðrúnar eru Árni, f. 10.7. 1971, og Hörður, f. 10.9. 1981.
3) Hafdís Erna, f. 25.4. 1955, maki Frederick Alan Jónsson, f. 30.7. 1950. Börn Hafdísar eru Stefán Bjartur, f. 28.7. 1972, Helga Sonja, f. 16.2. 1975, Íris Gyða, f. 7.3. 1978, Guðmundur Sigurjón, f. 25.1. 1982, og Anton Reynir, f. 10.11. 1993.
4) Logi, f. 21.3. 1957, maki Fjóla Lárusdóttir, f. 30.9. 1957. Börn þeirra eru Auður Erla, f. 27.6. 1974, Lilja, f. 18.3. 1980, og Ari, f. 24.5. 1985. Barnabarnabörnin eru 22.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Vallholt Blönduósi ((1920))

Identifier of related entity

HAH00676

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01468

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 21.6.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir