Hólmfríður Jónasdóttir Pétursson (1879-1971)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Hólmfríður Jónasdóttir Pétursson (1879-1971)

Hliðstæð nafnaform

  • Hólmfríður Jónasdóttir Pétursson (1879-1971) Winnipeg

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

10.6.1879 - 10.3.1971

Saga

Með foreldrum á Hraunkoti, Aðaldal, S-Þing. 1879-93. Fór þaðan til Vesturheims 1893. Prestfrú. Barn í Vesturheimi: Thorvaldur Pétursson, f. 1904, d. 1960. Frú Hólmfríður Pétursson, ekkja drs. Rögnvalds Péturssonar, lézt í Winnipeg 10. marz 91 árs að aldri. Hún fluttist vestur um haf með foreldrum sínum frá Hraunkoti í Aðaldal 1893 og giftist Rögnvaldi Péturssyni 1898. En hann varð síðar prestur Unitara í Winnipeg, ritstjóri Heimis, Heimskringlu og síðar Tímarits þjóðræknisfélagsins og fyrsti forseti þess, í stuttu máli sagt einn allra fremsti leiðtogi íslendinga vestan hafs,og studdi frú Hólmfríður hann jafnan með ráðum og dáð. Dr. Rögnvaldur lézt í Winnipeg 30.janúar 1940. Auk drjúgs framlags til íslenzkra menningarmála vestan hafs gaf frú Hólmfríður og börn hennar, Landsbókasafni íslands merka handrita- og bókagjöf árið 1941, sem skýrt er frá í Árbók safnsins það ár. Síðar — eða um 1960 — stofnaði frú Hólmfríður minningarsjóð Rögnvalds Péturssonar við Háskóla íslands, og hafa þegar margir ríflegir styrkir verið veittir úr honum til rannsókna í íslenzkum fræðum, þeim fræðum, er dr. Rögnvaldur unni um önnur fræði fram.

Staðir

Hraunkot í Aðaldal S-Þing: Winnipeg Kanada:

Réttindi

Starfssvið

Prestfrú:

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01451

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 21.6.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir