Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Hnitbjörg Blönduósi
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1.3.1980
Saga
Hnitbjörg er kjarni átta íbúða í eigu Blönduóssbæjar. Það eru íbúðir fyrir aldraða með sjálfstæða búsetu, án stuðnings. Sveitarfélögin í A-Hún. og Skagaströnd eiga þessar íbúðir saman. Svo er öldrunardeild við heilbrigðisstofnunina á Blönduósi.
Sveitarfélögin veita heimilishjálp og heimsendingu á mat og styðja við félagsstarf aldraðra, en þessi þjónusta er að tilstuðlan byggðasamlagsins. - Heilsugæslustöð á Skagaströnd er nýbyggð, þar er hjúkrunarfræðingur með fasta viðveru og læknir kemur reglulega frá Blönduósi. Dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra, Sæborg, er starfrækt á Skagaströnd. Þar eru níu búseturými og allt að 10 starfsmenn. Óttast er að rýmum verði fækkað vegna niðurskurðar.
Staðir
Blönduós:
Réttindi
Starfssvið
Félags- og tómsundastarf aldraðra á Blönduósi býður eldri borgurum og öryrkjum að koma og stunda félags- og tómstundastarf í kjallara Hnitbjarga, Flúðabakka 4, á mánudögum og fimmtudögum klukkan 14-17. Þjónustan, sem rekin er af Blönduósbæ, stendur til boða fyrir öryrkja og alla þá sem náð hafa 60 ára aldri og búsettir eru á Blönduósi og í Húnavatnshreppi.
Salnum í Hnitbjörgum er skipt upp í tvennt, í öðrum hlutanum er lögð stund á fjölbreytta handavinnu af ýmsum toga, púsl og fleira og getur hver og einn haft eigin handavinnu meðferðis. Í hinum salnum er spiluð vist, bridge, lomber og hvað sem hugur stendur til. Þeir sem spila finna sér spilafélaga og koma sér upp spilahóp. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi sem hver og einn greiðir fyrir. Einnig er ekkert því til fyrirstöðu að fólk komi og kaupi sér kaffi og spjalli í leiðinni við skemmtilegt fólk.
Í tilkynningu frá félags- og tómstundastarfi aldraðra segir: „Tómstundir er mikill og stór þáttur í okkar daglega lífi. Einstaklingum er bæði hollt og gott að hafa eitthvað fyrir stafni og ekki síst fyrir þá sem eru hættir að vinna. Félagsstarf er kjörinn vettvangur til að finna verkefni við hæfi hvers og eins. Það er okkur öllum nauðsynlegt að eiga afþreyingu og rjúfa félagslega einangrun. Það eykur andlega og líkamlega vellíðan.“
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Blö
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 25.2.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
https://www.byggdastofnun.is/static/files/Skyrslur/Samfelag/5.Nordurland_vestra.pdf
https://www.feykir.is/is/frettir/fjolbreytt-starf-i-bodi-fyrir-eldri-borgara-og-oryrkja-a-blonduosi-og-nagrenni
Húnavaka, 1. tölublað (01.05.1981). Blaðsíða 195. Byggingasaga. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6347082