Hjörtur Friðrik Eldjárn Þórarinsson (1920-1996)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Hjörtur Friðrik Eldjárn Þórarinsson (1920-1996)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

24.2.1920 - 1.4.1996

History

Hjörtur E. Þórarinsson fæddist á Tjörn í Svarfaðardal 24. febrúar 1920. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúinu á Akureyri 1. apríl síðastliðinn. Hjörtur varð stúdent frá MA 1940, búfræðikandídat frá Edinborgarháskóla 1944. Hann starfaði sem ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands og Sambandi nautgriparæktenda í Eyjafirði árin 1946-1949 og var kennari við MA 1948 og 1949. Hjörtur var bóndi á Tjörn frá árinu 1950. Hann var kennari, oddviti og hreppstjóri í Svarfaðardalshreppi, varamaður á Alþingi 1963-67, sat í stjórn Búnaðarfélags Íslands frá 1971, og var fulltrúi á Búnaðarþingi og formaður Búnaðarfélags Íslands og heiðursfélagi þess. Þá sat Hjörtur í Náttúruverndarráði 1972-79 og var formaður í stjórn KEA 1972-1988. Hjörtur ritaði greinar í Árbók Ferðafélags Íslands, svo og í afmælisrit Sparisjóðs Svarfdæla og var útgefandi og ritstjóri mánaðarritsins Norðurslóðar sem hefur komið út frá 1977. Hann ritaði afmælisrit Kaupfélags Eyfirðinga og sögu sýslunefnda Eyjafjarðarsýslu sem kom út í tveimur bindum. Hjörtur hlaut Fálkaorðuna fyrir störf að félags- og samvinnumálum. Útför Hjartar var gerð frá Dalvíkurkirkju 6. apríl.

Places

Tjörn í Svarfaðardal:

Legal status

Hjörtur varð stúdent frá MA 1940, búfræðikandídat frá Edinborgarháskóla 1944. Hann starfaði sem ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands og Sambandi nautgriparæktenda í Eyjafirði árin 1946-1949 og var kennari við MA 1948 og 1949.

Functions, occupations and activities

Bóndi og Kennari:

Mandates/sources of authority

Hjörtur ritaði greinar í Árbók Ferðafélags Íslands, svo og í afmælisrit Sparisjóðs Svarfdæla og var útgefandi og ritstjóri mánaðarritsins Norðurslóðar sem hefur komið út frá 1977. Hann ritaði afmælisrit Kaupfélags Eyfirðinga og sögu sýslunefnda Eyjafjarðarsýslu sem kom út í tveimur bindum.

Internal structures/genealogy

Foreldrar Hjartar voru Þórarinn Kr. Eldjárn, bóndi og barnakennari, og kona hans Sigrún Sigurhjartardóttir.
Systkini Hjartar voru Þorbjörg, Kristján Eldjárn, látinn, og Petrína Soffía.
Eftirlifandi eiginkona Hjartar er Sigríður M. Hafstað, f. 19. janúar 1927.
Börn Hjartar og Sigríðar eru:
1) Árni,
2) Þórarinn,
3) Ingibjörg,
4) Sigrún,
5) Steinunn,
6) Kristján og
7) Hjörleifur.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01443

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 20.6.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places