Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Hjálmar Jónsson (1796-1875) Bólu-Hjálmar
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
29.9.1796 - 25.7.1875
History
Bóndi og skáld í Bólu í Akrahr., Skag. Var á Dagverðareyri í Glæsibæjarsókn, Eyj. 1801. Nefndi sig Bólu-Hjálmar.
Hjálmar Jónsson, betur þekktur sem Bólu-Hjálmar, (fæddur á Hallandi í Eyjafirði 29. september 1796, dáinn í Brekkuhúsum[1] skammt frá Víðimýri í Skagafirði 25. júlí 1875) var bóndi og ljóðskáld.
Móðir Hjálmars, Marsibil Semingsdóttir, var heimilislaus þegar hún eignaðist hann, kom að kvöldi dags að Hallandi á Svalbarðsströnd og tók léttasótt um nóttina. Daginn eftir fór vinnukona á Hallandi, Margrét að nafni, með barnið áleiðis til hreppstjórans og bar það í poka. Hún kom við á Dálksstöðum og húsmóðirin þar, ekkja að nafni Sigríður Jónsdóttir, fann svo til með drengnum að hún tók hann í fóstur og ól hann upp til átta ára aldurs. Þá fór hann til föður síns, Jóns Benediktssonar, og ólst þar upp.
Hjálmar flutti að Silfrastöðum í Skagafirði 1820 og kynntist þá konu sinni, Guðnýju Ólafsdóttur á Uppsölum, en mæður þeirra voru systur. Þau bjuggu fyrst á Bakka í Öxnadal en fluttu svo aftur til Skagafjarðar og bjuggu fyrst á Nýjabæ í Austurdal í fimm ár. Árið 1829 fluttu þau að Bólu (Bólstaðargerði) í Blönduhlíð, hjáleigu frá Uppsölum og við þann bæ var Hjálmar jafnan kenndur. Hjálmar var ekki vinsæll í sveitinni og þegar nágrönnunum þótti fé heimtast illa féll grunur á hann og gerðu hreppstjórar þjófaleit hjá þeim hjónum 1838. Þau voru sýknuð af ákærum um sauðaþjófnað ári síðar en hröktust burt frá Bólu. Sauðaþjófnaður var einhver alvarlegasti glæpur bændasamfélagsins og féll Hjálmari kæran mjög þungt.
Guðný dó 1845 og eftir það var Hjálmar í húsmennsku, lengst af í Minni-Akragerði í Blönduhlíð og síðar í Grundargerði þar rétt hjá. Hann bjó við heldur þröngan kost og átti oft í erjum við nágranna sína og orti um þá. Hjálmar var listfengur og oddhagur og hafa varðveist eftir hann fagurlega útskornir gripir. Hann var og fljúgandi hagorður og myndvís í skáldskap sínum. Í ljóðum hans gætir gjarnan biturleika vegna slæmra kjara og ekki vandar hann samferðamönnum sínum alltaf kveðjurnar.
Places
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Bólu-Hjálmar gerðist ágætlega sjálfmenntaður, einkum á forn fræði. Hann var rímnaskáld að hefðbundnum sið en kvað einnig minnisverð og hvassyrt kvæði um samtíð sína og eigin ævi. Frægust eru þar „Þjóðfundarsöngur 1851“ og „Umkvörtun“, þar sem hann kvað um heimasveit sína, Akrahrepp í Skagafirði, og hóf kvæðið með þessu erindi:
Eftir fimmtíu ára dvöl
í Akrahrepp, ég má nú deyja
úr sulti, nakleika, kröm og kvöl.
Kvein mitt ei heyrist, skal því þegja.
Félagsbræður ei finnast þar,
af frjálsum manngæðum lítið eiga,
eru því flestir aumingjar,
en illgjarnir þeir sem betur mega.
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the child of
Hjálmar Jónsson (1796-1875) Bólu-Hjálmar
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the grandchild of
Hjálmar Jónsson (1796-1875) Bólu-Hjálmar
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Partial
Dates of creation, revision and deletion
GPJ skráning 6.5.2020
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði https://is.wikipedia.org/wiki/B%C3%B3lu-Hj%C3%A1lmar