Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Helgafell á Snæfellsnesi
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
(1950)
History
Helgafell er bær og kirkjustaður og samnefnt fell í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Bærinn stendur á Þórsnesi, sunnan Stykkishólms. Þar var löngum stórbýli og á miðöldum var þar munkaklaustur, Helgafellsklaustur.
Helgafell er í landnámi Þórólfs Mostrarskeggs og í Eyrbyggju segir um fellið: „Í því nesi stendur eitt fjall. Á því fjalli hafði Þórólfur svo mikinn átrúnað að þangað skyldi engi maður óþveginn líta og engu skyldi tortíma í fjallinu, hvorki fé né mönnum, nema sjálft gengi í brott. Það fjall kallaði hann Helgafell og trúði að hann mundi þangað fara þá er hann dæi og allir á nesinu hans frændur.“
Þorstein þorskabítur, sonur Þórólfs Mostrarskeggs, byggði fyrstur bæ á Helgafelli. Synir hans voru þeir Börkur digri og Þorgrímur, mágur Gísla Súrssonar, sem Gísli drap. Sonur hans og Þórdísar Súrsdóttur var Snorri goði Þorgrímsson, sem bjó fyrst á Helgafelli og lét gera þar kirkju, en hafði svo jarðaskipti við Guðrúnu Ósvífursdóttur og Ósvífur föður hennar. Bjó Guðrún lengi á Helgafelli, fyrst með fjórða manni sínum, Þorkatli Eyjólfssyni, og síðan lengi ekkja eftir að hann drukknaði.[1]
Munkaklaustur sem stofnað hafði verið í Flatey á Breiðafirði var flutt til Helgafells árið 1184 eða 1185 og var þar mennta- og fræðamiðstöð næstu aldir og voru þar skrifaðar margar bækur. Klaustrið var lagt niður um siðaskipti og var þá auðugast íslenskra klaustra að jarðeignum. Konungur tók jarðirnar undir sig og gerði að léni eða umboði sem leigt var umboðsmönnum. Fyrstu árin var Helgafell aðaljörð umboðsins og það kennt við klaustrið en árið 1565 varð Arnarstapi aðaljörðin og eftir það kallaðist umboðið Stapaumboð.
Kirkjan sem nú er á Helgafelli var byggð árið 1903. Hún á ýmsa góða gripi, þar á meðal kirkjuklukku frá 1545.
Places
Helgafellssveit; Snæfellsnes; Þórsnes; Stykkishólmur; Helgafellsklaustur;
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Vestl
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 19.2.2019
Language(s)
- Icelandic