Helga Þórsdóttir (1927-2008)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Helga Þórsdóttir (1927-2008)

Hliðstæð nafnaform

  • Helga Þórsdóttir (1927-2008) frá Bakka í Svarfaðardal

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

27.4.1927 - 13.8.2008

Saga

Helga Þórsdóttir fæddist á Bakka í Svarfaðardal 27. apríl 1927. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 13. ágúst síðastliðinn. Helga lauk barnaskóla í Svarfaðardal og fór síðan á Kvennaskólann á Blönduósi Þaðan fór hún til Reykjavíkur og menntaði sig í fatasaum hjá Herdísi Guðmundsdóttur og á saumastofunni Kjólnum. Einnig sótti hún nám í Handíðaskóla Íslands og síðar hjá Heimilisiðnaðarskólanum. Veturinn 1951-1952 var hún við nám í Gamleby folkhögskola í Svíþjóð.
Helga byrjaði að kenna hannyrðir 1946, þá við Barnaskólann á Grund í Svarfaðardal en fór síðar að kenna við Húsabakkaskóla í Svarfaðardal og gerði það nánast óslitið til ársins 1976. Alla tíð gerði hún mikið af því að halda saumanámskeið. Íslenski þjóðbúningurinn var henni sérstaklega hugleikinn og saumaði hún marga búninga um ævina og leiðbeindi mörgum við saumaskap á þeim.
Útför Helgu verður gerð frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Jarðsett verður í Tjarnarkirkjugarði.

Staðir

Bakki í Svarfaðardal: Kvsk á Blönduósi: Svíþjóð 1951-1952: Svarfaðardalur:

Réttindi

Nám í Handíðaskóla Íslands og síðar hjá Heimilisiðnaðarskólanum. Veturinn 1951-1952 var hún við nám í Gamleby folkhögskola í Svíþjóð.

Starfssvið

Kennari.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Hún var dóttir Þórs Vilhjálmssonar, f. 13.3. 1893, d. 6.12. 1975 og Engilráðar Sigurðardóttur, f. 1.6. 1896, d. 10.8. 1993. Helga var fjórða í sex systkina hóp en einnig átti hún eina uppeldissystur. Hin voru Kristín, Ósk Filipía, látin, Eva, Rannveig Steinunn, látin, og Vilhjálmur og uppeldissystir þeirra er Anna Gréta Þorbergsdóttir.
Árið 1952 kynnist Helga eiginmanni sínum Ingva K. Baldvinssyni, f. 7.10. 1934 og hófu þau búskap með eigin bústofn á Bakka vorið 1958. Börn þeirra eru
1) Guðrún, f. 12.9. 1956, maður hennar er Ingólfur Jónasson, þau eiga þrjú börn og einn dótturson,
2) Ásrún, f. 24.6. 1961, maður hennar er Arnþór Hjörleifsson, þau eiga þrjú börn,
3) Þór, f. 18.6. 1962, kona hans er Kristín Gunnþórsdóttir, þau eiga þrjá syni, og
4) Sólrún, f. 7.5. 1965, maður hennar er Bessi Freyr Vésteinsson, þau eiga þrjú börn.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01421

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 20.6.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir