Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Helga Jónína Magnúsdóttir (1906-1999)
Hliðstæð nafnaform
- Helga Jónína Magnúsdóttir (1906-1999) Blikastöðum
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
18.6.1906 -
Saga
Húsfreyja að Blikastöðum í Mosfellssveit frá 1942. Í stjórn Ungmennafélagsins Aftureldingar í Mosfellssveit nokkur ár. Formaður Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu 1948-1966. Formaður Kvenfélags Lágafellssóknar 1951-1964. Í varastjórn Kvenfélagasambands Íslands 1953, síðan í aðalstjórn þess og formaður 1963-1977. Kosin í hreppsnefnd 1954 og endurkosin 1958, var þá varaoddviti en tók við oddvitastörfum í ágústmánuði. Síðasti oddviti hreppsins sem hafði öll störf á eigin hendi áður en hreppurinn fékk skrifstofu og sveitarstjóra. Í stjórn Húsmæðrakennaraskóla Íslands í nokkur ár. Kosin í Landsdóm af Alþingi 1969 til 6 ára og endurkosin næsta tímabil. Fálkaorða RF 1970, Stórriddarakross StF 1976. Gullmerki Húsmæðrafélagasambands Svíþjóðar. Heiðursfélagi Kvenfélags Lágafellssóknar og Kvenfélagasambands Íslands.
Staðir
Vesturhópshólar V-Hún: Reykjavík: Kaupmannahöfn: Blikastaðir Mosfellssveit:
Réttindi
Helga var brautskráð frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1924. Verslunarnám við Købmandsskolen í Kaupmannahöfn 1930-¬1931.
Starfssvið
Lagaheimild
Húsfreyja að Blikastöðum í Mosfellssveit frá 1942.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru Þorlákur Magnús Þorláksson bóndi þar, síðar að Blikastöðum í Mosfellssveit, og fyrri kona hans Marsibil Sigurrós Jónsdóttir.
Hinn 18. nóvember 1939 giftist Helga eftirlifandi manni sínum, Sigsteini Pálssyni, f. 16. febrúar 1905. Foreldrar hans voru Páll Þorsteinsson bóndi og hreppstjóri í Tungu í Fáskrúðsfirði og kona hans Elínborg Stefánsdóttir.
Börn þeirra Helgu og Sigsteins eru.
1) Magnús Sigsteinsson, f. 16.4. 1944, maki Marta Sigurðardóttir, f. 18.4. 1948. Börn þeirra eru: Sigurður, f. 18.4. 1970, maki Bjarnheiður Jónsdóttir. Þau eiga tvo syni, Heiðar Snæ og Fannar Þór. Sigsteinn Helgi, f. 15.4. 1973, maki Elín Kristín Guðmundsdóttir. Þau eiga eina dóttur, Jónínu Ósk. Magnús Þór, f. 15.6. 1978 og Helga Kristín, f. 8.12. 1981.
2) Kristín Sigsteinsdóttir, f. 26.8. 1945, maki Grétar Hansson, f. 14.4. 1944. Synir þeirra eru: Sigsteinn Páll, f. 8.11. 1966, maki Stella Stefánsdóttir. Þau eiga eina dóttur, Söru Líf. Ólafur Hans, f. 10.8. 1968, maki Signý Ingadóttir. Þau eiga 2 börn, Dag Inga og Ölmu Kristínu. Grétar Ingi, f. 24.2. 1974.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 19.6.2017
Tungumál
- íslenska