Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Helga Jónsdóttir (1911-1989) frá Ásum
Hliðstæð nafnaform
- Helga Ingibjörg Jónsdóttir (1911-1989) frá Ásum
- Helga Ingibjörg Jónsdóttir frá Ásum
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
2.3.1911 - 1.5.1989
Saga
Helga Ingibjörg Jónsdóttir frá Ásum Fædd 2. mars 1911 Dáin 1. maí 1989. Helga var mjög vel gefin en það varð þó ekkert af langskólanámi. Hún fór í Kvennaskólann á Blönduósi og síðan lá leiðin til Reykjavíkur. Þar lærði hún kjólasaum. Síðan vann hún mikið hjá klæðskerum við saumaskap á einkennisfötum og öðrum vönduðum herrafötum. Hún var mjög vandvirk og þess vegna eftirsóttur starfskraftur. Þegar Sigfús í Heklu stofnaði saumastofuna Íris um 1949 varð Helga þar verkstjóri.
Árið 1959 þegar Helga var komin hátt á fimmtugsaldurinn giftist hún Erlendi Jónssyni. Erlendur var vel greindur, skemmtilegur og einstaklega lífsglaður og ljúfur maður. Hann reyndist Helgu frábærlega vel. Líf Helgu gerbreyttist. Þau fóru saman á dansiböll og í ferðalög, löng og stutt, utan lands og innan. Það var gist í tjaldi ef veður leyfði, annars á hótelum eða hjá kunningjum. Erlendur var mikill laxveiðimaður. Hann var fljótur að koma veiðistöng í hendurnar á Helgu. Hún hreifst með og reyndist góður nemandi. Fljótlega var hún farin að fá'ann líka.
Staðir
Syðri-Langamýri og Ásar A-Hún: Kvsk á Blönduósi: Reykjavík:
Réttindi
Starfssvið
Kjólasaumari:
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Helga Ingibjörg Jónsdóttir var dóttir hjónanna Önnu Jónsdóttur og Jóns Gíslasonar. Var hún frumburður þeirra hjóna. Þau bjuggu þá á Syðri-Löngumýri í Austur-Húnavatnssýslu en fluttu nokkrum árum síðar að Ásum og bjuggu þar sín búskaparár. Jón féll frá langtum aldur fram en Anna dó í Reykjavík 1947.
Helga átti einn bróður sem nú er látinn og þrjár systur og eru tvær þeirra á lífi.
Erlendur átti fjögur börn frá fyrra hjónabandi
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 19.6.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði