Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Haukur Baldvinsson (1948)
Hliðstæð nafnaform
- Haukur Laxdal (1948)
- Haukur Laxdal Baldvinsson
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
24.2.1948 -
Saga
Haukur Laxdal Baldvinsson 24. feb. 1948. Hrossaræktarbóndi í Tungu á Svalbarðsströnd, ókv.
Staðir
Tunga á Svalbarðsströnd;
Réttindi
Laugar; Bændaskólinn á Hvanneyri:
Starfssvið
Ég fór í Laugaskóla og er útskrifaður þaðan með landspróf. Þá er skólagöngu lauk að Laugum lá mín leið að Hvanneyri, á búnaðarskóla, hvar ég lauk búfræðinni á einum vetri, var svonefndur vetrungur, enda stóð hugur minn til búskapar.
Lagaheimild
Fjármark mitt (hrossamark) er vaglskora framan hægra. Haukur Laxdal, Tungu.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Baldvin Ágústsson (Kjörfaðir) 15. feb. 1923 - 10. nóv. 2011 og kona hans 1950; Esther Áslaug Laxdal 25. okt. 1924 - 19. okt. 2005. Bóndi í Tungu á Svalbarðsströnd, síðast bús. á Akureyri, þau skildu 1962.
Barnsmóðir Baldvins; Huldu Kristínu Þorvaldsdóttur, f. 1928, d. 2000. sonur þeirra Ársæll f. 1948.
Árið 1973 giftist Baldvin seinni konu sinni, Regínu Rósmundsdóttur, f. 1923, d. 2009, frá Vestmanneyjum. Þau eignuðust ekki börn saman en fyrir átti Regína fjögur börn. Ívar, Betzý og Eyrúnu Ívarsbörn og yngsta soninn Guðna Ólason.
Systkini Hauks;
1) Helgi Laxdal 1. apríl 1945, Kjörfaðir: Baldvin Ágústsson, kona hans, Inger Lise Laxdal,
2) Birgir Laxdal Baldvinsson 31. maí 1951, skipstjóri og stýrimaður Akureyri, kona hans; Kristjana Kristjánsdóttir,
3) Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15. júlí 1952 sjómaður á Ísafirði og í Vestmanneyjum og iðnrekstrarfræðingur í Reykjavík
4) Grétar Örn Máni Laxdal, bóndi á Valdasteinsstöðum í Bæjarhreppi, kona hans; Áslaug Helga Ólafsdóttir,
Almennt samhengi
í upphafi míns búskapar bjó ég kúabúi en svo fór að veikindi sóttu að mér og ég var farinn að hökta um sem gamalmenni og því leist mér ekki á framhaldið, heilsulaus ungur maður. Á þessum árum, 1973 - 1974, hafði ég byggt stóra hlöðu og teikningar lágu fyrir af fimmtíu kúa fjósi og lánsloforð var fyrir hendi. Ég kippti að mér höndum, byggði ekki, hætti kúabúskap og söðlaði um, fyrst í kartöflurækt og fjárbúskap og síðar hrossabúskap. Á þessum árum var óðaverðbólgan að rjúka upp og vinstri stjórnin fyrri sem sat að völdum, gerði fjölda fólks, sem átti peninga í bönkum eignalaust á fáum árum. Ég er fæddur með þessum gömlu íhaldssömu sjónarmiðum, að eitthvert lag verði að vera á fjármálum og ekkert rugl, en þarna á þessum árum missti ég af lestinni hvað viðkemur veraldlega auðinum.
Ræktunin hófst hér heima í Tungu og fyrsti hesturinn sem ég notaði var Hóla-Blesi. Hann reyndist afskaplega vel.
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 22.9.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
Dagur, 162. tölublað - HelgarDagur (25.08.1990), Blaðsíða 8. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2692138