Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Haraldur Bessason (1931-2009)
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
14.4.1931 - 8.4.2009
Saga
Haraldur Bessason fæddist í Kýrholti í Viðvíkursveit í Skagafirði 14. apríl 1931. Hann lést í Toronto í Kanada 8. apríl sl. Haraldur varð stúdent frá MA 1951 og cand. mag. frá HÍ 1956. Hann var prófessor og deildarformaður íslenskudeildar Manitobaháskóla 1956-1987, forstöðumaður og síðan fyrsti rektor Háskólans á Akureyri 1988-1994; fluttist 2003 til Toronto og stundaði kennslu og ritstörf uns yfir lauk. Haraldur gegndi ótal trúnaðarstörfum í þágu Vestur-Íslendinga, kom að ritstjórn fjölda tímarita (The Icelandic Canadian Magazine 1958-1976; Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi 1959-1969; Scandinavian Studies 1967-1981; Mosaic 1971-1974; Lögberg-Heimskringla 1979-1981) og var upphafsmaður að The University of Manitoba Icelandic Studies Series árið 1972, þar sem birtust m.a. þýðingar á Grágás og Landnámu og greinasafn um eddukvæði. Hann gegndi formennsku í félögum málfræðinga vestra og hélt fjölda fyrirlestra á fræðasviði sínu. Haraldur vann að og stóð fyrir grunnrannsóknum á máli og menningu Vestur-Íslendinga, skrifaði greinar og bókarkafla, m.a. um verk Halldórs Laxness í European Writers. The Twentieth Century (1990), þýddi A History of the Old Icelandic Commonwealth (1974) eftir Jón Jóhannesson, og ritstýrði (ásamt Baldri Hafstað) geinasöfnunum Heiðin minni (1999), og Úr manna minnum (2002). Sagnalist Haralds birtist í Bréfum til Brands (1999), og Dagstund á Fort Garry (2007). Væntanlegt er safn greina eftir Harald sem félagar við HA standa fyrir. Haraldur Bessason hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu og varð heiðursfélagi Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi 1972; heiðursfélagi Íslendingadagsnefndar í Manitoba og heiðursborgari Winnipeg 1987; heiðursdoktor við Manitobaháskóla 1990 og við HA 1999.Haralds Bessasonar verður minnst í dag í útfararstofu Neil Bardal Inc. í Winnipeg og í Toronto hinn 9. maí. Minningarathafnir verða í Akureyrarkirkju og í Áskirkju í Reykjavík í dag, 25. apríl, kl. 13.
Staðir
Kýrholt í Viðvíkursveit: Akureyri: Reykjavík: Toronto Kanada:
Réttindi
Stúdent frá MA 1951: cand. mag. frá HÍ 1956: :Prófessor og deildarformaður íslenskudeildar Manitobaháskóla 1956-1987: Forstöðumaður og síðan fyrsti rektor Háskólans á Akureyri 1988-1994: Fluttist 2003 til Toronto og stundaði kennslu og ritstörf uns yfir lauk.
Haraldur gegndi ótal trúnaðarstörfum í þágu Vestur-Íslendinga, kom að ritstjórn fjölda tímarita (The Icelandic Canadian Magazine 1958-1976; Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi 1959-1969; Scandinavian Studies 1967-1981; Mosaic 1971-1974; Lögberg-Heimskringla 1979-1981) og var upphafsmaður að The University of Manitoba Icelandic Studies Series árið 1972, þar sem birtust m.a. þýðingar á Grágás og Landnámu og greinasafn um Eddukvæði.
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar: Elinborg Björnsdóttir kennari, f. 1886, d. 1942, og Bessi Gíslason hreppstjóri, f. 1894, d. 1978.
Systkin: Björn endurskoðandi á Akureyri, f. 1916, d. 1979, Margrét Bessadóttir Fjeldsted húsmóðir í Reykjavík, f. 1918, d. 1979, og Gísli bóndi í Kýrholti, f. 1920.
Hálfsystur samfeðra:
1) Elinborg, f. 1945, d. 1946, og
2) Elinborg húsmóðir í Hofsstaðaseli í Skagafirði, f. 1947.
Fyrri kona Haralds var Ásgerður, f. 1933, d. 1988, dóttir Haralds Ágústssonar stórkaupmanns og Steinunnar Helgadóttur. Dætur þeirra Haralds:
1) Steinunn Bessason listfræðingur, f. 1954, búsett á Gimli;
2) Elinborg Berry innanhússarkitekt, f. 1956, búsett í Calgary; og
3) Kristín Nabess kerfisfræðingur, f. 1960, búsett í Winnipeg.
Seinni kona Haralds er Margrét kennari, f. 1944, dóttir Björgvins Magnússonar pípulagningamanns og Kristínar Pétursdóttur skipsþernu. Dóttir þeirra Haralds: Sigrún Stella Haraldsdóttir háskólanemi og söngkona, f. 1979, búsett í Toronto.
Börn Margrétar af fyrra hjónabandi:
1) Guðrún Ólafsdóttir leirlistakona, f. 1965 og
2) Brandur Ólafsson fjármálastjóri, f. 1967, bæði í Toronto.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Haraldur Bessason (1931-2009)
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 23.5.2017
Tungumál
- íslenska