Haraldur Á Sigurðsson (1901-1984) Leikari

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Haraldur Á Sigurðsson (1901-1984) Leikari

Hliðstæð nafnaform

  • Haraldur Ásgeirsson Sigurðsson (1901-1984) Leikari

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

22.11.1901 - 19.11.1984

Saga

Haraldur Ásgeirsson Sigurðsson 22. nóv. 1901 - 19. nóv. 1984. Verslunareigandi og einn þekktasti leikari landsins. Var í Reykjavík 1910. Leikari í Reykjavík 1945.
Haraldur Ásgeirsson Sigurðsson, leikari og stórkaupmaður, fæddist í Reykjavík 22. nóvember 1901. Hann var sonur Ásgeirs Sigurðssonar, stórkaupmanns í versluninni Edinborg i Reykjavík og ræðismanns, og Þórdísar Hafliðadóttur húsmóður. Haraldur var afi Inger Önnu Aikman dagskrárgerðarmanns.

Haraldur var lengst af i góðum holdum og nýtti sér það óspart á sviðinu. Hann var leikari af guðs náð enda átti hann það til að breyta rullunni sinni fyrirvaralaust. Hann lést 1984.

Staðir

Reykjavík
Litla-Drageyri

Réttindi

Starfssvið

Haraldur gerðist ungur meðeigandi í heildverslun föður síns og starfrækti hana lengst af. En þrátt fyrir annasamt starfí heimi viðskiptanna var Haraldur Á. fyrst og fremst leikari í hugum Reykvíkinga. Hann hóf ungur að leika hjá Leikfélagi Reykjavíkur, lék þar í fyrstu revíunni, Spánskar nætur, 1924 og var, ásamt vini sínum, Alfreð Andréssyni, langvinsælasti karlgamanleikarinn hér á landi á fjórða og fimmta áratugnum. Þeir léku í fjölda gamanleikja og revía hjá Iðnó og voru ómissandi í revíuleikhúsinu Fjalakettinum og síðan Bláu stjömunni i Sjálfstæðishúsinu á fimmta áratugnum ásamt leikkonunum Áróru Halldórsdóttur, Nínu Sveinsdóttur og Emilíu Jónasdóttur. Þá samdi Haraldur revíur og gamanþætti, s.s. Holdið er veikt, Blátt blóð og revíuna frægu, Fomar dyggðir, og notaði þá stundum dulnefnið Hans klaufi.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar; Ásgeir Þorsteinn Sigurðsson 28. sept. 1864 - 26. sept. 1935. Kaupmaður og konsúll í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Kaupmaður á Suðurgötu 12, Reykjavík 1930 og Þórdís Hafliðadóttir 26. jan. 1883 - 26. ágúst 1907. Var á Laufásvegi, Reykjavík. 1901.
Kona Ásgeirs; Amalía Oliver Sigurðsson 7. júlí 1868 - 18. des. 1931. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Suðurgötu 12, Reykjavík 1930. Fædd Oliver.
Systkini samfeðra;
1) Ásgeir Sigurður Ásgeirsson 17. júlí 1896 - 9. júlí 1913. Var á Suðurgötu, Reykjavík. 1901.
2) Walter Gilbert Oliver Sigurðsson 1. júní 1903 - 16. okt. 1932. Var í Reykjavík 1910. Verslunarmaður.

Fyrri kona hans 1927; Inga Magnea Jóhannesdóttir 5. nóv. 1904 - 11. apríl 1995. Var í Reykjavík 1910. Leikkona. Seinni maður hennar; Magnús Ágústsson 11. feb. 1901 - 14. mars 1987. Héraðslæknir í Hveragerði.
Seinni kona 6.6.1939; Guðrún Ólafía Hjálmsdóttir Sigurðsson 8. júní 1909 - 7. feb. 1994. Húsfreyja í Reykjavík 1945.

Dóttir hans og Guðrúnar;
1) Þórdís Friðrikka Sigurðsson Aikman 3. ágúst 1941. Maður hennar; John K Aikman 13. jan. 1939 - 3. ágúst 2002. Forstjóri. Faðir: Andrew Aikman, f. 8.2.1912, d. 7.9.1961, kaupmaður í Edinborg. Dóttir þeirra; Inger Anna Aikman 24. jan. 1964, útvarpsmaður.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH04813

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 15.10.2022

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði 15.10.2022
Íslendingabók
Dv 22.11.2000. https://timarit.is/page/3039037?iabr=on
mbl 29.11.1984. https://timarit.is/page/1601649?iabr=on

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir