Hannes Þorvarðarson (1829-1890) Forsæludal ov

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Hannes Þorvarðarson (1829-1890) Forsæludal ov

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

12.2.1829 - 7.5.1890

Saga

Hannes Þorvarðarson 12. feb. 1829 - 7. maí 1890. Var í Miðdal, Miðdalssókn, Árn. 1845. Bóndi í Saurbæ, Grímstungusókn, Hún. 1860. Bóndi á Orrastöðum á Ásum 1861. Bóndi í Forsæludal, Grímstungusókn, Hún. 1870 og 1880. Bóndi á Skarðshömrum í Norðurárdal, einnig á Haukagili í Vatnsdal. Í Borgf. segir: „Gildur bóndi og góður búþegn, naut trausts sveitunga sinna og þótti hjálpsamur og tillögugóður.“

Staðir

Miðdalur Laugarvatni
Saurbær í Vatnsdal
Orrastaðir
Haukagil
Forsæludalur
Skarðshamrar

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Þorvarður Jónsson rommbelgur 12. júní 1798 - 27. sept. 1869. Aðstoðarprestur í Fagranesi á Reykjaströnd, Skag. 1823-1824 og á Breiðabólsstað í Vesturhópi, Hún. 1825-1834. Prestur á Hofi á Skagaströnd, Hún. 1834-1841, í Miðdal í Laugardal, Árn. 1841-1847, í Holti undir Eyjafjöllum, Rang. 1847-1862 og síðar í Prestbakka á Síðu, Skaft. frá 1862 til dauðadags. Var á Myrká, Myrkársókn, Eyj. 1801. Aðstoðarprestur á Breiðabólstað í Vesturhópi 1829. Góður ræðumaður, en drykkfelldur og kvenhollur og kona hans 12.10.1825; Anna Skúladóttir 4. nóv. 1797 - 16. apríl 1848. Var á Stóruborg, Breiðabólstaðarsókn í Vesturhópi, Hún. 1801. Var á Stóru-Borg, Breiðabólsstaðasókn, Hún. 1819. Húsfreyja á Hofi, Hofssókn, Hún. 1835. Húsfreyja í Miðdal, Miðdalssókn, Árn. 1845.
Barnsmóðir1, 11.11.1822 ; Benónýja Sigurðardóttir 1792 - 26.12.1846. Fósturbarn á Litlu-Giljá, Þingeyrasókn, Hún. 1801. Vinnukona á Böðvarshólum, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1835. Vinnukona á Breiðabólsstað í Vesturhópi, en síðast á Sauðadalsá.
Barnsmóðir2, 1829 Guðrún Bjarnadóttir 1805. Ógift vinnukona á Breiðabólstað í Vesturhópi um 1829. Bústýra á Vakurstöðum, Spákonufellssókn, Hún. 1835. Húsfreyja í Saurum, Hofssókn, Hún. 1845. Einnig húsfreyja á Höfðahólum.
Kona 2 24.11.1848; Sigríður Pálsdóttir 8.7.1819 - 30.10.1854. Vinnukona í Reykjavík 1845. Prestsfrú.
Kona 3, 19.1.1859; Valgerður Bjarnadóttir 12.10.1829 - 3.7.1895. Húsfreyja í Eyvakoti og Garðbæ á Eyrarbakka. Var á Árbæ, Hólssókn, Ís. 1835. Prestsekkja á Fossi, Kirkjubæjarklausturssókn, V-Skaft. 1870.

Systkini
1) Kristín Guðmundsdóttir 18.11.1822. Flutti 1833 með fósturforeldrum sínum eða föður og fósturmóður frá Breiðabólsstað í Vesturhópi að Hofi á Skagaströnd. Fósturbarn á Hofi, Hofssókn, Hún. 1835 og fermd þaðan 1836. Var enn á Hofi 1840 en fór þaðan að Skeggstöðum í Svartárdal 1841. Vinnuhjú í Stóradal, Svínavatnssókn, Hún. 1845. Húsfreyja í Hvammi, Holtastaðasókn, Hún. 1860. Kristín var skrifuð Guðmundsdóttir og kennd Guðmundi Jónssyni, vinnumanni á Breiðabólstað í Vesturhópi, en mun hafa verið laundóttir Þorvarðar skv. Nt.JÞ og ólst að hluta til upp hjá honum. Maður hennar; Hans Natansson 9.8.1816, Hvammi í Langadal
2) Jón Þorvarðarson 26.8.1826 - 10.11.1866. Fósturbarn á Breiðabólstað, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1835. Var í Skálanum, Bessastaðasókn, Gull. 1845. Prestur í Breiðavíkurþingum, Snæf. 1852-1854, í Hvammi í Norðurárdal, Mýr. 1854-1858, í Görðum á Akranesi, Borg. 1858-1862 og síðast í Reykholti í Reykholtsdal, Borg. frá 1862 til dauðadags. Prófastur í Borgarfjarðarprófastsdæmi 1859-1866. Kona hans 1.9.1850; Guðríður Skaftadóttir 21.10.1830 - 2.4.1867. Húsfreyja í Reykholti. Var í Reykjavík 1835. Var í Reykjavík 1845. Fósturbarn í Laugarnesi 1845. Prófastsfrú í Görðum, Garðasókn, Borg. 1860.
3) Skúli Þorvarðarson 3.7.1831 - 4.7.1909. Var á Hofi, Hofssókn, Hún. 1835. Bóndi og alþingismaður á Miðgrund og Fitjamýri undir Eyjafjöllum, síðar á Berghyl í Hrunamannahrepp og síðast á Austurey í Laugardal. Bm 2.10.1850; Guðrún Tómasdóttir 17.1.1828 sk - 16.7.1895. Var í Ásólfsskála, Holtssókn, Rang. 1835. Vinnuhjú í Haga, Hagasókn, Rang. 1845. Vinnukona í Holti, Holtssókn, Rang. 1850. Húsfreyja í Varmahlíð, Holtssókn, Rang. 1860 og 1870. Húsfreyja á Leirum, Eyvindarhólasókn, Rang. 1890. Kona hans 28.1.1859; Elín Helgadóttir 31.5.1838 - 15.11.1907. Húsfreyja á Miðgrund og Fitjamýri undir Eyjafjöllum, síðar á Berghyl, Hrunamannahr. og síðast á Austurey í Laugardal.
4) Margrét Magnúsdóttir 1829 - fyrir 1890. Var á Vakurstöðum, Spákonufellssókn, Hún. 1835. Vinnuhjú á Neðri-Torfastöðum, Staðarbakkasókn, Hún. 1845. Húsfreyja á Þorbjargarstöðum á Laxárdal ytri, Skag. og á Barði í Norðurárdal, A-Hún. Var á Króki, Hofssókn, Hún. 1860. Síðar húskona og bústýra víða. Var á Herjólfsstöðum í Laxárdal 1871. Í Skagf. segir að flestir hafi álitið að Þorvarður Jónsson f. 1798, prestur á Hofi á Skagaströnd, hafi verið faðir Margrétar en hún var þó skrifuð Magnúsdóttir. Maður hennar 1854: Kristján stutti Kristjánsson 6.7.1825 - 30.1.1885. Bóndi á Gvendarstöðum á Staðarfjöllum, Skag., Skeggjastöðum, Hún. og víðar. Vinnuhjú í Króki, Hofssókn, Hún. 1845. Búandi á Selhólum, Fagranessókn, Skag. 1860. Bóndi á Skeggjastöðum, Hofssókn, Hún. 1870. Húsbóndi í Króksseli, Hofssókn, Hún. 1880. Maður hennar 20.11.1854; Benedikt stóri Benediktsson 1831 - 1906. Bóndi á Þorbjargarstöðum í Laxárdal ytri, Skag. og á Barði í Norðurárdal, A-Hún. Bóndi í Króki á Skagaströnd. Fór þaðan til Vesturheims 1894.
5) Anna Þorvarðardóttir 31.5.1853 - 12.2.1915. Húsfreyja í Eyvindarholti, síðar í Reykjavík. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Maður hennar 26.4.1885; Sighvatur Árnason 29.11.1823 - 20.7.1911. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Bóndi í Eyvindarholti 1843-1901, síðar í Reykjavík. Alþingismaður. Var í Ystaskála, Holtssókn, Rang. 1835.
6) Kristófer Þorvarðarson 30.10.1854 - 5.5.1893. Var í Holtsstað, Holtssókn, Rang. 1860. Bóndi og póstur á Breiðabólsstað á Síðu. Drukknaði í Svínavatni.
Kona hans 1.8.1878; Rannveig Jónsdóttir 20.12.1860 - 12.2.1939. Var í Holtsstað, Holtssókn, Rang. 1860. Bóndi og póstur á Breiðabólsstað á Síðu. Drukknaði í Svínavatni.
7) Sigríður Þorvarðardóttir 12.10.1857 - 12.1.1918. Bústýra í Sandaseli, Langholtssókn, Skaft. 1910. Seinna húsfreyja á sama stað. Maður hennar; Bjarni Jónsson 11.9.1859 - 5.1.1913. Vinnumaður í Sandaseli, Langholtssókn, Skaft. 1910. Bóndi á sama stað.
8) Helga María Þorvarðardóttir 1.2.1862 - 8.6.1937. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Hverfisgötu 70 a, Reykjavík 1930. Ljósmóðir og húsfreyja í Holti á Kjalarnesi og síðar í Reykjavík. Sögð húsfreyja í Garðbæ á Eyrarbakka, síðar í Bakkakoti á Kjalarnesi, í V-Skaft. M1 1883, Ólafur Bjarnason 26.12.1850 - 19.3.1932. Söðlasmíðameistari og bóndi í Smjördala-Norðurkoti í Sandvíkurhr., Árn., og á Eyrarbakka, síðar Reykjavík. M2, 1897; Gísli Halldórsson 8.10.1869 - 29.3.1946. Bóndi í Holti, Kjalarneshr., síðar trésmíðameistari og byggingameistari í Reykjavík.
9) Jón Þorvarðarson Reykjalín 11.10.1868 - 1.7.1941. Var á Fossi, Kirkjubæjarklausturssókn, V-Skaft. 1870. Fór til Kanada 1905, var þar fyrst i Winnipeg en svo í Selkirk í nær 30 ár. Bm 29.12.1895; Elín Gísladóttir 1.5.1868 - 12.2.1931. Var í Reykjavík 1910. Sjúklingur á Kleppsspítala eldri, Reykjavík 1930. Ekkja.

Fyrri kona hans 4.10.1853; Hólmfríður Jónsdóttir 30.8.1832 - 4.7.1887. Var á Þórormstungu, Grímstungusókn, Hún. 1835. Sennilega sú sem var á Haukagili, Grímstungusókn, Hún. 1845. Húsfreyja í Forsæludal, Grímstungusókn, Hún. 1870 og 1880. Húsfreyja á Skarðshömrum í Norðurárdal.
Seinni kona hans; Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir 1. jan. 1848 - 21. mars 1917. Húsfreyja á Mýrum. Húsmóðir í Haukagili, Undirfellssókn, Hún. 1901.

Börn hans;
1) Anna Hannesdóttir 18. sept. 1857 - 31. maí 1908. Var í Saurbæ, Grímstungusókn, Hún. 1860. Þerna á Sjúkrahúsinu, Reykjavík 1880. Fór til Vesturheims 1888 frá Haukagili, Áshreppi, Hún. Húsfreyja á ýmsum stöðum í Manitoba og Saskatchewan, Kanada. Var í Birtle, Marquette, Manitoba, Kanada 1901. Var í Humboldt, Saskatchewan, Kanada 1906. Barn: Guðbjörg Ingibjörg Líndal, f. 30.10.1891 í Kanada, gift Jóni Magnússyni, f. 1.10.1886.
2) Sigríður Ingibjörg Hannesdóttir 26.6.1860 - 5.11.1944. Húsfreyja á Kistu, Vesturhópshólasókn, Hún. 1901. Húskona á Kistu, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930, maki; Jónas Jóhannsson 23.5.1866 - 2.11.1928. Var í Saurbæ, Grímstungusókn, Hún. 1870. Var á Kistu, Vesturhópshólasókn, Hún. 1880. Bóndi á Kistu, Vesturhópshólasókn, Hún. 1901.
3) Skúli Hannesson 19. ágúst 1861 - 11. ágúst 1872. Var í Forsæludal, Grímstungusókn, Hún. 1870.
4) Jón Hannesson 14.10.1862 - 28.7.1949. Bóndi í Þórormstungu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Þórormstungu. Kona hans 5.1.1893; Ásta Margrét Bjarnadóttir 12.6.1864 - 22.1.1952. Var í Þórormstungu, Grímstungusókn, Hún. 1870. Húsfreyja í Þórormstungu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Þórormstungu. Skv. Vesturfaraskrá fór hún til Vesturheims 1884 frá Þórormstungu, Áshreppi, Hún.
5) Guðrún Hannesdóttir Harold 9. des. 1863 - 24. apríl 1956. Var í Forsæludal, Grímstungusókn, A-Hún. 1870 og 1880. Fór til Vesturheims 1884 frá Haukagili, Áshreppi, Hún. Bús. í Parry Sound, Ontario, Kanada. Var í North Trout St, Qu Appelle, Saskatchewan, Kanada 1911. Ekkja í Hanover, Grafton, New Hampshire, USA 1940.
6) Kristín Hannesdóttir 23. ágúst 1865 - 2. feb. 1874. Var í Forsæludal, Grímstungusókn, A-Hún. 1870.
7) Hannes Hannesson 1. okt. 1866 - 11. nóv. 1954. Bóndi á Ytra-Felli á Fellsströnd, Dal. 1908-14. Bjó í Haga í Staðarsveit. Bóndi í Dældarkoti, Helgafellssókn, Snæf. 1920 og 1930. „Skáldmæltur“, segir í Dalamönnum.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Jórunn Lindal (1895-1941) Winnipeg Kanada (9.2.1895 - 1.11.1941)

Identifier of related entity

HAH05487

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1918

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH04791

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 7.10.2022

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði 7.10.2022
Íslendingabók

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir