Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Hannes Jónsson (1880-1968)
Hliðstæð nafnaform
- Hannes Jónsson á Núpsstað
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
13.1.1880- 29.8.1968
Saga
Hannes var fæddur að Núpsstað 13. janúar 1880 og bjó þar alla sína tíð þar til hann lézt þann 29. ágúst síðastl.
Núpsstaður er austasti bærinn í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann stendur fallega í stóru sléttu en hallandi túni. Bærinn snýr til suður. Bæjarhúsin eru sum forn, einkum munu smíöjan og skemman vera gömul. Íbúðarhúsið er miklu yngra. Langelzta byggingin á staðnum er trúlega gamla bænhúsið, sem stendur austanvert við bæjarhúsin í miðjum kirkjugaröi. Til Forna hét Núpsstaður ,,at Lómagnúp", og er það ofur auðskiliö, því að fjallið mikla, sem rís mót himni einum þrem kílómetrum austan við bæinn, snarbratt og tignarlegt, setur svip sinn á allt þetta hérað, svo langt sem séð verður, hvort heldur er að austan eða vestan. Þó er þarna ærin glæst og reisnarleg fjallsýn. Þessi einstæði fjallrisi, sem rís þverhníptur upp af Skeiðarársandi er eitt frægasta fjall á Íslandi.—
Staðir
Núpsstaður í Flótshverfi Skaft:
Réttindi
Starfssvið
Bóndi og Landpóstur:
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Faðir Hannesar var Jón Jónsson (1856-1932) póstur og móðir hans Margrét Eyjólfsdóttir (1864-1882). Hún eignaöist Hannes aðeins 15 ára og mun vafalítið hafa verið ein af yngstu mæðrum Íslands sinnar tíðar. Foreldrar hans vildu giftast, en fengu því ekki framgengt gegn vilja Eyjólfs, föður Margrétar, sem hafði fyrirhugað henni annað mannsefni, en ekkert varð heldur úr þeim ráðahag, því að hún lézt úr mislingum, aöeins tveim árum eftir fæðingu Hannesar.
Kvæntur var hann Þórönnu Þórarinsdóttur (1886-1972) úr Meðallandi, og eignuðust þau hjón tíu börn.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
23.5.2017
Tungumál
- íslenska