Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Hannes Guðlaugsson (1955-2002)
Hliðstæð nafnaform
- Hannes Guðlaugsson
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
6.12.1955 - 23.9.2002
Saga
Hannes Einar Guðlaugsson fæddist í Reykjavík 6. desember 1955. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 23. september 2002.
Hannes ólst upp í Reykjavík og lauk landsprófi í Vogaskóla. Hann brautskráðist vélvirki og 2. stigs vélstjóri, nam við Vélskóla Íslands og Iðnskólann í Reykjavík. Hannes var við störf hjá kaupfélaginu á Blönduósi á árunum 1974 til 1987. Hann fluttist aftur til Reykjavíkur 1990. Frá árinu 1987 til ágúst 2002 starfaði hann hjá Vélum og þjónustu í Reykjavík. Frá ágúst 2002 starfaði hann hjá RÁS, bifreiða- og vélaverkstæði í Hafnarfirði.
Staðir
Reykjavík; Blönduós; Reykjavík:
Réttindi
Vélvirki og 2. stigs vélstjóri, nam við Vélskóla Íslands og Iðnskólann í Reykjavík.
Starfssvið
Starfaði í Vélsmiðjunni.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans eru Ingunn Ingvarsdóttir, f. 5. febrúar 1929, og Guðlaugur Hannesson, f. 21. september 1925, d. 15. febrúar 1994.
Bróðir Hannesar er;
1) Ingvar Þór Bjarnason, f. 7. janúar 1950, og hans kona er Catherine Bjarnason. Börn þeirra eru Steinar Stewart, Ingvar Ian og Alexander.
Hannes kvæntist 4. maí 1974 G. Steinunni Kristófersdóttur, f. 2. september 1956. Foreldrar hennar voru Kristófer Sturluson, f. 22. febrúar 1925, d. 7. desember 1979, og Anna Halldórsdóttir, f. 19. ágúst 1921, d. 4. nóvember 1997.
Börn Hannesar og Steinunar eru:
1) Guðlaugur Hannesson, f. 4. mars 1975, maki Ásta Huld Eiríksdóttir, börn þeirra eru Fannar Þór Gíslason (fóstursonur), f. 19. mars 1994, og Hrafnhildur Guðlaugsdóttir, f. 3. desember 1996.
2) Kristófer Hannesson, f. 7. apríl 1980.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 29.5.2019
Tungumál
- íslenska