Hannes Einarsson (1895-1940) Stýrimaður Reykjavík

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Hannes Einarsson (1895-1940) Stýrimaður Reykjavík

Hliðstæð nafnaform

  • Hannes Sigurður Einarsson (1895-1940) Stýrimaður Reykjavík

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

19.9.1895 - 18.10.1940

Saga

Hannes var fæddur 19.9.1895 [19. september 1896 skv minningargrein] að Höfðahólum á Skagaströnd. Þar ólst hann upp með foreldrum sínum, og lengst af á Blöndubakka í Refasveit, en þar bjuggu þau mörg ár. Snemma mátti sjá góðar gáfur Hannesar, einbeittan vilja og ósjerhlífni. Rækti hann öll störf sín af mesta kappi og skyldurækni, var hann og hinn mesti þrekmaður.

Hann andaðist á Landsspítalanum 18. okt. 1940 eftir margra mánaða legu afar þunga og harða. Jarðarför hans fór fram frá Dómkirkjnnni 2. nóv kl. 11 árd.

Staðir

Höfðahólar
Blöndubakki
Reykjavík

Réttindi

Starfssvið

Hannes gerði sjómensku að lífsstarfi sínu, og rækti það af hinni mestu snild, var hann og einn þeirra manna, er óx við hverja raun.

Lagaheimild

"Jeg set hjer litla frásögn um eitt atvik í lífi Hannesar. Fyrir allmörgum árum auglýsti Kveldúlfur eftir duglegum mönnum nokkrum, er vildu gefa kost á sjer til sjerstakrar veiðifarar, mig minnir vestur að Newfoundland. Skyldi þessir menn mæta dag einn kl. 9 að morgni niður við Kveldúlfshús, gekk jeg þangað með Hannesi, og mun hann hafa orðið fyrstur umsækjenda. Hittum við þar einn Thorsbræðra, mig minnir Kjartan, kynti jeg þá, en Hannes Ijet uppi erindi sitt. Mælti þá Thors til mín: Maður þarf ekki annað en sjá þenna mann. Er þetta gott dæmi þess hvernig Hannes bar garpsskap sinn með sjer. — Hitt vitum við, er þektum Hannes best, að hann var ekki miður fullkominn að drenglyndi, vinfestu og ættrækni. Þau hjón áttu eina dóttur, og er hún innan fermingaraldurs. Faðir Hannesar, Einar Jónsson, er enn á lífi nál. 79 ára. Hann er á Blönduósi og sækir sjó á trillubát sínum enn í dag á við hvern annan. — Kemur Einari nú vel þrek hans, er aldrei hefir brugðist honum, því raun hans er þung."

Árni Árnason (frá Höfðahólum).

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar; Einar Jónsson 27. janúar 1862 - 6. maí 1944. Bóndi á Blöndubakka og síðar á Fögruvöllum á Blönduósi 1920 og sambýliskona hans; Margrét Sesselja Björnsdóttir 28. jan. 1861 - 17. mars 1929. Húsfreyja á Blöndubakka.

Systkini;
1) Jón Ágúst Einarsson 1. ágúst 1894 - 15. maí 1965 Sjómaður í Reykjavík 1945. Bryti. Kona hans; Björg Jóna Guðmundsdóttir 7. maí 1899 - 15. nóvember 1981 Var á Lambastöðum, Gerðahr., Gull. 1910. Húsfreyja í Bergstaðastræti 81, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Jónas Ragnar Einarsson 11. mars 1898 - 26. ágúst 1971 Var í Hábæ, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Múrari á Blönduósi og síðar Hvammstanga. Sambýliskona hans; Guðrún Björnlaug Daníelsdóttir 11. janúar 1885 - 17. júní 1985 Vinnukona í Reykjavík 1910. Ráðskona á Krossanesi, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var í Hábæ, Hvammstangahr., V-Hún. 1957.
3) Ragnheiður Einarsdóttir 12. ágúst 1899 - 15. október 1910
4) Guðrún Helga Einarsdóttir 27. október 1900 - 26. júní 1994 Var í Zóphóníasarhúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Maður hennar 23.12.1928: Zophonías Zóphoníasson 6. júlí 1906 - 10. maí 1987 Bílstjóri á Blönduósi 1930. Var í Zóphóníasarhúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Bifreiðarstjóri á Blönduósi. Síðast bús. í Blönduóshreppi.
5) Björn Ebenharð Einarsson 24. febrúar 1902 - 1. febrúar 1903
6) Björn Ebenharð Einarsson 19. maí 1903 - 4. ágúst 1904
7) Guðmundur Jóhannes Einarsson 27. júlí 1904 - 6. júní 1905

Kona hans; Guðbjörg Brynjólfsdóttir 12. nóvember 1898 - 3. júlí 1982. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Systir Ragnheiðar Brynjólfsdóttur.

Dóttir þeirra;
1) Selma Hannesdóttir 21. júní 1933. Maður hennar Páll Ríkharður Pálsson 12. júlí 1932 - 12. apríl 2016. Frá Sauðanesi. Tannlæknir í Reykjavík.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Selma Hannesdóttir (1933) frá Ytri-Ey (21.6.1933 -)

Identifier of related entity

HAH09408

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Selma Hannesdóttir (1933) frá Ytri-Ey

er barn

Hannes Einarsson (1895-1940) Stýrimaður Reykjavík

Dagsetning tengsla

1933

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Einarsson (1894-1965) bryti (1.8.1894 - 15.5.1965)

Identifier of related entity

HAH05498

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jón Einarsson (1894-1965) bryti

er systkini

Hannes Einarsson (1895-1940) Stýrimaður Reykjavík

Dagsetning tengsla

1895

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH04785

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 4.10.2022

Tungumál

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir