Halldóra Sigfúsdóttir (1908-2002)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Halldóra Sigfúsdóttir (1908-2002)

Hliðstæð nafnaform

  • Halldóra Sigfúsdóttir Akureyri

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

23.7.1908 - 30.11.2002

Saga

Halldóra Sigfúsdóttir fæddist á Krosshóli í Skíðadal 23. júlí 1908. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri laugardaginn 30. nóvember síðastliðinn. Útför Halldóru fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Staðir

Krosshóll í Skíðadal Eyjaf: Akureyri:

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru Sigfús Sigfússon, bóndi á Steinsstöðum í Öxnadal, f. 18. september 1879 á Krosshóli, d. 27. desember 1942 á Steinsstöðum, og kona hans Soffía Guðrún Þórðardóttir, húsmóðir, f. 1. október 1875 á Hnjúki í Skíðadal, d. 2. desember 1974 á Akureyri.

Systur Halldóru voru þrjár: ) Helga, f. 12. febrúar 1902, d. 2. ágúst 1979, húsmóðir á Akureyri. Eiginmaður hennar var Oddur Jónsson skósmiður. 2) Ingibjörg, f. 23. júní 1905, d. 9. nóv. 1988, klæðskeri á Akureyri. Hún var ógift. 3) Lára, f. 23. júní 1910, húsmóðir á Akureyri. Eiginmaður hennar var Konráð Sigurbjörn Kristjánsson járnsmiður og verslunarmaður. Halldóra átti einn bróður samfeðra, Sigfús, f. 30. júní 1939, vélamaður hjá Akureyrarbæ. Móðir hans var Svanhvít Jónsdóttir. Eiginkona hans er Erla Gunnlaugsdóttir.

Halldóra giftist 25. apríl 1929 Bjarna Kristjánssyni vörubílstjóra á Akureyri, síðar vaktmaður í Reykjavík, f. 19. desember 1901 á Holtsmúla í Staðarhr.í Skag., d. 31. ágúst 1969. Foreldrar hans voru Kristján Daníel Bjarnason, bóndi síðast á Lækjarbakka í Eyjafirði, f. 2. mars 1877 á Miðlandi í Öxnadal, d. 21. okt 1949, og kona hans Guðrún Stefanía Jónsdóttir, f. 24. des 1870 á Þríhyrningi í Hörgárdal, d. 3. sept 1945.

Börn Halldóru og Bjarna eru fjögur:
1) Ingibjörg húsmóðir í Reykjavík, f. 5. maí 1930. Eiginmaður hennar er Jens Sumarliðason kennari og eignuðust þau fjögur börn, Bjarna, f. 1950, Arnar, f. 1955, Sólveigu, f. 1958, og Sigrúnu, f. 1965.
2) Soffía Guðrún, húsmóðir á Akureyri, f. 7. sept. 1934, d. 6. júlí 2002. Hún var gift Jakobi R. Bjarnasyni múrara, en þau skildu. Börn þeirra eru tvö, Halldóra, f. 1960, og Bjarni, f. 1963. Fyrir átti hún Gunnar Bergsveinsson, f. 1954.
3) Dýrleif, píanókennari á Akureyri, f. 23. mars 1943. Eiginmaður hennar er Örn Ingi Gíslason myndlistarmaður. Þau eiga eina dóttur, Halldóru, f. 1967. Fyrir átti hún Þórarin Stefánsson, f. 1964.
4) Bjarni Rúnar tónmeistari í Reykjavík, f. 1. apríl 1952. Kona hans er Margrét Þormar arkitekt. Dætur þeirra eru tvær, Dýrleif, f. 1977, og Arnheiður, f. 1979.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01366

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 23.5.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir