Halldóra Gunnlaugsdóttir (1893-1970) Ærlæk

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Halldóra Gunnlaugsdóttir (1893-1970) Ærlæk

Hliðstæð nafnaform

  • Halldóra Gunnlaugsdóttir Ærlæk

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

11.10.1893 - 6.8.1970

Saga

Halldóra Gunnlaugsdóttir fæddist að Hafursstöðum í Öxarfirði 11. okt. 1893.
Húsfreyja á Ærlæk í Öxarfirði frá 1925. Stundaði barnakennslu um skeið.

Staðir

Hafurstaðir á Tjörnesi; Ærlækur:

Réttindi

Kennaraskólinn og Iauk kennaraprófi. Einn vetur dvaldi hún í Kaupmannahöfn við hússttórnarnám og fleira.

Starfssvið

Formaður Samb. N-Þingeyzkra kvenna.

Lagaheimild

Ég hef elskað, ég hef kysst
ég hef lífsins notið.
Ég hef einnig átt og misst
undir djúpar hlotið

Hlín, 1. Tölublað (01.01.1950), Blaðsíða 129. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4992492

Hlín, 1. Tölublað (01.01.1955), Blaðsíða 64. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4993231

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar; Gunnlaugur Þorsteinn Flóventsson 8. jan. 1860 - 6. mars 1942. Bóndi á Hafursstöðum. „Honum er svo lýst, að hann hafi verið glaðlyndur, mjög jafngeðja, sífellt með gamanyrði á vörum, hjálpsamur ... hamhleypa við verk ... þéttur á velli og þéttur í lund.“ segir í Árbók Þingeyinga og kona hans; Jakobína Rakel Sigurjónsdóttir 20. apríl 1857 - 31. jan. 1924. Vinnukona á Hallbjarnarstöðum, Húsavíkursókn, Þing. 1880. Húsfreyja á Hafursstöðum í Öxarfirði. „Jakobína var gáfuð ... óvenju fróð ... og ritfær vel“ og skrifaði „á jólum 1908 sína eigin uppvaxtar- og ævisögu“ segir í Árbók Þingeyinga.

Systkini hennar;
1) Guðmundur Gunnlaugsson 13. júní 1886 - 10. júní 1920. Var á Hafursstöðum, Skinnastaðarsókn, N-Þing. 1890. Bóndi og kennari á Hafursstöðum og síðar í Ærlækjarseli í Öxarfirði. Drukknaði við ós Brunnár í Öxarfirði.
2) Flóvent Helgi Gunnlaugsson 10. apríl 1888 - 25. jan. 1983. Bóndi og trésmiður á Hafursstöðum, Skinnastaðarsókn, N-Þing. 1930. Bóndi á Hafursstöðum 1912-66. Síðan á Kópaskeri. „oddhagur og listaskrifari.“ segir í Árbók Þingeyinga.
3) Sigurjón Gunnlaugsson 6. ágúst 1896 - 24. sept. 1921. Vinnumaður á Hafursstöðum, Öxafjarðarhreppi, N-Þing. 1920.
4) Theódór Gunnlaugsson 27. mars 1901 - 12. mars 1985. Bóndi og refaskytta á Hafursstöðum, Skinnastaðarsókn, N-Þing. 1930. Bóndi og kennari á Hafursstöðum og Bjarmalandi í Öxarfirði, síðar á Húsavík. Rithöfundur, skrifaði nokkrar bækur og fjölda tímaritsgreina.

1925 giftist Halldóra Gunnlaugsdóttir Jóni Sigfússyni 25. jan. 1887 - 30. maí 1969, bónda á Ærlæk í Öxarfirði og fluttist þangað.
Þeim hjónum fæddust fjögur börn,
1) Guðmundur Sigurjón Jónsson 8. júní 1927 - 18. okt. 2011. Var á Ærlæk, Skinnastaðarsókn, N-Þing. 1930. Bóndi á Ærlæk í Öxarfjarðarhreppi. Kona hans; Guðný Jóna Tryggvadóttir 3. okt. 1927 frá Húsavík
2) Svava Jónsdóttir 4. ágúst 1928. Var á Ærlæk, Skinnastaðarsókn, N-Þing. 1930.
3) Sigfús Jónsson 2. feb. 1930 - 14. jan. 1999. Verslunarmaður í Reykjavík. Síðast bús. þar.
4) Oddný Rakel Jónsdóttir 20. feb. 1936 - 21. júlí 2010

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH05081

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 8.9.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir