Halldór Sölvason (1897-1971) skólastjóri

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Halldór Sölvason (1897-1971) skólastjóri

Hliðstæð nafnaform

  • Halldór Jóhannes Sölvason (1897-1971) skólastjóri
  • Halldór Jóhannes Sölvason skólastjóri

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

16.9.1897 - 31.5.1971

Saga

Halldór Jóhannes Sölvason 16. sept. 1897 - 31. maí 1971. Gafli 1901. Skólastjóri í Fljótshlíð, síðar kennari í Reykjavík. Barnakennari í Reyni, Reynissókn, V-Skaft. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Staðir

Gafl; Reynir í Mýrdal; Fljótshlíð; Reykjavík:

Réttindi

Halldór stundaði fyrst nám við Alþýðuskólann á Hvammstanga á árunum 1916—18 og samhliða skólanáminu vann hann fyrir sér eftir því sem tök voru á. Að loknu námi á Hvammstanga hugðist Halldór lesa að nokkru til stúdentsprófs utan skóla og jafnframt vinna fyrir sér. Mun hann hafa haft í huga ákveðna námsleið erlendis að stúdentsprófi loknu. Fjárskortur og fleiri ástæður, urðu þess valdandi, að sú breyting varð á, að hann innritaðist í Kennaraskóla Íslands og lauk þaðan kennaraprófi vorið 1922.

Starfssvið

Haustið 1922 réðst hann sem kennari í Breiðuvíkurhrepp á Snæfellsnesi og kenndi þar næsta skólaár. Haustið 1923 er Halldór ráðinn kennari í Vestur-Landeyjum í Rangárvallasýslu og er þar kennari til ársins 1927, en þá ræðst hann sem skólastjóri að Reynis- og Deildarárskóla í Vestur-Skaftafellssýslu. Þar er Halldór skólastjóri til ársins 1934, en jafnframt skólastjórastörfum er hann námsstjóri fyrir Vestur-Skaftafellssýslu árin 1929—34. Haustið 1934, tekur Halldór við skólastjórn Fljótshlíðarskóla og þvi starfi gegnir hann til ársins 1948 er hann flytur búferlum til Reykjavíkur og ræðst sem kennari við Laugarnesskólann. Halldór var kennari við Laugarnesskóla allt til ársins 1968 að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Eftir að Halldör lét af störfum við Laugarnesskóla, stundaði hann einkakennslu heima fyrir, og á vorin var hann prófdómari við Árbæjarskóla.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Sölvi Teitsson 27. ágúst 1852 - 26. júlí 1897. Bóndi á Gafli Svínadal, A-Hún. Húsmaður Holti Svínadal 1890 og kona hans; Signý Sæmundsdóttir 27. júní 1855 - 3. apríl 1942. Vinnukona á Auðkúlu, Auðkúlusókn, Hún. 1880. Vinnukona á Geithömrum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Gafli Svínadal A-Hún. „Hún var vel gefin kona, fróð og minnug“ segir í Skagf.1850-1890 III.

Systkini Halldórs;
1) Þorsteinn Sölvason 24. maí 1893 - í júní 1924. Barnakennari á Grund í Svínadal, Hún.
2) Oddný Ingiríður Sölvadóttir 24. apríl 1895 - 13. maí 1945. Var í Gafli, Auðkúlusókn, Hún. 1901. Húsfreyja í Flatey. Húsfreyja á Patreksfirði 1930. Ranglega nefnd Oddný Sigríður í Eylendu.

Kona hans 20.6.1925; Katrín Sigurðardóttir 23. okt. 1906 - 3. ágúst 1998. Var í foreldrahúsum í Ey, Breiðabólstaðarsókn, Rang. 1910. Húsfreyja í Reyni, Reynissókn, V-Skaft. 1930.
dóttir merkishjónanna Sigurðar Snjólfssonar og Þorhildar Einarsdóttur, sem þá bjuggu að Ey í Landeyjum.
Þau hjón eignuðust fimm dætur;
1) Ingiríður Halldórsdóttir 16. okt. 1926 - 21. apríl 2001. Kennari í Fljótshlíð, síðar húsfreyja og skrifstofustarfsmaður í Reykjavík. Var í Reyni, Reynissókn, V-Skaft. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Þórhildur Halldórsdóttir 5. des. 1928 - 30. maí 2011. Var í Reyni, Reynissókn, V-Skaft. 1930. Kennari í Reykjavík.
3) Signý Halldórsdóttir 15. sept. 1932, kennari
4) Sigrún Halldórsdóttir 28. sept. 1934. Kennari.
5) Oddný Dóra Halldórsdóttir 13. okt. 1930 kennari

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Gafl á Svínadal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00536

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH04664

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 4.12.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði
Íslendingaþættir Tímans, 13. tölublað (11.08.1971), Blaðsíða 5. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3571568

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir