Halldór Sigfússon (1908-1991) skattstjóri

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Halldór Sigfússon (1908-1991) skattstjóri

Parallel form(s) of name

  • Halldór Sigfússon skattstjóri

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

2.5.1908 - 16.8.1991

History

Halldór Sigfússon 2. maí 1908 - 16. ágúst 1991. Var á Hverfisgötu 30, Reykjavík 1930. Skattstjóri í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.

Enda þótt Halldór væri einbúi, var hann ekki einmana eða heldur einfari. Þess er fyrst að geta, að hann hafði leigjanda í séríbúð húss síns. Síðustu þrjá áratugina var sá leigjandi snæfellsk kona, ættuð af Skógarströnd, María Guðmundsdóttir að nafni. Hún var saumakona og bjó með móður sinni, meðan henni entist aldur. Eftir fárra ára leigutíma fór María að matreiða fyrir Halldór. Síðar tók hún að sér öll venjuleg heimilisstörf fyrir hann. Þau rækti hún af mikilli alúð og samvizkusemi. Halldór galt þeim konum báðum, Maríu og móður hennar, virðingu sína og háttvísi.

Places

Kraunastaðir; Geitafell; Reykjavík:

Legal status

Halldór stundaði nám í Samvinnuskólanum 1927-29. Sá skóli hafði mjög hagnýta kennsluskrá. Hann fór síðar í framhaldsnám við Pitman's College í London, ennfremur námsferðir til Hull og Parísar.

Functions, occupations and activities

Starfaði hann fyrst sem endurskoðandi hjá lögregluskrifstofunni í Reykjavík, en var um árabil kjörinn endurskoðandi Mjólkursamsölunnar og Skógræktar ríkisins. Hann var settur skattstjóri í Reykjavík árið 1934 og skipaður í þá stöðu nokkru síðar.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Sigfús Bjarnarson 22. des. 1872 - 6. júní 1958. Með foreldrum á Grenjaðarstað 1874. Með foreldrum á Granastöðum, Þóroddsstaðarsókn, S-Þing. 1880. Með móður í Reykjahlíð og Syðri-Neslöndum í Mývatnssveit um 1886-96. Lausamaður og síðan ráðsmaður í Reykjahlíð um 1896-1900. Stundaði á þeim árum barnakennslu á Húsavík, í Bárðardal og Mývatnssveit og sundkennslu í Reykjadal og víðar. Húsmaður á Kálfaströnd 1902-03. Bóndi á Stóru-Reykjum í Reykjahverfi, S-Þing. um 1903-07 og síðar bóndi á Kraunastöðum í Aðaldal, S-Þing. 1907-12 og um 1919-29, í Geitafelli í Aðaldælahreppi um 1912-19 og í Múla, Aðaldal um 1931-38. Var á Grenjaðarstað 1929-31. Skráður bóndi í Múla, Grenjaðarstaðarsókn, S-Þing. við manntal 1930. Var á Sandi í Aðaldal 1938-58. Hreppstjóri Aðaldæla um tíma, starfaði mikið að félagsmálum. Einn af forvígismönnum að stofnun Garðræktarfélags Reykhverfinga 1904 og kona hans Kristbjörg Halldóra Halldórsdóttir 19. júní 1884 - 20. apríl 1955. Hjá foreldrum á Kálfaströnd 1884-1902 og 1903-04. Húsfreyja á Stóru-Reykjum í Reykjahverfi, S-Þing. 1904-07, á Kraunastöðum í Aðaldal, S-Þing. 1907-12 og um 1919-31, í Geitafelli í Aðaldælahreppi 1912-19 og í Múla, Aðaldælahr. um 1931-38. Ranglega talin f. 20.5.1884 í Reykjahlíðarætt.

Systkini Halldórs;
1) Björn Sigfússon 17. jan. 1905 - 10. maí 1991. Var á Hverfisgötu 30, Reykjavík 1930. Háskólabókavörður í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Arnþóra Sigfúsdóttir 25. ágúst 1906 - 5. okt. 1993. Nemandi í Húsmæðraskólanum á Litlu-Laugum, Einarsstaðasókn, S-Þing. 1930. Heimili: Múli, Aðaldal. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Saumakona, síðast bús. í Reykjavík.
3) Hólmfríður Sigfúsdóttir 25. júlí 1911 - 16. okt. 2010. Var í Múla, Nessókn, S-Þing. 1930. Húsfreyja á Sandi og síðar í Reykjavík þar sem hún fékkst við umönnunarstörf.
4) Pétur Sigfússon 12. ágúst 1913 - 4. júlí 1965. Ólst upp með foreldrum í Aðaldal. Var í Múla, Nessókn, S-Þing. 1930. Flutti til Reykjavíkur nálægt 1930. Verkamaður í Reykjavík.

General context

Vinnuherbergi Halldórs á heimili hans að Hjálmholti 4 var þakið bókum frá gólfi til lofts. Bækur var einnig að finna í öðrum herbergjum íbúðarinnar, jafnvel í skála og á göngum. Þetta voru fræðirit eftir víðkunna menn úr ýmsum löndum auk stórkostlegra alfræðiorðabóka. Bækurnar voru fjölmennasti vinahópur Halldórs og ævinlega til staðar. Hann las mikið og drakk í sig kenningar frægra manna. Margt lét hann sig máli skipta. Þannig bað hann Seðlabankann að láta þýða kafla úr nýlegri bók eftir Frakkann Maurice Allais, sem hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði 1988. Var ég fenginn til verksins og birtist þýðingin í síðasta hefti Fjármálatíðinda. Meðan ég sat á tali við Halldór heima hjá honum, hringdi síminn gjarnan aftur og aftur. Vildu margir ræða við hann, áhrifamenn úr stétt embættis- og athafnamanna. Mér er kunnugt um það, að hann hafði sérstaka ánægju af slíkum samtölum við Þórhall Vilmundarson prófessor.

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH05056

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 29.8.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places