Halldór Johnson (1873-1943) Vesturheimi

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Halldór Johnson (1873-1943) Vesturheimi

Parallel form(s) of name

  • Halldór Björnsson (1873-1943) Vesturheimi
  • Halldór Björnsson Johnson (1873-1943) Vesturheimi
  • Halldór Björnsson Johnson Vesturheimi

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

11.9.1873 - 11.12.1943

History

Halldór Björnsson Johnson er fæddur á Frostastöðum í Skagafirði. Hann fór til Vesturheims 1876 frá Sleitustöðum, Hólahreppi, Skag. Þau settust að í Nýja íslands, þar numu þau land í Víðinesbygð og nefndu Víðirás.. Eftir fjögra ára veru þar, fluttu þau til Hallson, N. Dak, námu þar land og nefndu það Sleitustaði. Þar ólst Halldór upp,
Vestur til Blaine fluttist hann 1912.
Keypti allstóran blett af landi í bænum í félagi við tengdaföður sinn, Pétur Hansen, frá Hólanesi, og byggðu þeir báðir sitt húsið hvor, bæði vönduð.
Hann andaðist, af hjartaslagi, að heimili sínu í Blaine, í Washingtonríki.
Hann var jarðsunginn, að viðstöddu fjölmenni, laugardaginn, 18. des. 1943, af séra Guðmundi P. Johnson og séra Rúnólfi Marteinssyni. Aðalathöfnin fór fram í lútersku kirkjunni í Blaine.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Hann lagði stund á búskap alla æfi frá fullorðinsárum, en síðasta hluta æfinnar varð hann sérfræðingur í blómarækt, sérstaklega í sambandi við "gladiolus"-blómið.

Mandates/sources of authority

Hann fékk margháttaða viðurkenningu á sýningum fyrir fegurð blóma sinna og fyrir nýjar tegundir, sem hann framleiddi.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Björn Jónsson 12. jan. 1822 - 25. nóv. 1896. Bóndi í Haga, S-Þing., síðar á Frostastöðum og Sleitustöðum, Skag. Bóndi í Austur-Garði, Garðssókn í Kelduhverfi, N-Þing. 1845. Bóndi á Frostastöðum, Flugumýrarsókn, Skag. 1860. Fluttist til Vesturheims 1876 frá Sleitustöðum, Skag. Talinn fæddur í Miðhvammi í Aðaldal skv. Vesturf. Þing og 3ja kona hans 26.5.1857; Sigríður Þorláksdóttir 1837 - í okt. 1918. Var á Ystugrund, Flugumýrarsókn, Skag. 1845. Húsfreyja á Sleitustöðum, Hólahr., Skag. Fór þaðan til Vesturheims 1876.
Fyrsta kona Björns 10.6.1844; Björg Halldórsdóttir 16. jan. 1802 - 1855. Var á Meiðavöllum, Ássókn, Þing. 1801. Húsfreyja í Austurgörðum, Garðssókn, Þing. 1835. Húsfreyja í Austurgarði, Garðssókn, N-Þing. 1845. Skipti eftir hana fóru fram 11.6.1855. Þau barnlaus, en átti börn með fyrri manni 1.2.1828; Páli Vigfússyni (1794-1843)
Önnur kona hans 26.10.1855; Sigríður Ólafsdóttir 21. júlí 1820 - 19. feb. 1856. Vinnu-og léttastúlka í Þurranesi, Staðarhólssókn, Dal. 1835.

Alsystkini Halldórs;
1) Sigríður Rannveig Björnsdóttir 1857 - 10. sept. 1948. Fór til Vesturheims 1876 frá Sleitustöðum, Hólahreppi, Skag. Húsfreyja við Brown, Manitoba, Canada. M2: Jóhann Oddsson.
2) Sigurbjörn Björnsson 10. des. 1859 - 26. apríl 1938. Fór til Vesturheims 1876 frá Sleitustöðum, Hólahreppi, Skag. Bóndi að Mountain, N-Dak., Bandaríkjunum.
3) Jón Þorlákur Björnsson 1866 [1861 níu ára í mt 1870]. Fór til Vesturheims 1876 frá Sleitustöðum, Hólahreppi, Skag. Bjó um tíma í Edinborg í Canada.
4) Ólína María Björnsdóttir 9. nóv. 1864 - 1. júlí 1924. Var á Sleitustöðum, Hólasókn, Skag. 1870. Fór til Vesturheims 1876 frá Sleitustöðum, Hólahreppi, Skag. Var í Dieter, Roseau, Minnesota, USA 1900. Var í Provencher, Manitoba, Kanada 1906. Var í Sprague, Provencher, Manitoba, Kanada 1916. Var í Beaulieu, Pembina, N-Dakota, Bandaríkjunum 1920. Húsfreyja í Hallson, N-Dakota, Bandaríkjunum.
5) Gísli Sigurjón Björnsson 18.6.1871 - 30.6.1937. Bóndi og oddviti á Vöglum, Miklabæjarsókn, Skag. 1930. Bóndi og oddviti á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð, Skag. Bóndi á Vöglum í sömu sveit. Skráður fara með foreldrum til Vesturheims frá Sleitustöðum 1876 en annað hvort fór hann aldrei eða kom fljótt aftur til Íslands. Kona hans; 20.6.1896; Þrúður Jónína Árnadóttir 27. júní 1876 - 20. júní 1965. Húsfreyja á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð, Skag. Húsfreyja á Vöglum í sömu sveit 1930.
6) Sigríður Björnsdóttir 1873. Fór til Vesturheims 1876 frá Sleitustöðum, Hólahreppi, Skag.

Fyrri kona hans: Ingibjörgu Pétursdóttur dáin 1914, Hansen faktors á Hólanesi. Kona Péturs var Guðlaug Jónsdóttir smiðs Ívarssonar, ættuð af Suðurlandi og Guðlaugar Guðmundsdóttur ættaðrar úr Rangárv.s. af Bolholtsætt svo nefndri er hófst með Eiríki nokkrum, sem einu sinni bjó í Bolholti á Rangárvöllum og margt merkra manna er frá komið. Þau hjón Pétur og Guðlaug áttu tvö börn.
Seinni kona hans 1917; Kristín Jónsdóttir Péturssonar frá Gimli í Manitoba. Systir Ingibjargar seinni konu Sigurðar Ólafssonar prests, að Gimli, og vísast til þáttar hans í þessu Almanaki um ætt Kristínar. Kristín var fædd 1881, kom að heiman með foreldrum sínum og var lengst í Nýja íslandi, þar til hún kom hingað vestur árið 1916. Giftist Halldór 1917.

Dætur Halldórs með fyrri konu;
1) Jónína, [Mrs. Ninna Stevens í Tacome, Wash.;] maður hennar; Guðbjartur Marshall Stevens, faðir hans Jón Stefánsson Stevens 7. jan. 1873 Leifsstöðum í Svartárdal - 9. maí 1957. Var að nokkru leyti alinn upp hjá Jóni föðurbróður sínum á Völlum í Vallhólmi, Skag. Fór til Vesturheims 1888 frá Frostastöðum, Akrahr., Skag. Var garðyrkjumaður í Blaine.
2) Sigríður Rannveig [Mrs. Srigrid Johnson í Concrete, Wash.,]
3) Petrína Ingibjörg, [Mrs Petrea Saunders í Blaine.]
Með seinni konu sinni átti hanna son og dóttur;
4) Corporal Jón G. Johnson, nú í Bandaríkjahernum
5) Mrs. Steinunn E. Bainter, búandi á gamla heimili foreldra sinna í Blaine-bygð.

Kona Björns Jónssonar, föður Halldórs var Sigríður Þorláksdóttir. Móðir Þorláks var Guðrún Konráðsdóttir og systir Gísla sagnfræðings Konráðssonar. Systkini Halldórs voru mörg. Af þeim lifa þessi: Sigurbjörn, bóndi að Mountain; Þorlákur, til heimilis að Edinborg; Anna, kona Árna Jóhannssonar að Hallson; Sigriður kona Gunnars Þorbergssonar við Brown, Man. og Gísli Sigurjón, heima á Íslandi.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH04640

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 11.11.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði
Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar, 1. Tölublað (01.01.1930), Blaðsíða 129. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4662837

Heimskringla, 17. tölublað (26.01.1944), Blaðsíða 5. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2167816

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places