Halldór Jóhannsson (1889-1962) Haugi V-Hvs

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Halldór Jóhannsson (1889-1962) Haugi V-Hvs

Hliðstæð nafnaform

  • Halldór Jóhannsson Haugi V-Hvs

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

22.12.1889 - 13.5.1962

Saga

Halldór Jóhannsson 22. des. 1889 - 13. maí 1962. Var á Haugi, Efra-Núpssókn, Hún. 1890. Bóndi á Haugi, en síðar á Hvammstanga. Var í Höfn, Hvammstangahr., V-Hún. 1957.

Staðir

Haugur V-Hvs; Höfn Hvammstanga;

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Jóhann Ásmundsson 29. feb. 1836 - 31. okt. 1909. Var á Skeggjastöðum, Efri-Núpssókn, Hún. 1845. Bóndi á Haugi í Miðfirði. Bóndi í Haugi, Efri-Núpssókn, Hún. 1901 og seinni kona Jóhanns; Arndís Halldórsdóttir 15. janúar 1851 - 4. júlí 1938 Vinnukona í Snóksdal, Snóksdalssókn, Dal. 1880. Húsfreyja á Haugi, Efra-Núpssókn, Hún. 1890. Húsmóðir í Haugi, Efri-Núpssókn, Hún. 1901.
Fyrri kona Jóhanns; Guðrún Gunnlaugsdóttir 24. júní 1838 - 1. september 1880 Húsfreyja á Haugi í Miðfirði. Var fyrst skrifuð dóttir Magnúsar Hinrikssonar, bróður Gunnlaugs.

Systkini Halldórs samfeðra;
1) Skúli Jóhannsson 30. mars 1862 - 23. ágúst 1902 Tökubarn á Hóli, Munkaþverársókn, Eyj. 1845. Barn hans á Haugi, Efranúpssókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1889 sennilega frá Haugi, Torfastaðahreppi, Hún. 1862
2) Gunnlaugur Jóhannsson 13. september 1867 - 1. maí 1948 Fór til Vesturheims 1887 frá Haugi, Torfastaðahreppi, Hún. Kaupmaður í Winnipeg.
3) Helga Jóhannsdóttir Thompson 24. júní 1873 Barn hans á Haugi, Efranúpssókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1889 frá Haugi, Torfastaðahreppi, Hún. gift Jósep Thompson
4) Ásmundur Pétur Jóhannsson [Johannson] 6. júlí 1875 - 23. október 1953 Fór til Vesturheims 1900 frá Blönduósi, Torfalækjarhreppi, Hún. Smiður í Winnipeg, Manitoba, Kanada 1916. Byggingameistari í Winnipeg. Kona Ásmundar; Sigríður Jónasdóttir 18. september 1878 - 1. október 1934 Dóttir þeirra á Húki, Efranúpssókn, Hún. 1880. Var á Húki, Efra-Núpssókn, Hún. 1890. Fór til Vesturheims 1900 frá Blönduósi, Torfalækjarhreppi, Hún. Húsfreyja í Winnipeg, Manitoba, Kanada 1916. Frá Húkum í Miðfirði.
Sammæðra;
5) Oddfríður Jónsdóttir 15. desember 1876 - 5. maí 1906 Tökubarn í Snóksdal, Snóksdalssókn, Dal. 1880. Var í Haugi, Efri-Núpssókn, Hún. 1901. Lést af barnsburði.

Kona Halldórs 1913; Guðrún Jónasdóttir 10. mars 1892 - 7. sept. 1983. Var á Bjargshóli, Staðarbakkasókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Haugi, Staðabakkasókn, V-Hún. 1930. Var í Höfn, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Ytri-Torfustaðahreppi. Hún var jarðsungin á Melstað 17. september. Þeim hjónum varð ekki barna auðið en ólu upp nokkur fósturbörn.

Almennt samhengi

Halldór Jóhannsson á Hvammstanga, fyrrum bóndi á Haugi í Miðfirði lézt 13. maí 1962 og fór jarðarför hans fram að Melstað 24. sama mánaðar.
Halldór fæddist að Haugi 22. des. 1889, og voru foreldrar hans Jóhann bóndi Ásmundsson og síðari kona hans, Arndís Halldórsdóttír.
Tæplega tvítugur stundaði hann nám í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði, en tók við bússtjórn á Haugi hjá móður sinni 1909, er faðir hans féll frá.
Halldór kvæntist árið 1913, Guðrúnu Jónasdóttur, og lifir hún mann sinn. Þau bjuggu góðu búi á Haugi til ársins 1947, en fluttust þá til Hvammstanga. Halldór Jóhannsson var góður bóndi. Hann annaðist einnig mörg trúnaðarstörf fyrir sveit sína og sýslu, og vegna ágætra hæfileika var hann mjög vel fær til opinberra starfa. Sveitungar hans í Miðfirði fólu honum oddvitastarf í sveitarstjórn o.fl., meðan hann bjó þar. En mest vann hann utan heimilis að kaupfélagsmálum. Var einlægur samvinnumaður, og störf hans fyrir Kaupfélag Vestur-Húnvetninga voru mikil og heillarík. Átti lengi sæti í stjórn félagsins, og var í mörg ár formaður félagsstjórnarinnar. — Síðar var hann árum saman endurskoðandi kaupfélagsreikninganna. Hann var einnig endurskoðandi hjá sparisjóði Vestur-Húnavatnsssýslu Var formaður yfirkjörstjórnar í sýslunni síðustu árin, sem hún var sérstakt kjördæmi, og átti sæti í yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis vestra við síðustu alþingiskosningar. Í yfirskattanefnd Húnavatnssýslu var hann allmörg síðustu árin. — Öll þau mörgu störf, er honum voru falin, vann hann með sérstakri vandvirkni og samvizkusemi. Þó að skólaganga Halldórs heitins væri ekki löng, varð hann vel menntaður og fróður maður. Haiin var sérstakt prúðmenni í orðum og allri framkomu. Hafði traust og virðingu allra, er kynntust honum. Sk. G.

Tengdar einingar

Tengd eining

Halldór Gunnar Steinsson (1920-2003) frá Haugi í Miðfirði (5.8.1920 - 18.5.2003)

Identifier of related entity

HAH07487

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Halldór Gunnar Steinsson (1920-2003) frá Haugi í Miðfirði

er barn

Halldór Jóhannsson (1889-1962) Haugi V-Hvs

Dagsetning tengsla

1928

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jóhann Ásmundsson (1836-1909) Haugi í Miðfirði (29.2.1836 - 31.10.1909)

Identifier of related entity

HAH05294

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jóhann Ásmundsson (1836-1909) Haugi í Miðfirði

er foreldri

Halldór Jóhannsson (1889-1962) Haugi V-Hvs

Dagsetning tengsla

1889

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Skúli Jóhannsson (1862-1902) Winnipeg frá Haugi (30.3.1862 - 23.8.1902)

Identifier of related entity

HAH05714

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Skúli Jóhannsson (1862-1902) Winnipeg frá Haugi

er systkini

Halldór Jóhannsson (1889-1962) Haugi V-Hvs

Dagsetning tengsla

1889

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ásmundur Jóhannsson (1875-1953) Winnipeg (6.7.1875 - 23.10.1953)

Identifier of related entity

HAH03659

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ásmundur Jóhannsson (1875-1953) Winnipeg

er systkini

Halldór Jóhannsson (1889-1962) Haugi V-Hvs

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Jónasdóttir (1892-1983) Haugi (10.3.1892 - 7.9.1983)

Identifier of related entity

HAH04355

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðrún Jónasdóttir (1892-1983) Haugi

er maki

Halldór Jóhannsson (1889-1962) Haugi V-Hvs

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH04666

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 4.12.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði
Einherji, 9. tölublað (25.08.1962), Blaðsíða 2. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5450006
Lögberg-Heimskringla, 20. tölublað (17.05.1962), Blaðsíða 1. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2227446
Morgunblaðið, 117. tölublað (24.05.1962), Blaðsíða 13. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1343298

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir