Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Halldór Blöndal (1938) alþm og ráðherra
Hliðstæð nafnaform
- Halldór Lárusson Blöndal (1938) alþm og ráðherra
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
24.8.1938 -
Saga
Halldór Lárusson Blöndal fæddur í Reykjavík 24. ágúst 1938., alþm og ráðherra
Staðir
Reykjavík; Akureyri:
Réttindi
Stúdentspróf MA 1959. Nám í lögum og sagnfræði við Háskóla Íslands.
Starfssvið
Vann við hvalskurð í hvalveiðistöðinni í Hvalfirði á 15 vertíðum frá 1954 til 1974. Kennari og blaðamaður á árunum 1959–1980. Vann á Endurskoðunarstofu Björns Steffensens og Ara Ó. Thorlacius á Akureyri 1976–1978. Skipaður 30. apríl 1991 landbúnaðar- og samgönguráðherra, lausn 18. apríl 1995, en gegndi störfum til 23. apríl. Skipaður 23. apríl 1995 samgönguráðherra, lausn 28. maí 1999.
Yfirskoðunarmaður ríkisreikninga 1976–1987. Í úthlutunarnefnd listamannalauna 1978–1987. Í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins, síðar Byggðastofnunar 1983–1991. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins 1983. Sat þing Evrópuráðsins 1984–1986. Í bankaráði Búnaðarbanka Íslands 1985–1991. Formaður kjördæmisráðs sjálfstæðisfélaganna á Norðurlandi eystra 1978–1979.
Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands eystra) 1979–1983, alþingismaður Norðurlands eystra 1983–2003, alþingismaður Norðausturkjördæmis 2003–2007 (Sjálfstæðisflokkur).
Varaþingmaður Norðurlands eystra desember 1971, október–nóvember 1973, janúar–maí og október–desember 1974, október–nóvember 1975, nóvember 1976, mars 1977, október, nóvember–desember 1978, mars–apríl 1979, landskjörinn varaþingmaður (Norðurlands eystra) nóvember–desember 1972, nóvember–desember 1977.
Landbúnaðar- og samgönguráðherra 1991–1995, samgönguráðherra 1995–1999. Forseti Alþingis 1999–2005. Utanríkismálanefnd 2005–2007. Íslandsdeild Vestnorræna þingmannaráðsins 2005–2007 (form.).
Lagaheimild
Ritstjóri: Gambri (1955–1956). Muninn (1958–1959). Vaka (1964). Vesturland (1967). Íslendingur (1973–1974).
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Lárus Blöndal 4.11.1905-2.10.1999. Bókavörður í Reykjavík og fyrri kona hans; Kristjana Benediktsdóttir Blöndal 10. feb. 1910 - 17. mars 1955. Húsfreyja í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Hjálparstúlka á Háteigi við Háteigsveg, Reykjavík 1930. Systir Bjarna Benediktssonar alþingismanns. Fósturfor: Halldór Kristján Þorsteinsson og Ragnhildur Pétursdóttir.
Seinni kona Lárusar; Margrét Ólafsdóttir, f. 4. nóvember 1910, d. 7. júní 1982, skrifstofustjóri.
Systkini Halldórs;
1) Benedikt Lárusson Blöndal hæstaréttardómari, f. 11. janúar 1935, d. 22. apríl 1991. Hann var kvæntur Guðrúnu Karlsdóttur, húsfreyju.
2) Kristín Blöndal framhaldsskólakennari, f. 5. október 1944, d. 11. desember 1992. Hún var gift Árna Þórssyni, lækni.
3) Haraldur Lárusson Blöndal 6. júlí 1946 - 14. apríl 2004. Lögfræðingur, kennari og hæstaréttarlögmaður í Reykjavík 1994. Haraldur kvæntist Sveindísi Steinunni Þórisdóttur, læknaritara, f. 1. desember 1944. Haraldur og Sveindís skildu. Barn með Ingunni Sigurgeirsdóttur, f. 18. maí 1944: Þórarinn, myndlistarmaður, f. 24. október 1966.
4) Ragnhildur Blöndal bókasafnsfræðingur, f. 10. febrúar 1949. Eiginmaður hennar er Knútur Jeppesen, arkitekt.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Halldór Blöndal (1938) alþm og ráðherra
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 13.2.2020
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=12