Málaflokkur 3 - Tryggingar

Auðkenni

Tilvísunarkóði

IS HAH 2022/016-A-3

Titill

Tryggingar

Dagsetning(ar)

  • 1956-1974 (Sköpun)

Þrep lýsingar

Málaflokkur

Umfang og efnisform

Tvær tryggingar.

Samhengi

Nafn skjalamyndara

(12.01.1902-19.07.1992)

Lífshlaup og æviatriði

Sigurður Guðlaugsson fæddist að Skúfi í Norðurárdal. Foreldrar hans voru Guðlaugur Guðmundsson og Arnbjörg Þorsteinsdóttir.
Fjölskyldan flutti síðar að Felli, og þaðan að Sæunnarstöðum á Hallárdal. Þar ólst Sigurður upp frá sjö ára aldri og fram á efri unglingsár er hann fór í vinnumennsku. Þau voru sjö systkinin sem upp komust. Eldri bræður Sigurðar voru Þorsteinn og Guðmundur, sem eru látnir, og yngsta systirin, Áslaug er einnig látin. Þau þrjú sem enn eru á lífi eru Sigurlaug í Asi er nú dvelur á sjúkrahúsinu á Blönduósi, Sigríður, sem býr í Hnitbjörgum á Blönduósi, en var lengst á Skagaströnd, og Ólafur, búsettur í Reykjavík. Árið 1930 bjó Sigurður á Ytra-Hóli sem leiguliði við hlið Björns Jónssonar, en á næsta ári eignaðist hann bæði konu og jörð. Hann kvæntist Auðbjörgu Albertsdóttur frá Neðstabæ í Norðurárdal og settust þau þar að og tóku við búinu afforeldrum Auðbjargar, sem voru áfram hjá þeim. Sigurður hafði kynnst lífsbaráttu leiguliðans í bernsku og ásetti sér snemma að vinna að því hörðum höndurn að geta eignast eigið bú. Eftir þrettán ár í Neðstabæ keyptu þau Hafursstaði og bjuggu þar í 28 ár, eða þar til Sigurður stóð á sjötugu. Þá brugðuþau búi og fluttust til Blönduóss. Á næstu 20 árum fann Siguröur margt að fást við. Um tíma hafði hann kindur. Hann veitti öðrum aðstoð við slátt og fleira. Einnig notfærði hann sér lagni sína og smíðaði ýmsa muni, spann líka hrosshár og bjó úr því nýtilega hluti til sölu og gjafa. Börn Sigurðar og Auðbjargar eru fimm. Elst er Hólmfríður Auðbjörg, sem er búsett í Hveragerði. Næstur er Albert Sveinbjörn á Blönduósi, kona hans er Svava Leifsdóttir. Hafþór Örn er einnig á Blöndnósi, kona hans er Ragnheiður Þorsteinsdóttir. Sigrún Björg býr í Eyjafirði, maður hennar er Hörður Kristinsson. Yngst er Bergþóra Hlíf á Blönduósi, maður hennar er Ólafur Þorsteinsson. Spor Sigurðar Guðlaugssonar urðu mörg. Níu áratugir eru að baki svo að margs er að minnast. Samferðamenn hafa verið margir, og þótt ýmsir séu horfnir á undan öldungnum standa eftir rninningar um góðan dreng sem rækti hlutverk sín af umhyggju og natni. Sigurður og Auðbjörg lilðu það að eiga 60 ára hjúskaparafmæli. Hann var styrkur heimilisfaðir, rnikill bóndi og náttúruunnandi. Hann hafði ákveðnar skoðanir, var glettinn og átti auðvelt með að sjá spaugilegu hliðar tilverunnar. Hann hafði gaman afmannamótum og naut þess að fá gesti, en aðaláhugamálið var landbúnaðurinn og honum fannst best að vera heima. Fjölskylduböndin voru sterk, og eins og börnin höfðu verið þiggjendur framan af ævi, endurguldu þau sem gefendur hin síðari ár. Sigurður Guðlaugsson var jarðsunginn frá Blönduósskirkju 25. júlí 1992.

Varðveislusaga

Um aðföng eða flutning á safn

Innihald og uppbygging

Umfang og innihald

Vátrygging Hafurstaða 1956.
Vátrygging Árbrautar 3, Blönduósi 1974.

Grisjun, eyðing og áætlun

Viðbætur

Skipulag röðunar

Skilyrði um aðgengi og not

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Tungumál efnis

  • íslenska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Tengd gögn

Staðsetning frumrita

M-a-1

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Athugasemdir

Annað auðkenni

Aðgangsleiðir

Efnisorð

Staðir

Genre access points

Um lýsinguna

Lýsinganúmer

SR

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Hluti

Dates of creation revision deletion

26.4.2023 frumskráning í AtoM, SR

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Aðföng

Related subjects

Related genres

Tengdir staðir