Haflína Marín Björnsdóttir (1905-2004) Kolkuósi

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Haflína Marín Björnsdóttir (1905-2004) Kolkuósi

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

24.11.1905 - 10.6.2004

Saga

Haflína Marín Björnsdóttir fæddist í Saurbæ í Kolbeinsdal 24. nóvember 1905. Haflína Marín ólst upp í Saurbæ og stundaði síðan nám við Húsmæðraskólann á Blönduósi 1931-1932.
Hún bjó síðan í Kolkuósi ásamt Sigurmoni manni sínum með blandaðan búskap en síðari árin var hrossarækt þeirra aðalbúgrein. Hún þótti búkona í betra lagi og einlægur dýravinur. Hún var skírð við kistu föðurafa síns Hafliða og fékk þess vegna hið fágæta nafn Haflína en Marín er eftir föðurömmu hennar.
Hún lést á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki hinn 10. júní 2004. Útför Haflínu Marínar fór fram frá Sauðárkrókskirkju 19.6.2004 og hófst athöfnin klukkan 14.

Staðir

Réttindi

stundaði síðan nám við Húsmæðraskólann á Blönduósi 1931-1932.

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar; Björn Hafliðason 13. sept. 1869 - 24. ágúst 1937. Bóndi á Saurbæ í Kolbeinsdal, Skag. Bóndi í Saurbæ, Hólasókn, Skag. 1930. Drukknaði í Kolkuósi og kona hans; Ragnheiður Sigríður Þorláksdóttir, f. 5.6..1874 - 15.2.1957.

Systkini Haflínu Marínar voru;
1) Jóhannes Björnsson, f. 1901 og lést barn að aldri,
2) Kristín Björnsdóttir Lüders, f. 29.12. 1909, d. 28.1. 2004.

hinn 20.6.1932 giftist Haflína Marín, Sigurmoni Hartmannssyni, f. 17.11.1905, d. 9.2. 1991, í Viðvík og hófu þau búskap í Kolkuósi og bjó hún þar til 1985 að hún fór á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki,

Dætur þeirra eru;
1) Kristín Heiður Sigurmonsdóttir f. 2.8. 1933, gift Gísla Magnússyni, bændur að Vöglum í Skagafirði og eiga þau átta börn og tíu barnabörn,
2) Rut Sigurmonsdóttir húsmóðir, f. 9.4. 1935, gift Hreini Elíassyni listmálara, búsett á Akranesi og eiga þau sex börn og 13 barnabörn og tvö barnabarnabörn.
3) Margrét Sigurlaug Sigurmonsdóttir f. 29.1. 1948, ljósmóðir, gift Magnúsi Guðmundssyni, búsett í Mosfellsbæ og eiga þau þrjár dætur og eitt barnabarn.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Kvennaskólinn á Blönduósi 1931-1940 (1931-1940)

Identifier of related entity

HAH00115 -31-40

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1931 - 1932

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH07750

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 5.4.2021

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir