Hafþór Vestfjörð Sigurðsson (1943-1997)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Hafþór Vestfjörð Sigurðsson (1943-1997)

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

16.2.1943 - 22.6.1997

Saga

Hafþór Vestfjörð Sigurðsson fæddist í Reykjavík 16. febrúar 1943. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 22. júní síðastliðinn.
Hafþór lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum 1965. Hann hóf kennslustörf við Leirárskóla sama ár og kenndi síðar við Árbæjarskóla í Reykjavík. Árið 1969 var hann ráðinn við nýstofnaðan skóla á Húnavöllum í Austur- Húnavatnssýslu og starfaði þar í sex ár, fyrst sem kennari og síðar sem skólastjóri. Þá kenndi hann í eitt ár við Breiðholtsskóla i Reykjavík, en fluttist síðan til Hallormsstaðar þar sem hann starfaði sem skólastjóri við grunnskólann í fjögur ár. Hafþór fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur árið 1980. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og síðar við smíðakennaradeild Kennaraháskólans. Hann var ráðinn kennari við Álftanesskóla 1985 og starfaði þar til dauðadags.

Útför Hafþórs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Staðir

Reykjavík: Húnavellir 1969-1975: Hallormsstaður:

Réttindi

Kennarapróf 1965

Starfssvið

Kennari: Skólastjóri:

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru Sigurður Hjálmar Þorsteinsson frá Neðri Miðvík í Aðalvík, f. 6. mars 1918 (látinn), og Matthildur Valdís Elíasdóttir frá Elliða í Staðarsveit, f. 21. mars 1923.
Hafþór var elstur í hópi systkina sinna, en þau eru
Ragnar, Elías, Þorsteinn, Sigþór (látinn) og Hjördís.

Hinn 10. ágúst 1968 kvæntist Hafþór eftirlifandi eiginkonu sinni, Margréti Helgadóttur, fulltrúa hjá Kennarasambandi Íslands, f. 3. febrúar 1942 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Helgi Guðmundsson frá Ytra-Sveinseyri í Tálknafirði, f. 16. febrúar 1902 (látinn), og Marta Jónsdóttir frá Suðureyri í Tálknafirði, f. 11. júní 1907 (látin).
Synir Hafþórs og Margrétar eru:
1) Helgi, tölvunarfræðingur, f. 7. desember 1969, kvæntur Guðlaugu Eddu Siggeirsdóttur, lyfjatækninema, f. 25. desember 1972, og eiga þau eina dóttur, Ástu Margréti, f. 4. mars 1995.
2) Sigurður, B.A. í guðfræði, f. 5. ágúst 1972, sambýliskona hans er Cecilia Möne, jarðfræðingur, f. 25. janúar 1969.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01358

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 22.5.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir