Ásgeir Sigjónsson (1905-1992) kennari Dalvík

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Ásgeir Sigjónsson (1905-1992) kennari Dalvík

Hliðstæð nafnaform

  • Ásgeir Pétur Sigjónsson (1905-1992) kennari Dalvík
  • Ásgeir Pétur Sigjónsson kennari Dalvík

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

30.12.1905 - 2.9.1992

Saga

Ásgeir Pétur Sigjónsson 30. des. 1905 - 2. sept. 1992. Var á Fornustekkum, Nesjahr., A-Skaft. 1910. Kennari á Dalvík, síðast bús. þar.
Ásgeir andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 2. september, 1992 eftir skamma legu.

Staðir

Fornustekkar í Nesjum; Dalvík:

Réttindi

Leið Ásgeirs lá í Menntaskólann á Akureyri þar sem hann lauk gagnfræðaprófi 1929 og settist síðan í Kennaraskólann í Reykjavík og lauk þaðan kennaraprófi 1932.

Starfssvið

Ásgeir kenndi við Dalvíkurskóla allan sinn starfsaldur og eru þeir ófáir Dalvíkingarnir sem notið hafa uppfræðslu hans í námi og leik. Ásgeir gegndi ýmsum störfum samhliða kennarastarfinu. Hann var í skattanefnd í mörg ár, var í stjórn Sjúkrasamlags Svarfdæla og byggingarfélags verkamanna á Dalvík og umboðsmaður skattstjóra. Þá vann hann við ýmis störf á sumrum, m.a. við síldarsöltun.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Sigjón Pétursson 27. jan. 1854 - 27. sept. 1931. Bóndi á Fornustekkum, Nesjahr., A-Skaft. Bóndi þar, 1910 og kona hans; Ingibjörg Gísladóttir 9. des. 1863 - 18. mars 1956. Húsfreyja á Fornustekkum, Nesjahr., A-Skaft. 1910 og 1930.

Systkini Ásgeirs;
1) Gunnlaugur Sigjónsson 2. nóv. 1898 - 29. nóv. 1969. Var á Fornustekkum, Nesjahr., A-Skaft. 1910. Trésmiður á Akureyri 1930. Trésmiður í Reykjavík 1945.
2) Friðrik Sigjónsson 1. okt. 1901 - 4. jan. 1990. Var á Fornustekkum, Bjarnanessókn, A-Skaft. 1930. Síðast bús. í Nesjahreppi.
3) Skúli Sigjónsson 2. maí 1904 - 8. feb. 1973. Fósturbarn í Byggðarholti, Stafafellssókn, Skaft. 1910. Var á sama stað 1930.
4) Helga Sigjónsdóttir 19. júlí 1906 - 14. okt. 1989. Var í Bæ I, Bæjarhr., A-Skaft. 1910. Ráðskona í Syðra-Firði, Stafafellssókn, A-Skaft. 1930. Húsfreyja á Sjávarborg á Höfn í Hornafirði.
5) Bjarni Sigjónsson 29. sept. 1909 - 30. nóv. 2001. Var í Hofskoti, Hofssókn, Skaft. 1910. Bóndi í Svínafelli í Öræfum 1940-43 og síðan á Hofi IV allan sinn búskap eftir það.

Kona hans 1938; Þórgunnur Loftsdóttir 17. nóv. 1912 - 29. júlí 2006. Var á Böggvisstöðum, Tjarnarsókn, Eyj. 1930. Síðast bús. á Dalvík.
Börn þeirra;
1) Ingibjörg Ásgeirsdóttir 3. sept. 1938, gift Stefáni Jónssyni, skrifstofumanni á Dalvík, þau eiga fjóra drengi,
2) Ásgeir Pétur Ásgeirsson 17. jan. 1944 - 15. júní 2014. Héraðsdómari og síðar dómstjóri, bús. á Akureyri. Gegndi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum.

Almennt samhengi

Skemmtilegum sið kom Ásgeir á, sið sem er orðin ein af hefðum fyrir jólahátíðina á Dalvík, er nemendur gerast jólasveinar og færa bæjarbúum jólapóstinn á aðfangadag, með öllum þeim látum er íslenskum jólasveinum eru eiginleg.

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH05082

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 6.9.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir