Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Gyða Jónsdóttir (1924-2011) heimilisiðnaðarkennari
Parallel form(s) of name
- Gyða Jónsdóttir heimilisiðnaðarkennari
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
4.8.1924 - 17.1.2011
History
Gyða Jónsdóttir 4. ágúst 1924 - 17. jan. 2011. Var á Sauðárkróki 1930. Heimilisiðnaðarkennari á Blönduósi, síðar húsfreyja í Reykjavík.
Gyða Jónsdóttir fæddist á Sauðárkróki og lést á líknardeild Landakotsspítala.
Útför Gyðu Jónsdóttur fór fram frá Bústaðakirkju 27. janúar 2011, og hófst athöfnin kl. 13.
Places
Sauðárkrókur; Blönduós; Reykjavík:
Legal status
Gyða lauk námi við Héraðskólann á Laugarvatni árið 1943. Síðar fór hún utan til náms. Dvaldi hún nokkur ár í Noregi og Finnlandi og lagði þar stund á nám í ýmsum listgreinum með aðaláherslu á listvefnað. Lauk hún prófi sem heimilisiðnaðarkennari árið 1953. Gyða kenndi vefnað við Kvennaskólann á Blönduósi og starfaði á tímabili við listvefnað hjá Stefáni bróður sínum og konu hans Ernu Ryel.
Functions, occupations and activities
Gyða var mjög listræn og liggja eftir hana fjölmörg ofin listaverk, m.a. verk sem hún vann eftir íslenskum fyrirmyndum á Þjóðminjasafni Íslands. Gyða hafði mikinn áhuga á tónlist og söng og starfaði m.a. með kór Slysavarnafélags Íslands. Lengst af söng hún með Kirkjukór Bústaðasóknar, en Gyða og Ottó voru mjög virk í starfi sóknarinnar alla tíð. Síðustu árin átti Gyða góðan vin í Böðvari Jónssyni frá Gautlöndum í Mývatnssveit en hann lést í nóvember 2009.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar; Geirlaug Jóhannesdóttir 28. júlí 1892 - 6. apríl 1932. Fósturbarn í Núpufelli, Möðruvallasókn, Eyj. 1901. Húsfreyja á Sauðárkróki 1930. Húsfreyja á Sauðárkróki og maður Geirlaugar 15.10.1912; Jón Þorbjargarson Björnsson 15. ágúst 1882 - 21. ágúst 1964 Kennari á Sauðárkróki og síðar skólastjóri þar. Faðir hans; Björn Jónsson 14. júní 1848 - 23. janúar 1924 Bóndi í Háagerði.
Seinni kona Jóns var Rósa Stefánsdóttir, f. 10. október 1895, d. 14. júlí 1993. Fósturbarn þeirra er Geirlaug Björnsdóttir, f. 1939.
Systkini Gyðu;
1) Stefán Jónsson 16. október 1913 - 11. mars 1989 Var á Sauðárkróki 1930. Arkitekt og teiknari í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík. kvæntur Ernu Ryel vefara, f. 8. ágúst 1914, d. 24. maí 1974.
2) Jóhanna Margrét Jónsdóttir 2. febrúar 1915 - 22. mars 1985 Var á Sauðárkróki 1930. Húsfreyja í Noregi, síðar í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík. M: John Kristian Bjerkli f. 28. febrúar 1913, d. 29. maí 1952. Barn þeirra: Geirlaug Bjerkli f.12.5.1950, d.31.8.1950.
3) Þorbjörg Jónsdóttir 2. janúar 1917 - 14. desember 2005 Ólst upp á Sauðárkróki. Var á Sauðárkróki 1930. Nam við Hjúkrunarkvennaskóla Íslands og stundaði síðan framhaldsnám í barnahjúkrun og öðru tengdu hjúkrun og kennslu í Chicago 1946-47, í St. Louis 1947-48 og einnig í New York. Lauk síðan hjúkrunarkennaranámi í London 1953. Hjúkrunarkona á röntgendeild og lyflækningadeild Landspítalans 1945-46, deildarhjúkrunarkona við sjúkrahúsið á Akureyri hluta árs 1945. Kennari við Hjúkrunarskóla Íslands 1948-1953 og skólastjóri Hjúkrunarskóla Íslands 1954-1983, þar af í starfsleyfi 1977-78. Vann mikið að félagsmálum hjúkrunarfræðinga og sat í nefndum sem mótuðu nám hjúkrunarfræðinga á Íslandi. Síðast bús. í Reykjavík.
4) Sigurgeir Jónsson 30. ágúst 1918 - 25. janúar 1996 Var á Sauðárkróki 1930. Gjaldkeri, síðast bús. í Reykjavík. Barnsmóðir hans 29.3.1951; Elín Dagmar Berg Kristbergsdóttir 1. nóv. 1929 - 10. apríl 2017. Verslunareigandi í Hafnarfirði.
5) Björn Jónsson 21. maí 1920 - 19. febrúar 1995 Yfirlæknir í Swan River í Manitoba í Kanada. K 4.9.1948: Iris Muriel Fitzgerald, f. 28.6.1926. Barnsmóðir Björns; Margrét Guðrún Sveinsdóttir 23. janúar 1912 - 5. júlí 1994 Verslunarmaður í Reykjavík. Dóttir þeirra; Geirlaug Björnsdóttir, f. 25.12.1939.
6) Ragnheiður Lilja húsfreyja, f. 14. apríl 1923, gift Robert Francis Martin trésmið, f. 3. apríl 1916, d. 21. febrúar 1993.
7) Jóhannes Geir listmálari, f. 24. júní 1927, d. 29. júní 2003.
8) Ólína Ragnheiður húsfreyja, f. 7. október 1929, gift Magnúsi Óskarssyni hrl., f. 10. júní 1920, d. 23. janúar 1999.
9) Geirlaugur bókbindari, f. 29. mars 1932, kvæntur Jóhönnu Jóhannsdóttur, f. 22. október 1922.
Maður hennar 6.8.1955; Ottó Alfreð Michelsen 10. júní 1920 - 11. júní 2000. Forstjóri í Reykjavík.
Hann átti barn með Hildigard Kropp í Dresden: Helga Ursula Kropp fréttaritari, f. 5.1.1945, síðar Helga Ursula Wolf Ehlers.
Bræður Ottós voru; a) Georg Michelsen (1916-2001) Bakari Hveragerði, dóttir hans Sandra kennari, maður hennar Guðjón Rúnarsson íþróttakennari Blönduósi. B) Paul Michelsen (1917-1995) blómasali Hveragerði
Börn Ottós og Gyðu eru;
1) Óttar Michelsen, f. 14. jan. 1956. Óttar kvæntist Sigþrúði Albertsdóttur. Þau skildu. Þeirra sonur er a) Kjartan Þór, f. 13. júní 1988. Önnur börn Óttars eru, b) Kaare, f. 18. maí 1986, og c) Samuel Hjalti, f. 18. júlí 1996.
2) Kjartan Michelsen f. 14. jan. 1956, d. 28. júní 2010. Kjartan var barnlaus.
3) Helga Ragnheiður, f. 14. mars 1957. Eiginmaður hennar er Stefán S. Guðjónsson. Börn þeirra eru a) Snorri, f. 7. desember 1981, maki Líf Magneudóttir, börn þeirra eru Styrkár Flóki og Bríet Magnea. Sonur Lífar er Dagur Ari Kristjánsson, b) Guðrún, f. 20. janúar 1983, c) Ottó Stefán, f. 29. apríl 1986, maki Anna Lilja Gísladóttir, d) Ragnheiður Gyða, f. 20. nóvember 1990.
4) Geirlaug Michelsen, f. 16. september 1964. Eiginmaður hennar er Grímur Guðmundsson. Börn þeirra eru a) Bryndís Gyða, f. 5. júní 1991, b) Snæfríður, f. 13. apríl 1993, c) Guðmundur Ottó, f. 28. september 2000, d) Grímur Dagur, f. 2. október 2002.
Önnur börn Ottós eru,
1) Helga Ehlers Wolf, f. 5. janúar 1945. Maki Reinhard Wolf.
2) Theodór Kristinn Michelsen, f. 25. júlí 1951. Maki Árný Elíasdóttir.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Gyða Jónsdóttir (1924-2011) heimilisiðnaðarkennari
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Gyða Jónsdóttir (1924-2011) heimilisiðnaðarkennari
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 22.1.2019
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði