Gunnlaugur Þorsteinsson (1884-1946) Læknir

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Gunnlaugur Þorsteinsson (1884-1946) Læknir

Hliðstæð nafnaform

  • Gunnlaugur Þorsteinsson Læknir

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

6.10.1884 - 22.3.1946

Saga

Gunnlaugur Þorsteinsson 6. okt. 1884 [6.9.1884] - 22. mars 1946. Læknir Gimli á Þingeyri. Staðgöngumaður héraðslæknis í Þingeyrarhéraði frá í okt. 1909, héraðslæknir þar 1911.
Ókvæntur og barnlaus.

Staðir

Norður-Vík; Þingeyri:

Réttindi

Stúdent 1904; cand phil 1905; cand med 1909:

Starfssvið

Læknir Kaupmannahöfn 1909; Þingeyri:
Formaður Sparisjóðs V-Ís frá 1920 - dd:

Lagaheimild

Lbl 1923 og Ljósmbl 1935

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Ragnhildur Gunnlaugsdóttir 7. ágúst 1857 - 4. júlí 1938. Húsfreyja í Norðurvík, Reynissókn, Skaft. 1910. Ráðskona í læknishúsinu, Þingeyri 1930 og maður hennar 1880; Þorsteinn Jónsson 18. apríl 1854 - 20. nóv. 1916. Hreppstjóri, kaupmaður og bóndi í Norðurvík, Reynissókn, Skaft. 1910.
Bróðir Gunnlaugs;
1) Jón Þorsteinsson 17. des. 1887 - 10. júní 1970. Sýsluskifari í Norðurvík, Reynissókn, Skaft. 1910. Sparisjóðsgjaldkeri og sýsluskrifari í Norður-Vík, Reynissókn, V-Skaft. 1930. Kona hans; Arnbjörg Ásbjörnsdóttir 15. des. 1889 - í nóv. 1981. Húsfreyja í Norður-Vík, Reynissókn, V-Skaft. 1930. Húsfreyja. Síðast bús. í Reykjavík.

Almennt samhengi

Hann varð stúdent 1904 og lauk embættisprófi í læknisfræði við Læknaskólann í Reykjavík i febrúar 19Ö9. Eftir prófið fór hann til Kaupmannahafnar, var þar á Fæðingarstofnuninni svo og öðrum sjúkrahúsum. I októbermánuði 1909 fór hann til Þingeyrar, staðgöngumaður fyrir Andrés Fjeldsted, héraðsl. þar. Var settur héraðslæknir í því sama héraði 1. okt. 1911 og skipaður 29. apríl 1912 og gegndi þvi til dánardægurs 27. marz 1946, en hafði fengið lausn frá embætti 1. jan. 1946.
Hann hafði mikinn áhuga fyrir búskap. Keypti hann þann hluta jarðarinnar Höfða í Dýrafirði, sem áður átti Sighvatur Borgfirðingur. Rak Gunnlaugur þar á tímabili fyrirmyndarbú, lét reisa þar sambyggða hlöðu og peningshús úr stáli, sem hann fékk frá Skotlandi og kostuðu um 10 þús. kr. Hús þessi reyndust ágætlega í alla staði og lögðu margir leið sína þar um, til að skoða þau. Hann hafði líka talsverða alifuglarækt.
Gunnlaugur var gæddur fjölþættum eiginleikum,, t. d. var hann mjög söngvinn og raddmaður góður, hafði fallega bassarödd. Hann var stofnandi karlakórsins „Þrasta", sem áður hét Karlakór Þingeyrar og var þar virkur félagi, svo að segja fram á síðustu stundu. Listhneigður var hann á fleirum sviðum, því að á tímabili fékkst hann mikið við útsaum á veggmyndum, teppum o. s. frv. og segja kunnugir mér að það hafi verið gert af miklum hagleik og vandvirkni. Líklega hefði hann orðið listmálari, ef hann hefði fengið undirstöðukennslu í þeirri grein. íþróttamaður var hann; var félagsmaður íþróttafél. „Höfrungur" á Þingeyri og stundaði þar leikfimi, bæði sem ungur maður og fullorðinn. Hann tók engan þátt í sveitar né öðrum opinberum störfum, að því slepptu, að hann var formaður Sparisjóðs Vestur-ísafjarðarsýslu frá 1923.

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH04573

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 21.1.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði.
Læknablaðið, 7. tölublað (01.08.1946), Blaðsíða 110. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5871993

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir