Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Gunnlaugur Kristmundsson (1880-1949) Sandgræðslustjóri Gunnarsholti á Rangárvöllum
Hliðstæð nafnaform
- Gunnlaugur Kristmundsson Sandgræðslustjóri
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
26.6.1880 - 19.11.1949
Saga
Gunnlaugur Kristmundsson 26. júní 1880 - 19. nóv. 1949. Sandgræðslustjóri og kennari í Hafnarfirði 1930. Sandgræðslustjóri í Gunnarsholti. Ókv 1920.
Bálför hans fór fram 28.11.1949.
Staðir
Þverá V-Hvs; Hafnarfjörður; Gunnarsholt Rang;
Réttindi
Gagnfr. Flensborg:
Starfssvið
Kennari Miðnesi 1907-1908; Leiru 1908-1910; Keflavík 1910-1914; Hafnarfirði 1914-1918 og aftur 1919-1942.
Sandgræðslustjóri frá upphafi 1942-1947;
Formaður nemendasambands Flensborgarskóla frá upphafi 1929-dd
Lagaheimild
Greinar í blöðum um sandgræðslu og menntamál:
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Þórdís Gunnlaugsdóttir 6. júlí 1841 - 17. jan. 1917. Fósturbarn í Huppahlíð, Staðarbakkasókn, Hún. 1845. Húsfreyja í Tjarnarkoti, Melstaðarsókn, Hún. 1870. Húsfreyja á Þverá, Efranúpssókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Búrfelli í Miðfirði. Vinnukona í Meli, Melssókn í Miðfirði, Hún. 1901 og maður hennar; 8.7.1869; Kristmundur Guðmundsson 25. jan. 1839 - 29. maí 1900. Var á Útbleikstöðum, Melstaðarsókn, Hún. 1845. Búandi í Tjarnarkoti, Melstaðarsókn, Hún. 1870. Húsb., lifir á fjárrækt á Þverá, Efranúpssókn, Hún. 1880. Bóndi á Búrfelli í Miðfirði.
Systkini Gunnlaugs;
1) Elínborg Elísabet Kristmundsdóttir 3. okt. 1871 - 11. ágúst 1946. Húsfreyja á Þambárvöllum, Óspakseyrarsókn, Strand. 1901. Var á Svarfhóli, Hjarðarholtssókn, Dal. 1930. Húsfreyja á Lambastöðum, Dal. Maður hennar; Þorleifur Jónsson 24. sept. 1869 - 22. apríl 1935. Kaupamaður á Svarfhóli, Hjarðarholtssókn, Dal. 1930. Bóndi á Lambastöðum, Dal. Átti um skeið heima á Þambárvöllum og víðar í Bitru og síðar á ýmsum stöðum í Dal.
2) Guðmundur Kristmundsson 11. des. 1877 - 26. jan. 1949. Bóndi í Sveinskoti, Hvaleyri. Var á Þverá, Efranúpssókn, Hún. 1880. Bóndi í Hafnarfirði 1930.
3) Ingibjörg Kristmundsdóttir 19. mars 1884 - 1. júní 1952. Var á Melstað, Melstaðarsókn, Hún. 1890. Ráðskona í Hafnarfirði 1930.
Almennt samhengi
Gunnlaugur Kristmundsson hefir um 40 ára skeið unnið brautryðjendastörf í einni mikilvægustu grein ræktunarmála vorra. Ungur fór hann til útlanda til þess að kynna sér beztu aðferðir, er þar þekktust þá, til þess að hindra uppblástur gróðurlendis og græða að nýju örfoka land. Undir eins og Gunnlaugur kom heim, árið 1907 hóf hann starf sitt í þjónustu sandgræðslu rikisins.
Fé það, sem hann fékk til umráða var afar lítið, eða réttara er að segja, því nær ekkert, miðað við þær kröfur, sem hliðstæðir starfsmenn gera nú um rekstrarfé.
Gunnlaugur gekk að starfi sínu fullur áhuga og með baráttugleði brautryðjandans að veganesti. Gunnlaugur sá sýnir, hvernig hægt væri að berjast gegn eyðileggingaröflum náttúrunnar, stormi, sandroki og uppblæstri, hvernig hægt væri að hindra það að allt er lifir, fólk, fénaður og jurtir hopi sífellt undan ofurvaldi þessara eyðileggingaafla, þannig að lífið sé á stöðugum flótta.
Til þess að gerast brautryðjandi á þessu sviði, etja kappi við storminn og sandrokið, hefja landgræðslustarf við mjög þröngan fjárhag, þarf sérstaka hæfileika. Maður, sem hóf slíkt starf hér á landi árið 1907, varð að vera gæddur miklu þreki og karlmennsku, svo geigvænleg voru verkefnin. En það eitt nægði ekki. Slíkur maður þurfti að vera hugsjónamaður, sem trúði á starf sitt og mikilvægi þess, hann þurfti að sjálfsögðu að hafa góða greind og menntun. En jafnvel það nægöi ekki heldur. Hann þurfti einnig að vera góður maður, tilfinningarikur, sem legði sjálfan sig allan fram í starfið og vann að sandgræðslunni, á sama hátt og góð móðir hlúir að veikluðu barni sínu. Alla þessa eiginleika hafði Gunnlaugur Kristmundsson í ríkum mæli. Það er vegna þess hve miklu starfi hann gat afkastað á 40 ára starfstíma sínum í þjónustu Sandgræöslu rikisins.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Gunnlaugur Kristmundsson (1880-1949) Sandgræðslustjóri Gunnarsholti á Rangárvöllum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Gunnlaugur Kristmundsson (1880-1949) Sandgræðslustjóri Gunnarsholti á Rangárvöllum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ ættfræði.
Tíminn, 254. tölublað (27.11.1949), Blaðsíða 3. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1009558
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði