Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Gunnlaugur Snædal (1924-2010)
Hliðstæð nafnaform
- Gunnlaugur Einar Snædal (1924-2010)
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1.10.1924 - 7.9.2010
Saga
Gunnlaugur Snædal fæddist á Eiríksstöðum í Jökuldal 13. október 1924. Hann lést í Reykjavík 7. september 2010.
Gunnlaugur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1944. Hann lauk kandidatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1951. Hann nam kvensjúkdómalækningar og fæðingarhjálp í Danmörku og Svíþjóð og starfaði við fæðingardeild Landspítalans frá 1959, fyrst sem sérfræðingur en síðar sem yfirlæknir 1975-1985 og prófessor frá 1985 þar til hann hætti störfum fyrir aldurs sakir 1994. Árið 1964 varði Gunnlaugur doktorsverkefni sitt um brjóstakrabbamein á Íslandi. Hann kenndi við Hjúkrunarskóla Íslands, Ljósmæðraskóla Íslands og læknadeild Háskóla Íslands. Gunnlaugur skrifaði fjölda fræðigreina í innlend og erlend tímarit. Hann gegndi fjölda trúnaðarstarfa, var m.a. formaður Læknafélags Reykjavíkur, Krabbameinsfélags Reykjavíkur og Krabbameinsfélgs Íslands og síðar heiðursfélagi þess. Hann var formaður félags Norrænna kvensjúkdómalækna. Árið 1985 var hann sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu.
Gunnlaugur verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, 20. september, og hefst athöfnin kl. 13.
Staðir
Eiríksstaðir á Jökuldal: Reykjavík: Danmörk: Svíþjóð:
Réttindi
Starfssvið
Kvensjúkdómalæknir
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Hann var sonur Jóns Gunnlaugssonar Snædal, f. 1885, bónda, og Stefaníu Carlsdóttur, f. 1893. Jón var sonur Gunnlaugs Jónssonar Snædal, bónda á Eiríksstöðum, f. 1845, og Steinunnar Vilhjálmsdóttur, f. 1859. Stefanía var dóttir Carls Guðmundssonar, f. 1861, kaupmanns á Stöðvarfirði og Petru Jónsdóttur, f. 1866.
Systkini Gunnlaugs: Karen Petra, f. 1919, d. 2005, Steinunn Guðlaug, f. 1921 og Jóna Stefa Nanna, f. 1932, d. 1993. Hálfbróðir, sammæðra, er Karl Sigurður Jakobsson, f. 1937.
Gunnlaugur kvæntist 19. september 1948, Bertu Andreu Jónsdóttur, f. 4. nóvember 1924, d. 1. janúar 1996, frá Fáskrúðsfirði, dóttur hjónanna Jóns Davíðssonar kaupmanns og Jóhönnu Kristjánsdóttur.
Börn þeirra eru:
1) Jón Snædal læknir, f. 1950, kvæntur Guðrúnu Karlsdóttur. Börn Jóns og fyrri konu hans, Sigríðar Stefánsdóttur, eru a) Sunna læknir, gift Sigurði Y. Kristinssyni lækni. Börn þeirra eru Kristinn, Katla og Vala. b) Drífa viðskiptafræðingur. Dóttir hennar er Silja. c) Ögmundur verkamaður, sambýliskona Ólöf Andra Proppé verkakona. Synir Guðrúnar eru Karl Jóakim Rosdahl stjarneðlisfræðingur, kvæntur Melody Rosdahl háskólanema, þau eiga synina Snorra og Benjamín og Björn Snorri Rosdahl, grafískur hönnuður, sambýliskona María Jónsdóttir háskólanemi. Dætur Jóns og Guðrúnar eru d) Guðrún Katrín og e) Berta Andrea.
2) Kristján Snædal gjaldkeri, f. 1951, kvæntur Sólrúnu Vilbergsdóttur. Börn þeirra eru a) Davíð veitingamaður. Börn hans eru María Sera og Guðsteinn Gabríel, móðir þeirra er Kristín Steinarsdóttir, b) Andvana fæddur sonur c) Gunnlaugur Vilberg smiður, sambýliskona Helga Hilmarsdóttir einkaþjálfari. Sonur þeirra er Vilberg Frosti. d) Jóhanna Ósk háskólanemi, sambýlismaður Örn Pétursson nemi. Dóttir Sólrúnar er Katrín Björg Guðbjörnsdóttir geislafræðingur, sambýlismaður Víðir O. Hauksson stálsmiður. 3) Gunnlaugur Snædal tæknistjóri, f. 1959, kvæntur Soffíu Káradóttur. Börn þeirra eru a) Kári íþróttapródúsent, b) Arnar háskólanemi, c) Berta.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 22.5.2017