Gunnar Pálmason (1944)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Gunnar Pálmason (1944)

Hliðstæð nafnaform

  • Gunnar Birkir Sigurgeir Pálmason (1944)
  • Gunnar Birkir Sigurgeir Pálmason

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

26.6.1944 -

Saga

Gunnar Birkir Sigurgeir Pálmason 26. júní 1944. Byggingameistari Garðabæ.

Staðir

Skagaströnd; Reykjavík; Garðabær:

Réttindi

Starfssvið

Byggingameistari:

Lagaheimild

Morgunblaðið 8. nóvember 1961 Féll útbyrðis en náðist aftur eftir að hafa verið á sundi í 25 mínútur
SKAGASTRÖND 7. nóv. - Sl. nótt er vélbáturinn Vísir HU 10, 16 tonn að stærð, var að leggja línuna í um tveggja stunda siglingu NNV af Skagaströnd vildi það óhapp til, að einn hásetanna, Gunnar Pálmason féll útbyrðis. Vísir var á fullri ferð og svarta myrkur á. Enginn varð var við, er Gunnar féll í sjóinn, og hélt sá, sem með honum var að leggja línuna, að hann hefði skroppið eitthvað frá. Er skipstjórinn, Sigurður Arnason, leit aftur nokkru síðar og sá Gunnar ekki, spurðist hann fyrir um hann og varð þá ljóst hvernig komið var. Sigurður skar þá strax á línuna og hóf leit að Gunnari. Veður var mjög gott og eftir nokkra leit fundu þeir hann þar sem hann hélt sér uppi á sundi og hafði hann þá verið í sjónum í 25 mínútur. Gunnar hresstist furðu fljótt eftir að félagar hans höfðu veitt honum aðhlynningu. Gunnar er 17 ára að aldri, vel syndur og vanur sjómennsku. Þennan róður fór hann í forföllum annars manns.
Í lífshættu – Húnavaka, 1. tölublað (01.05.2005), Bls. 84-89. http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000864315

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Pálmi Sigurðsson 22. feb. 1914 - 21. apríl 1992. Vinnumaður á Gunnsteinsstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsasmiður á Skagaströnd, síðast bús. í Reykjavík sonur Ingibjargar Sigurðardóttur og Sigurðar Jakobssonar á Steiná og konu Pálma; Hólmfríður Hjartardóttir 31. desember 1909 - 15. desember 1991 Húsfreyja á Skagaströnd og í Reykjavík. Fyrri maður hennar; Louis Einar Pétursson 1. desember 1902 - 2. nóvember 1960 Háseti í Skagastrandarkaupstað 1930. Sjómaður á Skagaströnd, síðar verkamaður og húsvörður í Reykjavík. Þau slitu samvistir.
Systkini Gunnars sammæðra;
1) Þórir Haukur Einarsson 5. júní 1929 - 21. okt. 2016. Var í Skagastrandarkaupstað 1930. Var á Óseyri, Höfðahr., A-Hún. 1957. Kennari, skólastjóri og oddviti á Drangsnesi.
2) Ragna Petra Sigríður Einarsdóttir 9. jan. 1931 - 28. okt. 2016. Danmörku.
3) Hallfríður Alda Einarsdóttir 22. apríl 1933 - 19. mars 1978. Síðast bús. í Reykjavík. Kjörbarn: Eygló f. 5.5.1957.
4) Ásta Hjördís Einarsdóttir 7. ágúst 1934. Svíþjóð
Alsystkini
5) Ingibjörg Perla Pálmadóttir 10. okt. 1937 ljósmóðir. M: Gunter Frank Hermann Franken, þau skildu.
6) Sigurður Þráinn Pálmason 24. mars 1948 skipstjóri.
7) Súsanna Klemensína Pálmadóttir 7. sept. 1953 - 22. jan. 2004. Öryrki Skálatúni Mosfellsbæ.

Kona Gunnars 16.5.1964; Jóhanna Skarphéðinsdóttir
Börn Gunnars og Jóhönnu:
1) Skarphéðinn Gunnarsson, f. 1.12.1964, kennari, maki Hildur Elín Vignir, þau eiga eitt barn,
2) Börkur Gunnarsson, f. 2.1.1970 blaðamaður, Maki; Valgerður Guðlaugsdóttir.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Guðrún Jónsdóttir (1915-1946) Litla-Enni (1.12.1946 - 12.11.1946)

Identifier of related entity

HAH04375

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Pálmi Sigurðsson (1914-1992) (22.2.1914 - 21.4.1992)

Identifier of related entity

HAH01832

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Pálmi Sigurðsson (1914-1992)

er foreldri

Gunnar Pálmason (1944)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH04529

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 15.1.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði.
Dagblaðið Vísir - DV, 141. tölublað - Helgarblað (25.06.1994), Blaðsíða 50. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2627901

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir