Gunnar Magnússon Richardson (1934-2000)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Gunnar Magnússon Richardson (1934-2000)

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

24.1.1934 - 8.6.2000

Saga

Gunnar M. Richardson fæddist á Borðeyri við Hrútafjörð 24. janúar 1934. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi 8. júní síðastliðinn.
Gunnar ólst upp á Borðeyri til þrettán ára aldurs en þá fluttist hann í Borgarnes í eitt ár og þaðan til Reykjavíkur. Hann stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og vann í símavinnu á sumrin. Gunnar starfaði hjá Niðursuðuverksmiðjunni ORA í Kópavogi frá 1955 til 1999, lengst af sem skrifstofu- og sölustjóri. Gunnar var félagi í Oddfellow reglunni, st. nr. 9, Þormóði Goða. Útför Gunnars fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Staðir

Borðeyri; Borgarnes: Reykjavík:

Réttindi

Starfssvið

Skrifstofu og sölustjóri:

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru Magnús Richardson símstöðvarstjóri, f. 1901, d. 1977, og kona hans Sigríður Matthíasdóttir, f. 1893, d. 1947. Alsystkini Gunnars eru Gunnar, f.1929, d.1930, Fríða, f.1932, d.1938, Jóhanna Dagmar, f.1936. Hálfbróðir hans er Þór Magnússon, f.1937. Stjúpsystir Gunnars, dóttir seinni konu Magnúsar, Unnar Ólafsdóttur, er Erla Ólafsson Gröndal, f. 1933.
Gunnar kvæntist árið 1955 eftirlifandi eiginkonu sinni Hrafnhildi Guðbrandsdóttur, f. 27. júní 1935. Foreldrar hennar voru Guðbrandur Guðjónsson, múrarameistari, f. 1904, d. 1974, og kona hans Jóhanna D. Gísladóttir, f. 1899, d. 1940.

Gunnar og Hrafnhildur eignuðust tvö börn. Þau eru:
1) Sigríður Dísa, f. 1955, gift Gunnari Einarssyni og eiga þau þrjú börn, Hrafnhildi Maríu, Andra og Gunni Líf.
2) Gunnar Hrafn, f. 1959, kvæntur Rósu Þóru Magnúsdóttur. Börn þeirra eru Ragnheiður Dísa, Hrafnhildur Magney og Þóranna Gunný.

Dóttir Gunnars fyrir hjónaband er Aðalheiður, f. 1954, í sambúð með Jens Kristinssyni. Börn Aðalheiðar eru Unnur Valborg sem á soninn Myrkva Þór, Skúli Húnn sem á soninn William Geir, Haraldur Ingi og Guðmundur Örn.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01349

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 22.5.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir