Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Guðráður Davíðsson (1904-2003) Nesi í Reykholtsdal
Hliðstæð nafnaform
- Guðráður Sesil Davíðsson (1904-2003) Nesi í Reykholtsdal
- Guðráður Sesil Davíðsson Nesi í Reykholtsdal
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
6.11.1904 - 13.4.2003
Saga
Guðráður Sesil Davíðsson 6. nóvember 1904 - 13. apríl 2003 Vinnumaður í Skáney, Reykholtssókn, Borg. 1930. Bóndi í Nesi í Reykholtsdal.
Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 13. apríl 2003.
Guðráður var jarðsunginn frá Reykholtskirkju laugardaginn 19. apríl 2004.
Staðir
Hraunháls Snæf.; Skáney; Nes í Reykholtsdal Borg.:
Réttindi
Starfssvið
Guðráður var glöggur á fólk og fé. Sauðfjárbúskapur var hans líf og yndi og hann átti jafnan arðsamt fé. Hann sinnti félagsmálum í sveit og héraði á vettvangi ungmenna- og búnaðarfélags. Hann var um árabil í hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps, deildarstjóri kaupfélagsdeildar Reykholtsdalshrepps, forðagæslumaður, umboðsmaður skattstjóra og veitti sveitungum oft aðstoð við burðarhjálp hjá kúm og kindum og skattframtal og vann ýmis fleiri trúnaðarstörf í þágu samfélagsins, sem honum voru falin.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Sigríður Jósafatsdóttir 30. apríl 1872 - 18. desember 1955 Húsfreyja á Hraunhálsi, Helgafellssókn, Snæf. 1920. Verkakona í Stykkishólmi 1930 og maður hennar Davíð Guðmundur Davíðsson 25. september 1879 - 14. desember 1935 Var á Helludal, Ingjaldshólssókn, Snæf. 1880. Var í Húsabúð, Fróðársókn, Snæf. 1890. Háseti í Stykkishólmi, Snæf. 1920. Fórst með vélbáti frá Elliðaey á Breiðafirði. Lausamaður í Dældarkoti, Helgafellssókn, Snæf. 1930. Davíð fórst í sjóslysi á Breiðafirði.
Davíð og Sigríður slitu samvistum. Seinni kona Davíðs; Katrín Júlíana Albertsdóttir 25. júlí 1883 - 25. maí 1968 Var í Efrihlíð, Helgafellssókn, Snæf. 1890. Vinnukona í Elliðaey, Stykkishólmssókn, Snæf. 1901. Vinnukona í Akurtröðum í Brimilsvalla- og Ólafsvíkurs., Snæf. 1910. Húsfreyja í Stykkishólmi, Snæf. 1920.
Alsystkini;
1) Eggert Sveinbjörn Davíðsson 8. apríl 1901 - 4. september 1952 Verkamaður í Bjarnarhöfn, Helgafellssókn, Snæf. 1920. Sjómaður í Sveinskoti á Álftanesi. Verkamaður í Reykjavík 1945.
2) Kristín Brynhildur Davíðsdóttir 14. júní 1908 - 6. ágúst 2007 Var á Hraunhálsi, Helgafellssókn, Snæf. 1920. Húsfreyja í Stykkishólmi. Maður hennar 1926; Bjarni Sigurður Jakobsson 20. júlí 1899 - 15. maí 1973 Daglaunamaður í Stykkishólmi 1930. Verkamaður. Síðast bús. í Stykkishólmi. [í minningagrein mbl 11.8.2007, um Kristínu er hann sagður f 1901].
Samfeðra með seinni konu;
3) Dagbjört Davíðsdóttir 21. október 1922 - 6. maí 2006 Tökubarn í Dældarkoti, Helgafellssókn, Snæf. 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Fósturforeldrar hennar voru Hannes Hannesson og Elínborg Magnúsdóttir. Óg. bl.
4) Halldóra Guðmunda Davíðsdóttir 19. október 1926 á Borgarlandi í Helgafellssveit, búsett í Reykjavík.
Kona hans 1930; Vigdís Bjarnadóttir 9. maí 1910 - 18. nóvember 2009 Vinnukona í Skáney, Reykholtssókn, Borg. 1930. Húsfreyja í Nesi í Reykholtsdalshreppi. Síðast bús. í Borgarnesi.
Börn þeirra;
1) Bragi Guðráðsson 29. mars 1932 - 26. mars 2011 Fékkst við ýmis störf í Grindavík og síðar í Hafnarfirði. Gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum, sjómaður. Kona hans 6.11.1954; Magnúsína Erna Þorleifsdóttir, f. 19. febr. 1934, d. 8. sept 1998. Börn þeirra eru: Vigdís, f. 28. maí 1952, Stefanía, f. 17. mars 1955, Sigríður, f. 16. nóv. 1956, Helga, f. 10. feb. 1961, Erla, f. 11. mars 1962, og Guðráður Davíð, f. 9. nóv. 1966, d. 16. maí 1981. Barnabörn Braga og Ernu eru 19 og barnabarnabörn 24.
2) Bjarni Guðráðsson 13. janúar 1935 bóndi í Nesi. Kona hans er Sigrún Einarsdóttir, f. 8. apríl 1935. Börn þeirra eru: Sigurður, f. 4. júní 1955, Einar, f. 4. des. 1958, Sigrún (ættleidd), f. 25. janúar 1959, Sigríður, f. 31. ágúst 1960, og Helga Björk, f. 4. okt. 1969. Barnabörn Bjarna og Sigrúnar eru 15 og eitt barnabarnabarn.
3) Helga Guðráðsdóttir 1. ágúst 1936 húsfreyja á Kópareykjum, gift Eyjólfi Sigurjónssyni, f. 14. maí 1932. Börn þeirra eru: Vigdís Helga, f. 27. okt. 1956, Sigríður Erla, f. 15. maí 1958, Sigurjón, f. 30. des.1959, d. 3. nóv. 1961, Kristín, f. 8. maí 1961, Jón, f. 8. jan. 1963, og Lára, f. 18. sept. 1964.
Barnabörn Helgu og Eyjólfs eru 15 og eitt barnabarnabarn.
Almennt samhengi
Guðráður ólst upp á Hraunhálsi fram yfir fermingu og gerðist þá vinnumaður á Helgafelli um sjö ára skeið. Vann eitt misseri í Reykjavík og gekk því næst í Hvítárbakkaskóla. Réðst þaðan vinnumaður að Skáney í Reykholtsdal til Bjarna Bjarnasonar og Helgu Hannesdóttur og átti þar heima um tíu ára skeið. Hann kvæntist Vigdísi dóttur þeirra árið 1930. Þau reistu nýbýlið Nes í landi Skáneyjar árið 1937 og stunduðu búskap fram yfir1980 en héldu heimili til þessa dags.
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 23.10.2018
Tungumál
- íslenska