Guðný Magnúsdóttir (1928-2012) Akureyri

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Guðný Magnúsdóttir (1928-2012) Akureyri

Hliðstæð nafnaform

  • Guðný Margrét Magnúsdóttir (1928-2012) Akureyri
  • Guðný Margrét Magnúsdóttir Akureyri

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

27.12.1928 - 1.8.2012

Saga

Guðný Margrét fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 27. desember 1928 og lést á lyflækningadeild FSA 1. ágúst 2012. Var í Kaupfélagshúsinu, Flateyri 1930. Hjúkrunarfræðingur á Akureyri. Gegndi ýmsum félagsstörfum. Hún lést á lyflækningadeild FSA
Útför Guðnýjar Margrétar fór fram í kyrrþey 14. ágúst 2012.

Staðir

Flateyri; Raufarhöfn; Akureyri:

Réttindi

Guðný Margrét ólst upp á Flateyri og gekk í barnaskólann þar, fór síðan í unglingaskóla á Raufarhöfn, og þaðan í Héraðsskólann á Laugarvatni 1945-1947. Síðan lá leiðin til Blönduóss í Húsmæðraskólann þar. 1949 fór hún til Reykjavíkur í Hjúkrunarkvennaskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1952.

Starfssvið

Þá hóf hún störf við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og starfaði þar til ársins 1998. Einnig var hún lengi skólahjúkrunarkona við Barnaskóla Akureyrar. Hún vann einnig við Kleppsspítala í Reykjavík og á Reykjalundi í Mosfellsbæ. Félagsmál voru henni hugleikin og starfaði hún m.a. í Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Soffíusjóði Barnaskóla Akureyrar, Delta kappa gamma, Beta deild á Akureyri og Kvenfélagi Akureyrarkirkju.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar; Magnús Björgvin Guðmundsson 6. febrúar 1897 - 16. október 1947 Kaupfélagsstjóri í Kaupfélagshúsinu, Flateyri 1930. Kaupfélagsstjóri á Flateyri við Önundarfjörð, síðar síldarverksmiðjustjóri á Húsavík og Raufarhöfn og kona hans; Jónína Geirmundsdóttir 10. október 1901 - 19. maí 1962 [skv mbl 16.8.2012 var hún fædd 10.10.1900] Húsfreyja í Kaupfélagshúsinu, Flateyri 1930. Húsfreyja á Flateyri við Öndunarfjörð, Húsavík og Raufarhöfn. Kaupmaður á Raufarhöfn, síðast bús. þar.
Bræður Guðnýjar Margrétar eru
1) Guðgeir Magnússon 2. desember 1927 - 13. apríl 1988 Var í Kaupfélagshúsinu, Flateyri 1930. Blaðamaður. Síðast bús. í Kópavogi.
2) Haukur Sigurbjörn Magnússon 4. september 1933 - 6. september 2016 Læknir í Reykjavík.
3) Björgvin Magnússon, f. 19. sept. 1938.
4) Ingólfur Ragnar, f. 19. sept. 1938, d. 1939.
Maður hennar 9.7.1954; Valgarður Haraldsson 23. september 1924 - 25. desember 1977 Kennari og fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis eystra á Akureyri.
Þau eignuðust þrjár dætur.
1) Ólöf Vala, f. 4. nóv. 1954. Börn: a. Erla María, f. 2. feb. 1976, sambýlismaður hennar er Einar Máni Friðriksson, f. 2. jan. 1980. b. Valgarður, f. 22. mars 1983 kvæntur Aðalbjörgu Bragadóttur, f. 7. júlí 1982.
2) Jónína, f. 30. maí 1956 gift Sigurði Pálmari Sigfússyni, f. 20. sept. 1952. Börn: a. Guðný Margrét, f. 4. jan. 1976, gift Hólmgrími Pétri Bjarnasyni, f. 13. feb. 1973. Börn: Katrín, Kári, Bjarni og Sigurður. b. Valgarður, f. 18. feb. 1978, kvæntur Arngunni Ylfu Guðmundsdóttur, f. 15. júní 1977. Börn: Iðunn, Þorri og Nína Rakel. c. Sigfús Örn, f. 2. apr. 1987, unnusta hans er Sandra Karen Ragnarsdóttir, f. 4. júlí 1987. d. Magnús Björgvin, f. 8. nóv. 1992.
3) Margrét Ýr, f. 1. jan. 1962 gift Magnúsi Braga Gunnlaugssyni, f. 2. júní 1962. Börn: a. Katrín Ýr, f. 24. maí 1986, sambýlismaður hennar er Lárus Guðjón Lúðvígsson, f. 17. apr. 1986. b. Gunnlaugur Atli, f. 10. sept. 1993. c. Arnar Bragi, f. 8. jan. 1997.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH04171

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 22.10.2018

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir