Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Guðmundur Ólafsson kennari (1885-1958)
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
- feb. 1885 - 16. maí 1958
History
Guðmundur Ólafsson kennari var jarðsunginn í gær, en hann var landskunnur maður vegna kennslustarfa á Laugarvatni og víðar. Guðmundur fæddist 11. febrúar 1885 að Fjósatungu í Fnjóskadal, en andaðist hinn 16. þ.m. Guðmundur var sonur Ólafs Guðmundssonar, sem lengst var bóndi á Sörlastöðum í Fnjóskadal og konu hans Guðnýjár Jónsdóttur. Stóðu að Guðmundi traustar ættir norðanlands. Guðmundur sótti Gagnfræðaskóla Akureyrar og lauk þar prófi 1904 með ágætiseinkunn. Var hann hinn bezti námsmaður í skóla og fékk brátt mjög mikið orð á sig, er hann tók að sér kennslustörf að loknu gagn- fræðaprófi, á ýmsum stöðum norðanlands og austan. Kennarapróf tók hann vorið 1910 og hélt eftir það áfram kennslustörfum, en árið 1921 var hann um tíma við nám í Englandi og síðar í Danmörku. Guðmundur var kennari við Hvítárbakkaskóla árin 1910—12 og var síðan kennari í heimasveitinni, Fnjóskadalnum, 1912—20 og var hann með afbrigðum vinsæll kennari í sveitinni. Þegar hér var komið var kennaraorðstir Guðmundar floginn mjög víða og árið 1920 varð hann kennari við barnaskólann á Akranesi, en frá 1928—55 var hann kennari við héraðsskólann á Laugarvatni. Hvar sem Guðmundur starfaði var hann talinn í röð hinna allra nýtustu manna í sinni grein. Guðmundur var mjög fjölfróður maður og ákaflega lifandi í hugsun og fjörugur í framsetningu og naut hann sín þess vegna sérstaklega vel í kennarastóli. Má segja, að hann væri hinn fæddi kennari. Hann var alla tíð ungur í anda og léttur í lund, og kunni flestum betur að umgangast ungt fólk. Fór ekki hjá því, að nemendur hans hrifust af áhuga og eldmóði Guðmundar, enda mun öllum nemendum hans, á hinni löngu kennaraævi Guðmundar, hafa borið sarnan um að hann væri afburða maður í því starfi. Guðmundur var kennari af lífi og sál og hæfileikar hans voru svo fjölbreyttir að segja mátti að hann væri jafnvígur á að kenna næstum því allar greinar. Þó mun náttúrufræðin og tungumál hafa staðið honum næst, hann mat íslenzka náttúru og íslenzkt tungutak mikils, enda þekkti hann hin fjölbreyttu fyrirbrigði íslenzks umhverfis flest um betur og íslenzkt mál hafði hann á valdi sínu, svo frábært var. Guðmundur var kvæntur Ólöfu Sigurðardóttur frá Dyrhólum í Mýrdal og lifir hún mann sinn. Er hún góð kona og var manni sínum traustur förunautur. Þeim hjónum varð 8 barna auðið og lifa 7 þeirra sem eru: Ólafur lögreglumaður í Reykjavík, Guðný, gift á Akranesi, Sigurður, lögreglumaður á Akranesi, Guðbjörg, gift í Vesturheimi, Karl verkfræðingur, Björn, klæðskera meistari og Ingólfur, kennari, allir í Reykjavík. Eru börn Guðmundar öll hin mannvænlegustu. Islenzk kennarastétt hefur misst mikils við fráfall Guðmundar og mun hans lengi verða minnst. Hann var stétt sinni til sóma og hann varð þjóðinni til gagns og bar í öllu tilliti hreinan og flekklausan skjöld. E. Á
Places
Fnjóskadalur; Akureyri; England; Danmörk; Borgarfjörður; Akranes; Laugarvatn
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Guðmundur var sonur Ólafs Guðmundssonar, sem lengst var bóndi á Sörlastöðum í Fnjóskadal og konu hans Guðnýjár Jónsdóttur.
Guðmundur var kvæntur Ólöfu Sigurðardóttur frá Dyrhólum í Mýrdal og lifir hún mann sinn. Er hún góð kona og var manni sínum traustur förunautur. Þeim hjónum varð 8 barna auðið og lifa 7 þeirra sem eru: 1) Ólafur lögreglumaður í Reykjavík, 2)Guðný, gift á Akranesi, 3) Sigurður, lögreglumaður á Akranesi, 4) Guðbjörg, gift í Vesturheimi, 5) Karl verkfræðingur, 6) Björn, klæðskera meistari og 7) Ingólfur, kennari, allir í Reykjavík.
General context
Relationships area
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Maintained by
Institution identifier
HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
MÞ 24.02.2025 innsetning og skráning