Guðmundur Ólafsson (1941-2012) Náttúrufræðingur

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Guðmundur Ólafsson (1941-2012) Náttúrufræðingur

Hliðstæð nafnaform

  • Guðmundur Páll Ólafsson (1941-2012) Náttúrufræðingur
  • Guðmundur Páll Ólafsson Náttúrufræðingur

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

2.6.1941 - 30.8.2012

Saga

Guðmundur Páll Ólafsson 2. júní 1941 - 30. ágúst 2012 Náttúrufræðingur, náttúruljósmyndari og náttúruverndarsinni, rithöfundur og fyrirlesari, bús. í Stykkishólmi. Hlaut fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir störf sín. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 30. ágúst 2012.
Útför Guðmundar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 6. september 2012, og hefst athöfnin kl. 15.

Staðir

Á árunum 1970-74 lærði hann ljósmyndun og stundaði doktorsnám í sjávarlíffræði í Stokkhólmi.

Réttindi

Á árunum 1970-74 lærði hann ljósmyndun og stundaði doktorsnám í sjávarlíffræði í Stokkhólmi.

Starfssvið

Frá 1966 til 68 var hann skólastjóri og kennari við Barna- og miðskóla Blönduóss þar sem hann setti á fót fyrstu tungumálastofu landsins, en frá 1968-70 var hann líffræðikennari við Menntaskólann á Akureyri.

Lagaheimild

Auk þess skrifaði hann námsefni fyrir börn og stundaði rannsóknir á fjörulífi í Flatey á Breiðafirði. Eftir 1985 starfaði hann samfellt sem rithöfundur, náttúrufræðingur, náttúruljósmyndari, virkur náttúruverndari og fyrirlesari heima og erlendis. Stórvirki Guðmundar eru bækur um náttúru Íslands: Fuglar, Perlur, Ströndin, Hálendið og óútgefin bók um Vatn. Perlur og Ströndin hafa verið þýddar á ensku. Að auki skrifaði hann barnabækur um náttúruna og bækurnar Þjórsárver og Um víðerni Snæfells. Í bókum sínum hefur Guðmundur skrifað texta, gert skýringarmyndir og tekið ljósmyndir. Hann ferðaðist víða heima og heiman í leit að myndefni og upplifunum. Guðmundur hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Brynhildur Snædal Jósefsdóttir 3. september 1902 - 3. nóvember 1991 Ólst upp á Látrum í Aðalvík hjá móðurforeldrum sínum og bjó þar ásamt þeim um tíma. Síðar húsfreyja á Iðavöllum og í Tungu í Fljótavík. Flutti þaðan til Húsavíkur 1939. Kennari á Látrum í Aðalvík, í Keldudal og Haukadal í Dýrafirði, á Húsavík, í Reykjahverfi og á Tjörnesi og síðast í Reykjavík. Fluttist að Heiðarbót í Reykjahverfi 1952, húsfreyja þar til 1955, síðan í Reykjavík um tíma, þar 1966. Hélt sérskóla fyrir börn í Reykjavík eftir að hún hætti annarri kennslu. og maður hennar; Ólafur Friðbjarnarson 26. febrúar 1900 - 2. nóvember 1966 Var á Kaðalstöðum, Þönglabakkasókn, S-Þing. 1901 og í Brekku í sömu sókn við manntal 1910. Var á ýmsum bæjum í Grýtubakkahreppi frá því um 1910 til fullorðinsaldurs. Búfræðingur frá Hvanneyri 1930. Vann eftir það við landmælingar, trésmíðar og bústörf. Var í Rekavík bak Látrum, síðan á Iðavöllum og í Tungu í Fljótavík, N-Ís. Flutti þaðan til Húsavíkur 1939. Verkamaður, verkstjóri og sjómaður á Húsavík til 1952, síðar bóndi í Heiðarbót í Reykjahr., S-Þing. til 1955. Síðan bús. í Reykjavík, starfaði þar við trésmíðar og húsvörslu. Fórst af slysförum.
Fyrri maður Brynhildar: Karl Guðmundsson 30. desember 1898 - 15. apríl 1977 Raflagningamaður á Kárastíg 8, Reykjavík 1930. Rafvélavirkjameistari og sýningarstjóri, síðast bús. í Reykjavík.
Systkini Guðmundar sammæðra:
1) Ásta Guðrún Karlsdóttir 6. október 1926 - 12. janúar 1992 Var á Kárastíg 8, Reykjavík 1930. Fulltrúi í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Ástríður
Alsystkini;
3) Guðmundur Karlsson 2. október 1927 - 15. júní 1999 Var á Kárastíg 8, Reykjavík 1930. Kerfisfræðingur, síðast bús. í Garðabæ.
4) Hrafnhildur Snædal Ólafsdóttir 19. maí 1936
5) Hanna Jórunn Ólafsdóttir Forrest 26. desember 1937 M. skildu: Dennison W. Penrod, f. í Ohio í Bandaríkjunum.
6) Þröstur Ólafsson 4. október 1939 Hagfræðingur

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH04112

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 25.9.2018

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir