Guðmundur Guðjónsson (1900-1991) stýrimaður

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Guðmundur Guðjónsson (1900-1991) stýrimaður

Parallel form(s) of name

  • Guðmundur Guðjónsson stýrimaður

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

31.8.1900 - 10.6.1991

History

Guðmundur Guðjónsson 31. ágúst 1900 - 10. júní 1991 Stýrimaður á Ásvallagötu 15, Reykjavík 1930. Skipstjóri í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Places

Reykjavík:

Legal status

Guðmundur var við nám í 1. og 2. bekk Flensborgarskóla 19151917 og lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1921. Guðmundur var ungur að árum þegar hann hélt fyrst til sjós. Til ársins 1926 var hann háseti á ýmsum verslunarskipum og stýrimaður á dönsku skipi, en það ár hóf hann störf hjá Landhelgisgæslunni og Skipaútgerð ríkisins sem stýrimaður á varðskipinu Þór (I). Skipstjóri á varðskipinu Þór (II) var hann 1942 til ársins 1946. Hann hafði eftirlit með smíði ms. Herðubreiðar og Skjaldbreiðar í Skotlandi og sigldi þeim skipum heim. Hann var skipstjóri á Skjaldbreið til 1952, því næst á Esju (II) 1952-1961 og loks á Heklu (I) til 1966 er hún var seld úr landi. Guðmundur hætti þá siglingum vegna aldurs, en starfaði eftir það við sjókortasöluna hjá Vita- og hafnamálaskrifstofunni til ársins 1980.

Functions, occupations and activities

Stýrimaður:
Guðmundur var mjög farsæll í starfi og átti þátt í björgun margra skipa og báta og var heiðraður fyrir. Árið 1941 stjórnaði hann björgun belgíska skipsins Persier, 8.000 rúmlesta skips, sem strandað hafði austan við Kötlutanga.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Jóney Guðmundsdóttir 29. júní 1870 - 7. apríl 1957 Húsfreyja á Hlíðarenda við Laufásveg, Reykjavík 1930. Dóttursonur: Guðjón Peter Hansen. Húsfreyja í Reykjavík og maður hennar 27.12.1914; Guðjón Guðlaugsson 9. desember 1857 - 6. mars 1939 Tökupiltur á Heiðnabergi, Skarðssókn, Dal. 1870. Bóndi að Ljúfustöðum og Hvalsá. Fluttist að Hlíðarenda Reykjavik 1919. Var hreppstjóri í 17 ár Oddviti í 14. Alþingismaður fátækramála og kirkjumála. Kaupfélagsstjóri Hólmavík.
Fyrri kona Guðjóns 16.1.1883; Ingibjörg Magnúsdóttir 16. ágúst 1843 [20.8.1843] - 8. nóvember 1913 Húsfreyja á Ljúfustöðum í Kollafirði, Strand.
Fóstursystkini;
1) Helga Zakaríasdóttir 24. júní 1885 - 22. maí 1967 Síðast bús. í Reykjavík.
2) Einar Jónsson um 1893
Alsystir;
3) Ingibjörg Mundhildur Guðjónsdóttir 15. maí 1907 - 12. júní 1951 Húsfreyja á Skólavörðustíg 38, Reykjavík 1930. Hattadama í Reykjavík skv. Lögfræðingatali.

Kona Guðmundar; 16.11.1929; Ingibjörg Þórðardóttir 3. febrúar 1898 [27.1.1898 skv mbl. 19.6.1991] - 9. júlí 1975 Var á Tjörnum, Hólasókn, Eyj. 1901. Húsfreyja á Ásvallagötu 15, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Uppeldismóðir: Guðlaug Jónasdóttir, f. 14.6.1864.
Sonur Ingibjargar;
1) Ívar Andersen 7. september 1923 - 2. júní 2006. Verkstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, síðast bús. í Reykjavík. Kona hans 7.9.1946; Hjördís Jónsdóttir, húsmóður og afgreiðslukonu, f. 23. nóv. 1923, d. 25. jan. 1983 og eignuðust þau fjögur börn, Ingibjörgu, Guðmund, Erlu og Grétar.
Guðmundur og Ingibjörg tóku einnig að sér
2) Ingibjörg Ívarsdóttir 7. ágúst 1944 hjúkrunarfræðingur, dóttir Ívars, og ólst hún upp hjá þeim við mikið ástríki. Maður hennar; Kjartan Pálsson 14. október 1930 - 7. apríl 2005 Hjarta- og lyflæknir. Yfirlæknir lyflæknis- og hjartadeildar Landspítalans, síðast bús. í Reykjavík.

General context

Það var alltaf hátíð þegar skipstjórinn var í landi og var þá oft farið í leikhús eða ökuferðir um nágrenni Reykjavíkur, en Guðmundur var mikill áhugamaður um bifreiðar og eignaðist margar um ævina, þá fyrstu árið 1932. Var því við brugðið hversu vel hann hirti þær, fægði og pússaði. Af áhugamálum Guðmundar má nefna mikinn áhuga fyrir sundiðkun og leið ekki sá dagur er hann var í landi, að hann færi ekki í sund og synti 200 metrana. Má t.d. geta þess að í einni Norrænu sundkeppninni synti hann 200 metrana 208 sinnum og fékk viðurkenningu fyrir. Guðmundur var prúður maður, rólegur og dagfarsgóður, hafði næmt skopskyn og alltaf var stutt í gleði og glettin tilsvör hjá honum. Hann var mikið snyrtimenni og reglusamur með alla hluti. Hann var vel látinn af samstarfsmönnum sínum og átti góða vini. Í starfisínu í strandsiglingum eignaðist hann fjölda kunningja um allt land sem mátu hann mikils og nutu oft greiðvikni hans. Guðmundur var virkur félagi í frímúrarareglunni í fjöldamörg ár og sótti fundi á meðan heilsan leyfði.

Árið 1978 á fimmtíu ára afmæli Slysavarnafélags Íslands var Guðmundur meðal annars sæmdur heiðursmerki sjómannadagsins í Reykjavík. Á þessum tímamótum rifjaði Guðmundur upp, í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins, atvik frá árinu 1928 er elsti Þór lá inni á Siglufirði að dr. Alexander Jóhannesson fór þess á leit að fenginn yrði maður til aðstoðar við eftirlitsflug með síldarskipunum á Húnaflóa og víðar. Það varð úr að Guðmundur tók það starf að sér í vikutíma og varð þannig fyrsti maðurinn frá Gæslunni sem hafði með hendi fluggæslu við Íslandsstrendur.

Relationships area

Related entity

Guðjón Guðlaugsson (1857-1939) (9.12.1857 - 6.3.1939)

Identifier of related entity

HAH03892

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðjón Guðlaugsson (1857-1939)

is the parent of

Guðmundur Guðjónsson (1900-1991) stýrimaður

Dates of relationship

31.8.1900

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH04021

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 13.8.2018

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places