Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Guðmundur Árnason (1833-1913) Flakkari
Parallel form(s) of name
- Guðmundur Árnason flakkari
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
7.7.1833 - 20.4.1913
History
Guðmundur Árnason 7. júlí 1833 - 20. apríl 1913 Var á Vestri-Klasbarða, Sigluvíkursókn, Rang. 1835. Var í Reykjavík 1910. Þekktur maður á sinni tíð undir nafninu ,,Gvendur dúllari“.
Places
Vestra-Klasbarð í Landeyjum;
Legal status
Functions, occupations and activities
Flakkari:
Mandates/sources of authority
Grafskrift á leiðinu í Hlíðarenda;
„Hér hvllir Guðmundur Árnason, f. 7/7 1833, d. 20/4 1913. Þjóðkunn list, er þessi gjörði, þar fyrir er steinninn reistur. Gripi átti gulli skœrri. Höndin frjáls og heilsu góða. Einnig þar með afbragðs sinni. S.S.S. Guðmundur Arnason. (Stafirnir: S. S. S. þýða: Sjálfum sér setti.)
Internal structures/genealogy
Foreldrar hans; Árni Jónsson 10. nóvember 1798 - 1. júní 1835 Var í Akurey, Skúmsstaðasókn, Rang. 1801. Bóndi í Fíflholti. Bóndi á Vestri-Klasbarða, Sigluvíkursókn, Rang. 1835 og kona hans 3.9.1820; Jórunn Sæmundsdóttir sk 17.9.1801 - 3. júlí 1837 Húsfreyja á Vestri-Klasbarða, Sigluvíkursókn, Rang. 1835. Bróðir hennar sra Tómas Fjölnismaður á Breiðabólsstað
Systkini hans;
1) Jón Árnason skírður í Voðmúlastaðasókn 28.11.1821
2) Þórarinn Árnason 30. apríl 1825 - 1. júlí 1866 Jarðyrkjumaður í Langholti, síðar bóndi á Stóra-Hrauni við Eyrarbakka. Var á Vestri-Klasbarða, Sigluvíkursókn, Rang. 1835. Kona hans 6.10.1854; Ingunn Magnúsdóttir 11. apríl 1826 - 9. júlí 1909 Húsfreyja í Syðra-Langholti og Götu í Hrunamannahr., á Stórahrauni við Eyrarbakka og síðast í Reykjavík. Var í Syðra-Langholti, Hrepphólasókn, Árn. 1845. Nefnt er eitt barn enn í Reykjaætt sem þau Þórarinn áttu, Anna Þórarinsdóttir, dó ung. Meðal barna þeirra; a) Árni (1860-1948) prestur á Stóra-Hrauni, dóttir hans; Anna (1901-1996) sonur hennar sra Árni Pálsson (1927-2016) faðir Árna Páls alþm og Þórólfs fv borgarstjóra. b) Þuríður (1862-1942) synir hennar; Eggert Gilfer (1892-1960) og Þórarinn (1896-1979) fiðlukeikari. c) Ingunn Thoroddsen (1906-1990) dóttir hennar; Anna Þóra (1930-2016) fyrri kona Arnar Clausen (1928-2008) lögmanns og Olympíufara, þau skildu.
3) Rannveig Árnadóttir 1828 Var á Vestri-Klasbarða, Sigluvíkursókn, Rang. 1835. Stjúpdóttir á Vestri-Klasbarða, Sigluvíkursókn, Rang. 1845.
4) Helga Árnadóttir 14. október 1831 - 18. maí 1913 Húsfreyja í Hrútafelli, Skógasókn, Rang. 1880. Kom frá Hrútafelli 1881, húsfreyja í Görðum 1881-85. Niðursetningur í Görðum, Reynissókn, Skaft. 1910. Gift 1875. Maður hennar 29.5.1875; Högni Árnason 11. febrúar 1828 - 2. júní 1885 Var í Skarðshlíð, Skógasókn, Rang. 1845. Bóndi á Leirum og Hrútafelli í A-Eyjafjallahr., Rang., síðar í Görðum.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3271962
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4842290
General context
Guðmundur Árnason fæddist 7. júlí 1833. Hann ólst upp í Tungu í Vestur-Landeyjahreppi en hann missti foreldra sína ungur.
Sagt er að hann hafi fengið taugaveiki og heilabólgu, sem varð til þess að hann missti allt vit um skeið, og mun aldrei hafa orðið samur.
Guðmundur er frægur af viðurnefni sínu, Gvendur dúllari, en það vísar til eins konar söngs sem hann iðkaði. „Einheyrt tungutak“ eins og hann nefndi það sjálfur.
Bar hann sig jafnan þannig að við dúllið að hann studdi öðrum olnboganum fram á borð og hafði einhvern lepp undir honum. Síðan dillaði hann enda litla fingurs eða vísifingurs í hlustinni á meðan hann dúllaði lagið, en það gerði hann með því að velta tungubroddinum upp og niður við efri góminn, svo að fram kom dillandi hljóð í margs konar tilbrigðum og öllum tónhæðum. Oftast dúllaði hann sálmalög og höfðu margir gaman af þessari skemmtun, sem stundum var auglýst opinberlega. Guðmundi var þó fleira til lista lagt, t.d. líkti hann eftir tóni presta, kvað rímur og orti stemmur.
Guðmundur hafði helst til miklar mætur á Símoni Dalaskáld, gerðist hjá honum skrifari og vitnaði til hans stöðugt. Ekki var hann þó blindur fyrir göllum Símonar og áleit hann stundum „svínskan" um of í kveðskap, en hann er besta skáld og fyrirtaks rímari, bætti hann ætíð við. Og ekki taldi hann eftir sjer smá snúninga fyrir Símon, því einu sinni „skrapp hann fyrir hann norðan úr Skagafirði, til Reykjavíkur", eftir meðulum, náttúrlega fótgangandi, fékk hann fyrir það gamlar buxur af Símoni og áleit vel borgað.
Relationships area
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 8.8.2018
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði