Guðbjörg Bjarnadóttir (1877-1967) Ísafirði

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Guðbjörg Bjarnadóttir (1877-1967) Ísafirði

Hliðstæð nafnaform

  • Guðbjörg Bjarnadóttir

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

21.1.1877 - 6.6.1967

Saga

Guðbjörg Bjarnadóttir 21. janúar 1877 - 6. júní 1967 Verkakona á Akureyri 1930. Húsfreyja á Ísafirði, síðar á Akureyri. Síðast bús. á Akureyri. Kvsk á Blönduósi.

Staðir

Gautlönd 1880; Hörðabóli í Dölum; Ísafjörður; Akureyri:

Réttindi

Kvsk á Blönduósi ?

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar; Bjarni Jónsson 1. janúar 1823 - 29. september 1878. Bóndi á Vöglum, Hálshreppi, S-Þing. 1846-60 og á Birningsstöðum í sömu sveit 1860-73 og barnsmóðir hans; Jóna Jónsdóttir 13. september 1845 - 7. júní 1894. Hjá foreldrum og síðar móður og bróður á Vatnsleysu lengst af til 1859. Hjú á ýmsum bæjum í Fnjóskadal, Kinn og Bárðardal um 1860-64, 1868-71, 1875, 1881-84 og 1888-89. Skráð í sóknarmannatali 1877, hjákona bónda á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal. Í húsmennsku í Fnjóskadal 1880 og 1885-87. Húskona í Vestarikrókum, Draflastaðasókn, S-Þing. 1880. Frá Hálsi í Fnjóskadal, stödd á Grímsstöðum, Víðihólssókn, N-Þing. 1890.
Kona hans 5.1844; Kristín Kristjánsdóttir 9. júlí 1819 - 27. júlí 1883 Húsfreyja á Vatnsenda, Ljósavatnssókn, S-Þing. 1845. Húsfreyja á Birningsstöðum, Hálssókn, S-Þing. 1860. Húsfreyja á Vöglum, Hálshreppi.
Systkini Guðbjargar samfeðra;
1) Kristján Benedikt Bjarnason 24. maí 1845 - 18. apríl 1920. Bóndi og oddviti á Vöglum og Birningsstöðum, Hálshreppi, S-Þing. og Leifsstöðum, Öngulstaðahreppi, Eyj. Bóndi á Leifsstöðum, Kaupangssókn, Eyj. 1910. Kona hans; Borghildur Ingibjörg Sigurðardóttir 22. apríl 1843 - 8. apríl 1925. Húsfreyja á Vöglum og Birningsstöðum, Hálshreppi, S-Þing. og Leifsstöðum, Öngulsstaðahreppi, Eyj. Dóttir þeirra var Kristjana, dóttir hennar var Anna Jónsdóttir kona Bjarna Bjarnasonar skólastjóra á Laugarvatni.
2) Guðrún Bjarnadóttir 25. október 1846 - 18. nóvember 1907. Húsfreyja á Draflastöðum í Fnjóskadal, Kambsstöðum og Birningsstöðum í Ljósavatnsskarði, S-Þing. Var á Birningsstöðum, Hálssókn, S-Þing. 1860. Húsfreyja á Birningsstöðum, Hálssókn, S.-Þing. 1890. Var á Birningsstöðum, Hálssókn, S-Þing. 1901. Maður hennar 9.7.1866; Kristján Jónsson 23. febrúar 1836 - 6. ágúst 1899. Var í Mjóadal, Lundarbrekkusókn, S-Þing. 1845. Bóndi á Draflastöðum, Kambsstöðum og Birningsstöðum í Ljósavatnsskarði, S-Þing.
3) Þuríður Halldóra Bjarnadóttir 18. október 1847 - 28. apríl 1911. Húsfreyja í Siglunesbyggð, Manitoba, Kanada. Fór til Vesturheims 1888 frá Brúnahvammi, Vopnafjarðarhreppi, N-Múl. Var í Posen, Selkirk, Manitoba, Kanada 1901.
4) Páll Bjarnason 8. febrúar 1850 - 15. maí 1885. Var á Birningsstöðum, Hálssókn, S-Þing. 1860. Húsmaður á Hallgilsstöðum, Hálssókn, Þing. 1880. Fjarverandi-er í Möðruvallaskóla. Gagnfræðingur frá Möðruvöllum.
5) Jón Bjarnason 8. janúar 1852 - 4. júní 1860
6) Þorsteinn Bjarnason 21. júlí 1853 - 30. júní 1860
7) Valgerður Kristjana Bjarnadóttir 9. október 1855 - 15. febrúar 1866
8) Hólmfríður Bjarnadóttir 31. ágúst 1859. Var á Birningsstöðum, Hálssókn, S-Þing. 1860. Hjúkrunarkona í Kanada.
9) Guðný Bjarnadóttir 3. apríl 1863 - 10. júní 1932. Húsfreyja á Breiðumýri, Reykdælahreppi S-Þing. Maður hennar; Hallgrímur Benediktsson 26. nóvember 1868 - 2. desember 1926. Vinnumaður á Einarsstöðum, Einarsstaðasókn, S-Þing. 1890. Bóndi á Breiðumýri, Reykdælahreppi, S-Þing. Dóttir þeirra var Hólmfríður (1896-1930) maður hennar 23.6.1929; Skúli Guðmundsson (1900-1969) alþm og og kfstj. Hvammstanga, hún var fyrri kona hans.
Alsystkini;
1) Valgerður Dóróthea Bjarnadóttir 9. nóvember 1875 [9.11.1874]- 18. september 1913. Var á Gautlöndum, Skútustaðasókn, Þing. 1880. Ýmist með föður, móður eða í vistum á ýmsum bæjum í Hálshreppi, S-Þing. um 1875-77 og 1880-87. Hjú á Arnstapa og Landamóti í Ljósavatnshreppi um 1888-89. Vinnukona í Möðrudal, Möðrudalssókn, N-Múl. 1890. Fór til Vesturheims. Húsfreyja í Garðar, N-Dakota, Bandaríkjunum. Var í Gardar, Pembina, N-Dakota, Bandaríkjunum 1910.

Maður Guðbjargar; Kristján Hans Jónsson 21. maí 1875 - 27. september 1913. Prentari og ritstjóri Vestra á Ísafirði.
Börn þeirra:
1) Jón Kristjánsson 1. janúar 1904 - 17. nóvember 1999. Verkamaður. Síðast bús. í Grindavík. Kona hans 21.5. 1938; Elísabet Bogadóttir 5. október 1909 - 29. júní 2003. Var á Akureyri 1930. Heimili: Reykjavík. Síðast bús. í Grindavík.
2) Sólveig Kristjánsdóttir 1. maí 1905 - 13. apríl 1998. Húsfreyja á Munkaþverá, Munkaþverársókn, Eyj. 1930. Kennari á á Munkaþverá, Öngulsstaðahreppi Eyj., Akureyri og í Kópavogi. Síðast bús. í Reykjavík. Maður hennar 24.6.1930; Jón Marinó Júlíusson 14. september 1882 - 7. janúar 1971. Bóndi á Munkaþverá, Munkaþverársókn, Eyj. 1930. Bóndi á Munkaþverá, Öngulstaðarhreppi, Eyjaf., síðar á Akureyri.
3) Soffía Kristjánsdóttir 3. mars 1907 - 15. júní 1976. Var í Hellusundi 6, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Maður hennar 1942; Sverrir Ólafsson 30. ágúst 1898 - 16. mars 1974. Var á Grettisgötu 22 d, Reykjavík 1930. Ölgerðarmaður í Reykjavík 1945.
4) Kristjana Kristjánsdóttir 2. október 1909 - 10. apríl 1977. Síðast bús. í Danmörku.
5) Eva Kristjánsdóttir 25. febrúar 1913 - 6. september 2015. Húsfreyja og verkakona í Reykjavík.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Sólveig Kristjánsdóttir (1905-1998) Munkaþverá (1.5.1905 - 13.4.1998)

Identifier of related entity

HAH05055

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Sólveig Kristjánsdóttir (1905-1998) Munkaþverá

er barn

Guðbjörg Bjarnadóttir (1877-1967) Ísafirði

Dagsetning tengsla

1905

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH03828

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 16.7.2018

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði
Íslendingabók
mbl 10.9.2015. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1567108/?item_num=1&searchid=47170fa1b1d49dc500a5a0dc7838ffcff8e61a1c
Reykjarhlíðaætt bls 983.

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir