Guðbjartur Ingi Bjarnason (1949-2005) Feigsdal

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Guðbjartur Ingi Bjarnason (1949-2005) Feigsdal

Hliðstæð nafnaform

  • Guðbjartur Ingi Bjarnason Feigsdal

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

26.4.1949 - 25.12.2005

Saga

Guðbjartur Ingi Bjarnason fæddist á Bíldudal 26. apríl 1949. Hann andaðist á sjúkrahúsinu á Patreksfirði 25. desember 2005.
Bóndi og refaskytta í Feigsdal í Bakkadal.
Guðbjartur Ingi ólst upp í foreldrahúsum í Fremri-Hvestu og vandist þar almennri sveitavinnu. Útför Guðbjarts Inga var gerð frá Bíldudalskirkju 7.1.2006 og hófst athöfnin klukkan 14. Jarðsett var í Bíldudalskirkjugarði.

Staðir

Bíldudalur; Fremri- Hvesta; Feigsdalur í Bakkadal:

Réttindi

Hann stundaði nám í Núpsskóla og lauk þar landsprófi og fór síðan í búnaðarskólann á Hvanneyri og brautskráðist þaðan sem búfræðingur.

Starfssvið

Samhliða búskap sínum í Feigsdal stundaði Guðbjartur Ingi mörg önnur störf. Við upphaf búskapar síns var hann einn vetur ráðsmaður í Selárdal, sjósókn stundaði hann talsvert á bátum frá Bíldudal og í nokkur ár fékkst hann við grásleppuveiðar frá Bakkadal ásamt Jóni bróður sínum. Eins og fleiri bændur í Ketildölum gerði hann einnig um skeið tilraunir með refarækt. Umfangsmestu hliðarstörf hans voru þó tengd vélum. Hann vann mikið á allskonar vinnuvélum, jarðýtum og skurðgröfum og var líka mjög fær vélvirki. Þess hæfileika hans nutu nágrannar hans og ættingjar í ríkum mæli. Meðal annars vann hann mestalla jarðvinnu við Hvestuvirkjun. Áður en Ketildalahreppur var lagður niður gegndi hann einnig margvíslegum störfum í þágu sveitarfélagsins, átti meðal annars sæti í sóknarnefnd og í hreppsnefnd og var oddviti hennar um skeið. Einnig var hann lengi refaskytta sveitarinnar og landpóstur.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans: Bjarni Símonarson Kristófersson 30. sept. 1927 - 6. júní 1994. Bóndi á Fremri-Hvestu í Ketildalahr., V-Barð. Var á Fremri-Hvestu, Selárdalssókn, V-Barð. 1930. Síðast bús. í Suðurfjarðahreppi og kona hans; Ragnhildur Gíslína Finnbogadóttir 24. feb. 1924 - 9. nóv. 2009. Var á Hóli, Selárdalssókn, V-Barð. 1930. Húsfreyja Fremri-Hvestu í Ketildalahreppi, síðar bús. í Hafnarfirði.
Systkini Guðbjarts;
1) Sigríður, f. 1945,
2) Finnbogi, f. 1946, d. 2004,
3) Margrét, f.1950,
4) Guðbjörg, f.1952,
5) Kristófer, f. 1953,
6) Marinó, f. 1953,
7) Jón, f. 1955,
8) Ingibjörg Halldóra, f. 1956,
9) Elín, f. 1958,
10) Gestný, f. 1959,
11) Katrín, f. 1960,
12) Gestur, f. 1962, d. 2005,
13) Dagur, f. 1963
14) Ragnar Gísli, f. 1965.

Sambýliskona Guðbjarts Inga var; Ingibjörg Lilja Gísladóttir, f. 1948, frá Fit á Barðaströnd, og eignuðust þau þrjú börn. Þau eru:
1) Víðir Hólm, f. 1968, sambýliskona María Friðgerður Bjarnadóttir frá Bolungavík, f. 1977,
2) Bjarnveig, f. 1972, sambýlismaður Ólafur Felix Haraldsson og eiga þau þrjú börn, Alexöndru Hólm, f. 1991, Melkorku Marsibil, f. 1994 og Guðbjart Inga, f. 2000,
3) Bjarki f. 1981.
Guðbjartur Ingi og Ingibjörg Lilja slitu samvistum, tvíburadætur hans og Margrétar Guðnýjar Einarsdóttur, f. 1943.;
4) Sunna 1983
5) Tinna 1983

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH05034

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 22.8.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir